Alþýðublaðið - 29.04.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.04.1967, Blaðsíða 8
Fólksfjölgun og takmörkun barneigna á dagskrá S.Þ. Á LIÐNU hausti gerði Alls- herjarþingið samþykkt um aukna hlutdeild Sameinuðu þjóðanna í viðleitninni við að leysa fólks- f jölgunarvandamálið. í ályktun- inni er gengið út frá „óskoru'ðum rétti þjóðanna til að móta og framkvæma sína eigin stefnu í fólksfjölgunarmálum með nauð- synlegu tilliti til þess grundvall- aratriðis, að hver fjölskylda hafi alfrjálsar hendur til að ákveða hve stór fjölskyldan skuli vera.” Hinar ýmsu greinar og sér- stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa veri'ð hvattar til að brégð- ast vel og skjótt við beiðnum ríkisstjórna um uppfræðslu, rannsóknir, upplýsingar og ráð- gjafarstörf á sviði fólksfjölgunar- vandans. Jafnframt var iögð á- herzla á að þessi vandamál væru ólíks eðlis í hinum ýmsu lönd- um, þannig að þarfirnar væru mismunandi. I Þetta hefur leitt til- þess, að á þessu og næsta ári verður 21 verkefni hrundið af stokkunum. Aðstoðin tekur til sérfræðinga í manntalþ þjóðfræðum og tak- mörkun barneigjna, námsstyrkja og fjárframlaga frá Þróunar- áætlun Sameinuðu þjóðanna og öðrum sjóðum samtakanna til rannsókna, vinnuhópa og nám- skeiða um vandamál fólksfjölg- unar. HVERT GENGUR HJÁLPIN ? Norður nfríska mannt.alsmið- stöðin í Kairó fær fjárveitingu sem nemur 136 þús. dollurum (5.848.000,00 ísl. króna). í Mar- okkó og Súdan starfa þegar tveir sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna í manntali, og Kongó (Brazza- ville) má tilnefna einn styrk- þega. Pakistan og Indland fá hjálp við að skipuleggja takmörkun barneigna, og Indland fær auk þess einn manntalssérfræðing eins og íran og Kambodja. Enn- fremur eiga tveir mannfræðingar að starfa í Asíu allri, sitt árið hvor. Sex námsstyrkir verða veittir til náms við manntalsmið- stöðina í Bombay, og hún fær að auki einn manntalssérfræðing. Miðausturlönd fá einn mann- talssérfræðing, og Kuwait verður veittur einn námsstyrkur við stofnunina í Kairó. 21 Suður-Ameríkani fær náms- styrk við manntalsmiðstöðina í Santíagó, sem auk þess fær beina fjárhagsaðstoð. Brazilía og Jama- ica hafa þegar fengið tvo mann- talssérfræðinga, og Mexíkó á von á tveimur. Haldnir verða fjölmargir fundir og námskeið um víða ver- öld. í júní verður haldi'ð nám- skeið í Helsingjaeyri um upp- fræðslu á sviði manntals og tak- mörkun barneigna. í ágúst tekur vinnuhópur í Bangkok fyrir sam- gönguvandamál í sambandi við framkvæmd áætlana um talcmörk- un barneigna. Enrifremur er ráð- gert að halda ráðstefnu í Mosk- va um manntal og aðra í Bang- kok um skipulagningu borga. Tveir hópar sérfræðinga, sem tilnefndir voru af efnahags- og félagsmáladeild Sameinuðu þjóð- anna — annar sérfróður um manntal í borgum, hinn um sjúkdóma og manndauða, munu einnig halda ráðstefnur á næstu tveimur árum. EKKI NÝR VETTVANGUR. Fólksfjölgunarvandamélið er ekki nýr vettvangur fyrir Sam- einuðu þjóðirnar. Samtökin hafa þegar lagt fram mikinn og merki- legan skerf til skýrslugerðar, skipta á upplýsingum um niður- stöður rannsókna, greinargerða um frjósemi, fæðingartölur, mann dauða, fólksflutninga og vöxt þétt býlis. Af fundum og ráðstefnum er sérstök ástæða til að nefna hina miklu ráðstefnu um fólks- fjölgun sem haldin var í Bel- grad 1965. Við þessa viðleitni bætist nú bein tæknihjálp í sí- vaxandi mæli. Fólksfjölgunardeildin í aðal- stöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York samræmir starfsem- ina með því að: f sjá Allsherjarþinginu og Efna- hags- og félagsmálaráðinu fyr- ir skýrslum og starfsliði, þegar þessir aðilar fjalla um vanda- mál fólksfjölgunar; * gera áætlanir um fólksfjölg- un og rekja þróunina. * gera rannsóknir og semja skýrslur um mannfjölgun og manntal: :S stunda rannsóknir og tækni- störf með tilliti til frjósemdar, skipulagningar á takmörkun barneigna, uppfræðslu og rök- stuðnings fyrir takmörkun barneigna; * undirbúa alþjóðlegar ráðstefn- ur og námskeið um fólksfjölg- unarvandamál; * koma á fót og styðja í samráði við efnahagsnefndir hlutaðeig- andi svæða miðstöðvar fyrir uppfræðslu og rannsóknir á sviði manntals, og vera aðild- arríkjunum til ráðuneytis í þessum efnum; * rannsaka og meta tæknihjálp- ina á þessum vettvangi; * eiga samstarf við sérstofnanir Sameinuðu þjóðanna og aðrar óopinberar stofnanir um að hrinda í framkvæmd þeim á- ætlunum og tillögum sem Efna hags- og félagsmálaráðið hefur samþykkt. 6.1 MILLJARÐAR ÁRIÐ 2000. Til grundvallar umræðum Alls- herjarþingsins. á liðnu hausti lá skýrsla frá framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um fólks- fjölgunina og efnahagsþróunina. Þar kom fram, að samkvæmt út- reikningum Sameinuðu þjóðanna verða jarðarbúar orðnir 6,1 mill- jarður talsins árið 2000, en voru 3,2 milljarðar árið 1965. Á árunum 1930 — 1965 fjölgaði jarðarbúum um 1,2 milljarði — eða sömu tölu og nú býr í Evr- ópu, Afríku og Ameríku. Á það hefur verið lögð áherzla hjá Sameinuðu þjóðunum, að fólks fjölgunin sé ekki aðeins efna- hagslegt vandamál. Á mannrétt- indadaginn í desember í fyrra sagði U Thant framkvæmdastjóri meðal annars, að stærð fjölskyld- unnar væri mikilvægt mannlegt vandamál, sem ábyrgir foreldrar yrðu að taka tillit til með hlið- sjón af virðingu, heill og ham- ingju barna sinna. „Að minni hyggju verðum við að gera rétt foreldra til að ákveða fjölda barna sinna hátt undir höfði á þessum tímamótum í sögu mannkynsins.” TVEIR SVÍAR hafa verið til- nefhdir fastafulltrúar hjá Þróun- aráætlun Sameinuðu þjóðanna, og gerðist það með viku millibili. Annar þeirra er Tage Matsson verkfræðingur sem starfár í 'Tan- zaníu og Karl Englund liagfræð- ingur sem starfar í Kambodju. MA TVÆLAFRAMLEIÐSLAN í ASIU MINNKAR UM 5°/o A HVERN MANN EFNAHAGSÞRÓUNIN í aði um 2%. Sé miðað við í- á nauðsynlegum varahlutum svæðinu áttu enn við alvar- Asíu árið 1966 er tekin til með- búatölu nam minnkunin og hráefnum. lega erfiðleika að stríða ferðar í nýbirtri skýrslu frá 5%, og þannig voru mat- * Útflutningur frá ECAFE- með tilliti til greiðslujafn- Efnahagsnefnd Sameinuðu föng 5% minni en þau voru löndum jókst á fyrra árs- aðar. Vegna aukinnar er- þjóðanna fyrir Asíu (ECAFE). að meðaltali á árunum fyrir helmingi 1966 um 7,3% mið- lendrar aðstoðar og fjár- í höfuðdráttum er ástandið seinni heimsstyrjöld. að við samsvarandi tíma festingar gátu nokkur lönd á sem hér segir: * Iðnaðarframleiðslan jókst, 1965. Innflutningur jókst svæðinu austanverðu eigi en í prósentum var aukning aðeins um 1,8%. að síður aukið gjaldeyris- * Hlutfallslegur efnahagsvöxt- in helmingi minni en árið * Útflutningstekjurnar jukust forða sinn. ur í vanþróuðu löndunum á 1955. Þetta stafaði fyrst og að sjálfsögðu vegna hins Skýrslan var lögð fyrir árs- ECAFE-svæðinu (sem nær fremst af gjaldeyrisskorti aukna útflutningsmagns á þing ECAFE, sem hófst í Tó- frá íran til Vestur-Samóa) og stöðnun innan landbún- fyrra árshelmingi, en á kíó 3. apríl. Vegna skorts á var • örari en árið 1965, en aðarins. seinlna árshelmingi 1966 áreiðanlegum heimildum eru hægari heldur en 1963 og * Helzti tálmi aukinnar iðn- varð veruleg verðlækkun á upplýsingar frá Kína og öðr- 1964. aðarframleiðslu var í flést- mörgum helztu útflutnings- um löndum Asíu, sem búa við * Landbúnaðar- og matvæla- um landanna skortur á er-' afurðunum. hreinan áætlunarbúskap, ekki framleiðsla svæðisins minnk- lendum gjaldeyri til kaupa- * Flest vanþróuðu löndin á í skýrslunni. g 29. apríl 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.