Alþýðublaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 1. maí 1967 Vertíðarlíf í Leiru gerðar, synjaði Guðmundi um kvenkostinn og ;hótaði sjálfum sér hroðalegu lífláti, ef hans orð væru virt að vettugi. Guðmundur gerðist samt fastur heimilismað- ur í Vesturkoti oig naut Þorgerð- ar lá stopulum launfundum og batt órjúfandi tryggð við heimil- ið að undanskildum Eggerti. Þeir töluðust aldrei við og litu óhýru auga hvor til annars, en ef þeir hittust í göngum, hvæstu þeir lágt hvor að öðrum; að öðru leyti áttust þeir ekki illt við. Guðmundur fór norður I Húnavatnssýslu á sumrum og var í kaupavinnu um sláttinn hjá stórhændum í Miðfirðinum. Hann hafði oft verkstjórn á hendi við heyannir. Hann var vel greindur og veðurglöggur svo af bar; forðaði liann oft heyi frá stórrigningum, þegar aðrir uggðu .ekki að sér. Hann var hinn vandaðasti maður á allan hátt, orðheldinn, hjálp- samur við vini, kunningja og vandamenn sína, ef þá rak í nauðir. Þorsteinn Eggertsson mat Guðmund mikils og leyfði honum að hafa hlutamann yfir vetrarvertíðina á áttahring sín- um, svo að honum græddist nokkurt fé, sem hann hafði á vöxtum í Landsbankanum. Guð- mundur var árrisuil mjög. Hann fór alltaf á fætur kl. 5 að morgni, hvort sem hann var i sveit eða við sjó. Á vetrarvertíðinni var það hans fyrsta verk, er hann var klæddur, að ganga með fjör- unni fyrir Gufuskálalandi, því að eitt sinn hafði hann hlotið happ í höndur, er hann fann stóra ámu í flæðarmálinu. Tunn- an var svo þung, að hann gat með naumindum komið henni upp á fjörukampinn. En bráð- lega dxúfu að honum menn, sem höfðu mikinn áhuga á því, að kynna sér innihald ámunnar. Var Þá sóttur nafar og borað gat á ílátið, en þegar var búið að opna æðina, bunaði úr henni rauð- leitur vökvi, sem Guðmundur taldi sér skylt sem finnanda að bragða fyrstur á; því fylgdi samt nokkur lífshætta, ef mjöðurinn væri eitraður. Þegar hann hafði kannað bragðið með linlegu smjatti og útumsleikjum til málamynda, sagði hann, að ekki væri um að villast, að sætsaft væri í tunnunni, sömu tegund- ar og Duus seldi í Keflavík. Var þá hvert mannsbarn úr hverfinu komið á vettvang; vildu allir fá að bragða á miðinum, úr því að . hann var hættuiaus. Var þá lát- inn renna vænn slurkur í lítið austurtrog, sem var ákveðinn skammtur handa hverjum einum, jafnt börnum sem fullorðnum. Þegar allir höfðu drukkið úr trogíinu, krafðist Gufuskála- bóndi þess, að tunnunni væri velt inn í hjall, sém hann átti þar í grenndinni, því að hann ætti vogrekið, en um björgunar- laun myndi hann semja við Guðmund. Allir, sem höfðu drukkið úr troginu, fundu not- lega kennd fara um líkama og sái, en tvo drengi á sjötta og sjöunda ári varð að bera heim til bæjar, því að þeir gátu ekki á fótum staðið og voru ósjálf- bjarga. Þeir höfðu drukkið sinn skammt úr troginu eins og full- orðna fólkið. Eftir þetta brá Guðmundur aldrei þeim vana að ganga með Gufuskálafjöru jafnskjótt og hann var klæddur að morgnin- um, en aldrei fann hann aðra tunnu eða neitt fémæti, svo að menn vissu. Ég var útgerðarmaður hjá Guðmundi tvær vertíðir og átti beztu vist hjá honum og þekkti hann að öllu góðu. Þriðji lausamaðurinn í Vest- urkoti hét Eiríkur, bróðir Þóru, móður Þorsteins formanns. Hann var stór vexti og eflaust mikill kraftamaður á sínum manndóms- árum. Við Eiríkur rérum á sama boi'ð á áttaliringnum. Hann fór sparlega með krafta sína á gam- alsaldri, nær sjötugur að árum. Þó gat liann orðið hamrammur við árina, ef mikið lá við. Við Eiríkur skröfuðum margt saman: Hann sagðist hafa verið óreglu- samur fram á fimmtugs' aldur, drukkið sig stundum hálffullan og brúkað neftóbak í óhófi, látið það á handarbakið svo tóbaks- hrönnin náði frá hnúfum að úln- lið, enda hefði sér lítið orðið við hendur fast. Þegar hann var hátt á fimmtugs aldri sagði hann að Þói'a systir sín hefði skotið að sér: Ef þú Eiríkur eyðir jafn- óðum öllu, sem þú vinnur þér inn, endar það með því, að þú átt ekki fyrir útför þinni, þegar þú fellur frá. Þá sagðist hann hafa vaknað frá ljótum draumi: hætt að kaupa brennivín, farið að stúta sig á neftóbaksbaukn- um og borðað brauðmat og aðra lúxusfæðu í hófi, en neytt soðn- ingarinnar óspart, þegar vel afl- aðist. í byrjun vetrarvertíðar keypti Eiríkur tvö pund af súru smjöri austan úr Biskupstungum. Smjörinu drap hann í ferkantað- an stokk, sem hafði fast aðsetur á matarkofforti, sem var við rúm stokk hans. Þegar hann borðaði brauð eða annan þurran mat, skóf hann smjörið í kassanum með mikilli varfærni, svo lítil eða engin verksummerki sáust. í vertíðarlok sýndi hann mér í smjörkassann; voru þá drjúgar fyrningar við annan gafl í stokkn- um. En í augum gamla manns- ins Ijómaði sigurbros. í Vesturkoti var lítill bóka- kostur. Þó átti Þorsteinn for- maður Vídalíns postillu og slitur af sálmabók. Húslestrar voru ekki tíðkaðir, en sjóferðabæn við útróður úr Gufuskálavör lát- in duga ásamt heiðarlegu dag- fari. Eiríkur lausamaður átti þó tvær bækur: Önnur bókin var Biblían, óbundin, en þó í sæmi- legu ástandi. Hin bókin var Þjalar-.Tóns saga. Eiríkur sagði, að Guðmundur kíkir hefði skjal- að inn á sig Bibliunni fyrir eina silfurkrónu, en Guðmundur dúllari hefði séð hjá. sér bókina og fullyrt, að Kíkir heföi. fengið hana fyrir fimmtíu aura, enda sagði Guðmundur dúllari, að Guðmundur kíkir væri ræfill. Þeir voru oft á ferð á Suður- nesjum á vertíðinni og borðuðu soðningu með beztu lyst. Þótt Eiríkur bæri innst f hjai'ta sínu nokkurn kala til Guðmundar kíkis fyrir snuðirí, bók og las oft í henni í land- legum. Hann mat Salamon kon- ung mest allra manna vegna at- orku og efnalegs sjálfstæðis. — Hann sagði, að Salamon hefði verið einn sá mesti aflamaður, sem sögur færu af, því að mikla soðningu hefði hann þurft fyrir sitt stóra heimili; auk margra hermanna og húskarla átti hann mörg hundruð konur og þar af leiðandi var barnafjöldi ærinn, því að Salamon var réttlátur konungur og skyldurækinn og vanrækti enga sína eiginkonu. Gestagangur var líka mikill hjá Salamon. Drottningin af Saba heimsótti hann með miklu föru- neyti og settist þar upp í marga mánuði. En Salamon var gést- risinn og hélt henni stórveizlu á hverjum degi, en skemmti þótti honum vænt um hina helgu henni einslega um nætur, þegar hann hafði tíma til. Svo vai’ð drottningin vanfær og þegar hún var komin langt á leið, hélt hún heimleiðis og ól tvíbura á rétt- um tíma, það voru drengir, sem urðu með fullorðins aldri hinir mestu afreksmenn. Annar þeirra var Úlfar sterki, sem rímur hafa verið kveðnar um. Úlfar var hinn mesti bardagamaður. Hon- um þótti seinlegt að drepa rnenn ‘í stórorrustum með sverðum og smáspjótum, svo hann tók sér stóran símastaur í hönd og drap mannmargar óvinaher- sveitir eins og flugur með fáurn höggum. Frá þessum atburðum sagði Eiríkur að biblían skýrði ekki, en hann sagði, að fróður sjómaður ofan úr Kjós hefði sagt sér það nákvæmlega. Þjalar-Jóns sögu hafði Eiríkur keypt fyrir fimmtíu aura. Það taldi hann hafa verið sann- gjarnt verð, því oft hefði sú merka bók skemmt sér og svo væri alltaf uppörvandi að lesa sögur af frægum mönnum. Þjalar-Jón var fæddur og upp- alinn norðan Mundíufjalla. Hann varð með fullorðins aldri hinn mesti afreks og framkvæmda- maður. Að náttúrufari var hann hagur mjög, einkum á stórsmíð- ar. Víravirki og smáföndur fékkst hann ekki við. Hann þurfti oft að fara um fjöilin til mann- drápa og annarra nauðsynlegra erinda, en fjöllin voru torsótt yfirferðar og tafsamt að komast leiðar sinnar um gil og klungur. Jón vildi ráða bót á þessu og hugði á vegabætur. Hann fór í smiðju sína, lagði nokkur tonn af kolum á smiðjuaflinn og kveikti vænan kolaeld. Svo smíð- aði hann þjöl, sem var við hans hæfi. Síðan fór hann með þjöl- ina upp í fjöllin og svarf niður hæstu fjallatinda, og stór kletta- fjöll, sópaði með höndum og fótum grjótsvarfinu ofan í gil og skorninga, svo þar varð breið- ur og rennisléttur þjóðvegur, sem áður var ófært nema há- fleygum fuglum. Ekki mun Eiríkur alltaf hafa átt góða ævi áður en hann kom til frændfólks síns í Vesturkoti. Þegar hann var að verða átt- ræður snelluðu aðkomusjómenn, sem þá voi-u í Vesturkoti, afmæl- isdaginn, og mæltust til þess að hann héldi smáveizlu. Én Eiríkur þrætti fyrir afmælið og kvaðst ekki vera nema sjötíu og átta ára gamall. Ekkj vildu veizlu- beiðendur fallast á það og þóft- ust hafa sannspurt áttræðis-ald- ur hans. Eiríkur sagði þá, að það mætti kannski kalla það svo, ef með væru talin þau tvö ár sem hann hefði verið í Hrúðurnesi, en það taldi hann óþarft og á- stæðulaust. Eiríkur átti sjóhús úr timbri í grennd við bátavörina. Það var ekki mjög lítið og virðulegt að því leyti, að það var með bröttu og háu risi í stíl við dönsku verzlunarhúsin á átjándu og nítjándu öld. Á jarðhæð var góð geymsla afþiljuð, en öðrum meg- in rimlahjallur, þar hengdi Ei- ríkur til þurrks þyrsklingsfisk, sem hann aflaði að haustinu, og nokkur bönd af lúðurykling; það hnossgæti naslaði'hann á hátíð- um og tyllidögum. í sjóhúsinu var loft með vænum hlera yfir lúgugati. Fáir vissu hvað hann geymdi á þessum loftfjölum, því að þangað mun hann vart hafa hleypt nokkrum manni eftir að húsið var fullbyggt. Eitt sinn bað ég Eirík að lofa mér að sjá inn í sjóhúsloftið. Þá var vin- skapur okkar í hámarki, því að ég hafði tekið af honum erfiði í andófsróðri, svo hann þurfti varla að bera ár á borði, en gat dundað við að leysa upp skinn- brók sína, kastað af sér vatni útbyrðis og tekið í npfið með hægð og varasemi, svo að ekk- ert tóbakskorn fór til spillis. — Ekki var mér mjög hugleikið að sjá gersemar Eiríks í loftinu, en mér þótti metnaður í því, að hann sýndi mér fyllra traust en öðrum. Ekki vildi hann, að nokkur manneskja á heimilinu fengi pata af för okkar í sjóhúsið og höfðum við hana í hvíslingum og launmálum. Við fórum sitt 7 í hvoru lagi ofan að sjóhúsinu einn iandlegudag og mættumst þar eins og af tilviljun. Hann leit í allar áttir eftir mannaferð- um, en þegar engin sála sást á næstu stráum, tók hann lykil úr vasa sínum, stakk honum í hengilásinn, sem var í keng, sem gekk í gegnum væna járnhespu, opnaði hurðina og leyfði mér að fylgja sér eftir inn í musterið. Ekki voru þar neinar gulltöflui* að sjá, en á gólfinu ægði sam- an kaðaldrasli, nýjum og göml- um netadræsum, járnarusli, grút- arkjöggum, kassabrotum og öði'- um ófögnuði. Mjór og veikbyggð- ur hænsnastigi lá upp i loftið. Eirikur gekk upp stigann, en bauð mér að bíða þar til hann væri kominn upp á loftið, því stiginn væri orðinn gamall og feyskinn og þyldi ekki tveggja manna þunga. Þegar hann var kominn upp á loftfjalirnar sagði hann, að ég skyldi koma á eft- ir sér. Þegar ég var kominn hálfur upp úr stiganum, sagði hann, að lengra þyrfti ég ekki að fara, því að nú gæti ég séð um allt loftið. Þarna var margt að sjá, af ýmsu tagi, svo sem gamlar og gatslitnar sjóbrækur, sumar úr nautsleðri, aðrar úr sauðskinn- um. Þær voru eins og múmíur, sem höfðu Jokið lífssti'íði fyrix' öldum. Þar voru líka fisklóðir í stokkum, sumar með kolryðguð- um önglum og aðrar, sem aldr- ei höfðu verið lagðar í sjó. — Fatalarfar útslitnir liéngu á sperrum og var að þeim lítil prýði. Á miðju gólfi var lítil kjöttunna, því að Eiríkur keypti á hverju hausti kindakjöt, sem Þorgerður ráðskona í Vesturkoti sauð fyrir hann á kjötneyzlu- dögum, en það var einu sinni í viku liverri. Við annan gafl var koffort, sem Ehíkur settist á meðan ég renndi sjónum yfir margháttaðan eigindóm í loftinu. Á gaflhlaðinu annars vegai-, hékk gamall og vii'ðulegur kven- söðull með tilheyrandi reiða og tveimur gjörðum. Þetta var hár bríkarsöðull eins og þeir gerð- ust fyrirferðar mestir í byrjun nítjándu aldar. Söðullinn var lát- únsdrifinn mjög og að því leyti ónumin málmnáma. Á svipstundu flaug í gegnum huga minn óljós skynjun á for- tíð Eiríks, þegar hann var ung- ur maður, gjörvulegur á velli, ekki ólaglegur og að því leyti kvennagull: Hefurðu verið í sveit, Eirík- ur, sagði ég ísmeygilega? — Það er löngu liðinn tími, sem við skulum ekki tala unx. Svo tók hann strigalepp og þurrkaði ryk af látúnsskrauti söðulsins. Ég skynjaði, að Eirík- ur vildi, að þessari áheyrn og heimsókn í hans siklingssal væri þegar lokið, svo að ég hypjaði mig ofan stigann, en hann kóm á eftir. Við gengum þegjandi heimleiðis. Ég vildi ekki vera að grugga neitt upp í fortíð hans, en gerði mér í hugarlund, að þegar hann var ungur mað- ur hafi hann verið í kaupavinnu annað hvort norður í landi eða uppsveitum austanfjalls og náð ástum ungrar heimasætu og ætl- Frh. á bls. 15,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.