Alþýðublaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 3
3 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1. maí 1967 AÐ STJÓRNA MEÐ VERKALÝÐNUM EN EKKI Á MÓTI VERKALÝÐSHREYFINGIN telur það mrkils virði að þær ríkisstjórnir sem fara með völd hverju sinni, séu vinsamlegar í garð samtaka vinnustéttanna og vilji hafa,við þau samvinnu. Hér á landi hafa hinir eiginlegu verkalýðsflokkar aldrei náð meiri hluta á Alþingi, enda þótt þeir hafi setið einir 'að stjórn allmargra. bæjarfélaga. Þess vegna verður verkalýðshreyfingin jafnan að meta samsteypustjórnir og gera sér grein fyrir, hvort stefna þeirra og vilji er að styðja kjara- og réttinda- baráttu verkalýðsins — eða spyrna fæti gegn sókn hans. Á fyrstu árum viðreisnarstefnunnar urðu allharðir árekstrar milli ríkisstjórnar og verkalýðshreyfingar. Síðan hefur verið unnið að betra samkomulagi. Urðu tím'amót, þegar verðstöðvunarfrumvarp stjórnarinn- ar var stöðvað á síðasta snúning á Alþingi — og teknir upp samningar við verkalýðsfélögin í þeirra stað. Þá beittu þingmenn Alþýðuflokksins sér mjög á bak við tjöldin, en það hefur verið flokknum mik- ið áhugamál að ríkisstjórni'n næði vinsamlegu sam- bandi við verkalýðinn og reyndi að vinna með samtök um hans. Þetta takmark náðist að verulegu leyti með júnísam komulaginu, sem frægt er orðið. Síðan það var gert, má segja, að sambúðin hafi verið góð, enda hefur ríkisstjórnin einlæglega vilj'að mikið á sig leggja til þess að verða við óskum verkalýðssamtakanna og tryggja vinnufrið. Með þessu samkomulagi hefur verkalýðurinn fengið framgengt ýmsum miklum á- hugamálum sínum, sem áhrif hafa á hag hinna lægst launuðu. Ber húsnæðismálin þar hæst, en á því sviði hefur samstarf ríkisstjórnar og verkalýðs leitt til þýð- ingarmikilla nýjunga, sem mikil áhrif hafa haft á íbúðabyggingar. Til þess að meta rétt þessa sögulegu þróun verður að líta aftur til ársins 1955. Þá kom til stórátaka milli verkalýðs og atvinnurekenda, enda hafði verðbólga verið mikil. Þá sat ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. í stað þess að taka að sér hlut verk sáttasemjara og greiða fyrir samkomulagi, sner- ist stjórnin gegn verkalýðnum. Var haldið fram þeirri kenningu, að kaupskrúfa væri aðalorsök verðbólgunn- ar, og þyrftu verkalýðsfélögin að „tapa verkfalli“. Þá mundi skaplegar ganga í framtíðinni. Þessi stefna leiddi til einhverra mestu verkfalls- átaka í sögu þjóðarinnar. Þúsundir manna og kvenna lögðu niður störf og fylktu liði til varnar réttindum sínum, og tjón af vinnustöðvuninni nam stórfé. Alþýðuflokkurinn var þá utan ríkisstjórnar, og féll hlutverk sáttasemjara ekki sízt á Emil Jónsson. Hann lagði fram hugmyndina um atvinnuleysistrygging- ar, sem leysti málið. Þar með var la’gður grundvöllur að þeim tryggingum sem 'að vísu hefur lítið reynt á vegna nógrar atvinnu, en sjóðir þeirra hafa reynzt þýðingarmikill aflgjafi með lánum tif margra þeirra framkvæmda, sem hafa tryggt öllum vinnu undan- \ farin ár. Sagan frá 1955 sýnir, hvað gerist ef ríkisvaldið og verkalýðurinn standa á öndverðum meiði. Þjóðin í heild bíður tjón. Til skamms tíma hefur flokkapólitík haft mikil á- hrif á þessi mál. Allir flokkar’hafa nú nokkur áhrif innan verkalýðssamt-akanna. Skammsýnir menn hafa talið sjálfsagt að beita verkfallsvopninu gegn ríkis- stjórnum, sem þeim eru andstæðar í flokkadeilum. Hefur oft kveðið rammt að þessu, og er þetta einhver skaðlegasti þáttur íslenzkra verkalýðsmála, sem sýnir mikinn vanþroska. Það er fráleitt, að allir stjórn arandstæðingar eigi að geta beitt verkalýðsfélögum gegn öllum ríkisstjórnum til að stytta valdadaga þeirra. Til þess skollaleiks er verkfallsvopnið alltof dýrmætt. Hugsanlegt er að sjálfsögðu, að verkalýðs- hreyfingin neyðist til að verja hendur sínar, en þá verður vopnið að vera beitt, en má ekki vera deigt 'af óhyggilegri ofnotkun. Góð sambúð ríkisstjórnar og verkalýðshreyfingar er eitt hið verðmætasta, sem unnizt hefur á síðustu árum. Þetta samstarf hefur fært verkalýðnum mik- inn ávinning, og hafa leiðtogar samtakanna margir við urkennt það, þótt þeir séu ekki pólitískir stuðnings- menn stjórnarinnar. Það er mikilsvert fyrir þjóðina í heild, að þetta samstarf haldist og íslandi verði í framtíðinni jafnan stjórnað MEÐ verkalýðshreyfingunni en ekki Á MÓTI henni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.