Alþýðublaðið - 29.04.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.04.1967, Blaðsíða 3
BankarátV og baukastjórar Landsbankans á fundi í gær. Fréttamenn í baksýn. (Ljósm.: Bjl. Bjl.). Þúsundasti fundur banka- ráðs Landsbanka íslands María Callas útgerðarmaður Um þessar mundir eru nærri , fjörutíu ár liðin síðan bankaráð Landsbanka íslands tók til starfa í sinni núverandi mynd. Var það stofnsett með lögum nr. 48 frá 31. maí 1927. Hafa fundir að jafn aði verið■ haldnir fyrsta og. þriðja föstudag hvers mánaðar, nema sér stakar ástæður væru fyrir hendi. Var fyrsti fundur bankaráðsins haldinn föstudaginn 23. septem- ber 1927 og í gær hélt það 1000. fund sinn. Samkvæmt lögum frá 1927 skyldi æðsta stjórn Landsbanka íslands vera í höndum fimm manna bankaráðs og þess ráðherra sem með bankamál fer hverju sinni. Var gert ráð fyrir að ríkis stjórnin skipaði formann til þriggja ára í senn. Hinsvegar var sameinuðu Alþingi ætlað að kjósa hina fjóra til fjögurra ára, þó þann ig, að tveir skyldu ganga úr annað hvert ár. Ári síðar var framannefndum lögum breytt á þá lund, að Lands bankanefnd sem kosin var af Al- þingi, var sett í yfirstjórn bank ans. Vor henni fengnir í hendur ýmsir þættir æðstu stjórnarinnar. Meðal annars skyldi hún velja fjóra bankaráðsmenn til fjögurra ára í senn, en sú kosning hafði áðurv verið í höndum sameinaðs Alþingis. Hinsvegar skipaði ráð herra formann bankaráðsins eins og fyrr, en nú til fimm ára í hvert skipti. Með breytingum á lögum um Landsbankann frá 1957 var þessu aftur breytt þannig, að nú kýs sameinað Alþingi alla banka ráðsmenn til fjögurra ára, en við skiptamálaráðherra skipar for- mann úr þeirra hópi. Samkvæmt Landsbankalögunum frá 1928 var bankaráðinu falið víðtækt vald um alla starfsemi bankans. Því var fyrst og fremst ætlað að marka almenna stefnu í Framhald á 14. síðu Viðurkenndu búðarþjófnað / Rvík — SJÓ Tvær konur hafa nú meðgengið að hafa stolið telpnakjól úr verzluninni Anitu við Álfheima, er var stolið þaðan fyrir nokkru. Hafði sést til þeirra, en þær höfðu hraðað sér á brott í bifreið svo ekki náðist í þær. Ung kona sem afgreiddi í búðinni hafði hins vegar þekkt aðra konuna og mætti hún henni í lækningastofu einni hér í borg af tilviljun. Bar hún kennsl á hana og gerði þegar lögregiunni viðvart. Viðurkenndu konurnar að hafa stolið úr um ræddri verzlun. , i^L^Wh&úr.^, L London 28. 4. (NTB-Reuter) Gríska óperusöngkonan Mana Callas sigraði í dag í málaferlum sem snerust um það hvort hún væri útgerðarmaður. Innbrot í Slippinn í fyrrinótt var brotizt inn hjá Slippnum og farið upp á skrif stofur á 3. hæð. Var þaðan stolið 21 þús. og 475 kr. úr peninga skáp. Höfðu þjófarnir brotið rúðu í útidyrahurð og farið þar inn. Síðan haldið upp á næstu hæð og brutu þar aðra rúðu og héldu síðan áfram sem leið liggur upp í timburgeymslu á loftinu. Þar á eftir spenntu þeir upp hurð á stigaganginum á þriðju hæð og komust þaðan inn á skrifstofur Slippsins. Þar náðu þeir í lykil, sem reyndist vera að stórum skáp, en í honum var lítill járnkassi. Opnuðu þeir járnkassann, en í honum var talsvert af peningum og höfðu þeir á brott með sér 21 þús. og 475 kr. Eitthvað munu innbrotsþjófarn ir hafa verið að flýta sér, því þeir skildu eftir á gólfinu um 6000 kr., þ.á.m. 5 þús. kr. seðlar einnig voru inni í þessum stóra skáp tveir lyklar, sem voru að öðrum peningaskápum, en þjófarnir munu ekki hafa kært sig um að athuga það nánar. Dómstóll í London dæmdi hinn auðuga gríska skipaeiganda Pana ghis Vergottis til að afsala sér 25 af 100 hlutabréfum í olíúfiutn ingaskipi. Óperusönglconan átti 26 hlutabréfanna, sem skipakóngur inn Onassis hafði gefið henni, og þannig á hún nú meirihluta hluta bréfa útgerðarinnar. , Deilan snerist um 60.000 pund sem Maria Callas hafði greitt Ver gottis. Vergottis hélt því fram að hér hefði verið um að ræða lán en ekki greiðslu á hlutabréfunum. Onassis var kvaddur sem vitni og sagði á eftir að hann harmaði það að Vergottis vinur sinn hefði tapað málinu. Maria Callas var í París og Onassis liringdi í hana og sagði henni frá hinum gleði legu úrslitum málaferlanna. Aðalfundur ( Ferðafélagsins Aðalfundur Ferðafélags íslands var lialdinn að Café Höll miðviku daginn 26. þ.m. Á fundinum skýrði forseti fé- lagsins m.a. frá því að fyrirhuguð væri bygging tveggja sæluhúsa á árinu, í Nýjadal og við Veiði vötn. Þá kom og fram, að næsta árbók yrði að öllum líkindum um Vopnafjörð og fleira. í félaginu eru rúmlega 6000 manns. Mikið var rætt um náttúruvernd á fundinum og m.a. samþykkt svo hljóðandi tillaga: Framhald á 13. síðu. Alþýðuflokksfélögin í Hafnarfirði, Garðahreppi, Kópavogi og Sel- tjarnarnesi h'alda sameiginlega ÁRSHÁTðÐ í kvöld ld. 8,30 í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Dagskrá: Sameiginleg kaffidrykkja. Ávörp flytja tveir efstu menn lista Alþýðu- flokksins í Reykaneskjördæmi: Emil Jóns- son, ráðherra og Jón Árm. Héðinsson, við- skiptafræðingur. Einleikur á fiðlu: Ingvar Jónasson. Gamanþáttur: Tveir kunnir leikarar koma í heimsókn síðar um kvöldið. Dans. Miðapantanir sími 50499 milli kl. 5—7 e.h. SKEMMTINEFNDIN. 7. MÁÍ KAFFI 1. maí-kaffi kvennanna í Fulltrúaráði Alþýðuflokksins í Reykjavík, verður að venju kaldið í Xönó uppi, 1. maí n.k. Þær konur er ætla 'að gefa kökur eða bjóða fram aöstoö sína eru vinsamlegast beðnar að hringja í síma 33358 (Svanhvít Tliorlacius) og 13989 (Emclía Samúelsdóttir). Gylfi Þ. Gíslason. Ólafur Eggertsson. Ingvar Asmundsson. STJÓRNMÁLAKYNNING VERÐUR Á MORGUN Stjórnmálakynning Fulltrúaráðs Alþýðuflokksins í Reykja-i vík verður á morgun 29. apríl kl. 3 í Ingólfskaffi. Fulltrúaráðið skipaði nefnd til undirbúnings fundinum og fjallar nefndin um menntamál. (Skólamál og listir). Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra er framsögui)aður nefnd- arinnar. Fundarstjóri vcrður Ingvar Ásmundsson mennta- skólakennari og fundarritari Ólafur Eggertsson kennari. Flokksfólk er hvatt til að sækja fundinn, og taka virk- an þátt í umræðum og bera fram fyrirspurnir. 29. apríl 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.