Alþýðublaðið - 29.04.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 29.04.1967, Blaðsíða 16
 „Ekki minnkar umferðin um Fljótsdalinn enn“ orti Stefán heit inn Ólafsson í Grýlukvæði fræga. Þessi orð skáldsins mætti vel heim færa upp á pólitíkina þessa dag- ana. Það er talsvert að gerast og nýir flokkar og flokksbrot virðast spretta fram eins og gorkúlur. Það stefnir allt í þá átt að stjórn- málaflokkarnir verði með tíman- um jafnmargir landsmönnum, cnda hlyti það líka að mörgu leyti að vera það ákjósanlegasta skipulag, sem hægt er að hugsa sér. Alveg á sama hátt og það er markmið margra að hver maður eigi sitt flugfélag og sitt trygg- ingarfélag og helzt sinn banka eða að minnsta kosti sparisjóð, þannig er einsýnt að hver ein- staklingur sé stjórnmálaflokkur út af fyrir sig. Sjálfsagt gæti margt athyglis vert komið í ljós, ef Iþað væri rannsakað vísindalega hvað mönn um gengur til, þegar þeir kljúfa flokka eða búa til nýja flokka. Raunar er hætt við að slík rann- sókn yrði erfið í framkvæmd og eiginlega ekki fær öðrum en þeim einum, sem rannsakar hjört un og nýrun. Þó er hægt að skera úr því með talsverðri vissu í mörg um tilvikum. Það liggur þannig til dæmis í augum uppi að það sem forystumönnum óháðra borg •ara í Hafnarfirði gengur til að taka þátt í stofnun nýs stjórn- málaflokks er löngun til þess að komast á þing og fá tækifæri til að afgreiða fjárlög með sama hætti og fjárhagsáætlunina í Hafn arfirði sællar minningar. Nú er nýr mánuður senn að hefj ast og ef að líkum lætur má gera ráð fyrir að taugaveiklunin fari þá vaxandi með hverjum degin- um. Menn rífast um ágreiningsefni og þar sem þau þrýtur búa þeir til ný. Það er nefnilega auðveld_ asti hlutur í heimi að búa til á- greiningsefni til að rífast um, þegar á þarf að halda. Sundr- ung mun þó ekki vera um há- tíðahöldin 1. maí, heldur verða þau sameiginleg hjá öllum aðil- um. Það er óneitanlega talsvert dauflegra heldur en gamli mað- urinn, að hver flokkur marsáraði út af fyrir sig, og þegar flokk- arnir verða orðnir hundrað þús- und eða svo — en að því stefnir greinilega þróunin, — þá verður auðvitað sjálfsagt að endurvekja þann forna sið að hver fari út af fyrir sig 1. maí, og skaðaði jafnvel ekki að stöku sinnum kæmi til handalögmála. Að vísu þyrfti pólitíkin dálítið að breyt_ ast til þess, því að pólitísk heift þarf að jafnaði að vera talsvert meiri til að brjótast fram í hönd unum heldur en í talfærunum. En hvað sem því líður, þá þyk ir sumum að það séu skemmti- legir tímar, sem fara í hönd. Einkum fylla þann flokk allir reiknimeistararnir, sem þegar eru farnir að sveitast við að reikna suma frambjóðendur inn á þing og fella aðra með reikningskúnst um. og það merkilega er að svona reikna menn ár eftir ár og kosn ingar eftir kosningar, jafnvel þótt talsverð reynsla sé farin að koma á það, að öll reiknilistin sé lítils megnandi, þegar stundin rennur upp. Öðrum þykir hins vegar ekki eins gaman að kosningahitanum, og þeir eru jafnvel til, sem hálf- hryllir við því, sem framundfn kann að vera næstu vikurnar. ]| ! í! !t Hreppakórinn Hreppakórinn er kominn til Reykjavíkur úr klakahlaupi og bleytu og kvað ætia að syngja hér seint í dag fyrir okkur í sviðsljósi og hitaveitu. Þegar Fóstbræðrum fréttin barst til eyrna, fátt höfðu þeir að segja, I en brugðu við og keyptu sér farmiða í flýti með flugvél til Vestmannaeyja, Þetta kalla ég nú óheiðarlega samkeppni. Já, en ég get fullvissað yður um það að ég var bara að flauta á eftir leigubíl. En viti menn — leynist þá ekki flugan í bjúganu rétt eins og málsháttur í páska- eggi. Morgunblaðið - j/ Það er undarlegt að þeir sem eru óánægðir með stjórnmála flokkana skuli naer undan- tekningarlaust stofna nýja stjórnmálaflokka . . . Þegar kallinn sá nýja blaðið í gær, sagði hann að það væri skrýtið að það værí látið ið heita Lögrétta. Það hefði átt að skíra það eftir öðrum stað í Árnessýslu, nær sjón- um ... J ‘tíOÍ'l. Vilduð þið gera svo vel að stilla ykkur öðruvísi upp. Mér finnst það vel við eig- andi að Konstantín skuli vera kóngur í Grikklandi, því að honuin var heldur betur gerð ur grikkur á dögunum . . ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.