Alþýðublaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 15
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1. maí 1967 Vertíðarlíf Frh. af bls. 7. að að gefa henni söðulinn í brúðargjöf. En svo hefur hann fengið uppsagnarbréf um vetur- inn, því hún gat ekki haldið út karlmannsleysi marga mánuði þegar hann var við sjó, og fékk sér annan til þess að seðja sitt gráðuga hold í skammdeginu. Fyrri vertíð mína í Vesturkoti voru þrír útgerðarmenn hjá Þor- steini Eggertssyni: Ólafur Hall- dórsson, Húnvetningur, sem hafði verið samfylgdarmaður minn suður, Guðjón Árnason og Guðjón Einarsson, báðir Fljóts- hlíðingar. Allir voru þessir menn hinir beztu félagar, glaðlyndir og skemmtilegir í allri viðkynn- ingu. Guðjón Einarsson hafði verið samvistum við Jón söðla, sem var frægur fyrir sína úti- legumanna-trú. Hann sótti um tvö hundruð króna styrk úr landssjóði til þess að vopnbúa sveit hraustra manna, sem hann ætlaði sjálfur að vera foringi fyrir, en hún átti að ráðast gegn Kol í Köldukvíslarbotnum, sem Jón taldi vera liinn mesta skað- vald í fjöllunum. Kolur var liinn mesti galdrahundur og ekki mjög frómur, því að hann stal afréttarfénaði eftir þörfum sín- um og lifði ekki spart með hyski sínu. Hann smalaði fjöllin alla leið norður til Bárðardals og slátraði fjölda fjár á hverju hausti, enda voru fjárheimtur slæmar hjá bændum. Kolur dró að sér kaupstaðavöru bæði úr Réykjavik og Hafnarfirði. Þá hafði hann á sér hulinshjálm svo hann varð ekki séður af búð- arfólki. Þessar nauðsynjar flutti hann á gandreiðum austur í Köldukvíslarbotna og var fljótur í ferðum. Kolur var fjölkunnug- ur mjög eins og áður er sagt, og gat gert mönnum missýning- ar, þegar hann vildi, enda ótt- aðist hann ekki byggðamenn, þó hann gerði þeim margan skaða. Þó stóð lionum nokkur geigur af Jóni söðla. Kolur sendi hon- um oft mannskæöa púka og upp- vakninga, en þeir unnu ekki á Jóni, því hann bar alltaf á sér draugavarnir, sem var púði al- settur nálaroddum, sem hanrl hafði í bandi um hálsinn. Púð- ann hafði hann nótt og dag á brjóstinu. Náloddarnir sneru all- ir út og þótti púkum Kols þeir ekki árennilegir, enda voru þeir magnaðir og hertir í seyddri fít- onsolíu. Jón sá mest vandkvæði að búa árásarlið sitt nothæfum vopnum. Þess vegna fór hann í forngripa- safnið og hugðist fá þar lánuð 'gömul sverð og spjót, sem hvergi næmu í höggi staðar. En þegar til kom, leizt honum þessi gömlu áhöld ekki líkleg til mannvíga, því að þetta voru þá skörðóttar ryðskófir að engu nýtandi. Þá fór hann til frægra járnsmiða í Reykjavík. Þeir tóku mála- leitun Jóns vel og kváðust geta smíðað liin bitrustu vopn úr harðstáli, en þau myndu verða dýr, því seyða þyrfti til þeirra ýmsar náttúrur, því að Kol í Köldukvíslarbotnum bitu ekki algeng vopn. T. d. var þýðingar- • iaust að skjöta á hánn úr byss- um, því hann kunni lag á því að taka á móti selahöglum og renni- lóðum eins og slikkirii og skyrpa því til baka með þeim krafti, að drap menn og skepnur, sem fyr- ir urðu. Járnsmiðirnir sögðu, að umfram allt þyrfti að herða bit- vopn, sem ynnu á Kol, í volgu mannsblóði, en það væri dýrt og torfengið. Um þær mundir varð Jón fyrir vonbrigðum: Al- þingi synjaði honúm um tvö íst hönum sárlega síngirni og smásálarskapur þingmanna, því að mikill fjárhagslegur ávinn- ingur hefði verið að ráða Kol af dögum og láta greipar sópa um eignir hans, sem voru einkum gull og silfur, sem hann geymdi í stórum kistum, líkum korn- byrðum í laginu. Guðjón Einarsson sagði, að Jón söðli hefði á gamals aldri verið athyglisverður persónu- leiki: Mikill vexti, andlitið frítt og greindarlegt, svipurinn og málrómurinn mikill og sterkur. Hann svaf alltaf allsnakinn, eins og siður var margra á 19. öld. Hann var hærður mjög á baki og brjósti, og mátti greina, að hárafarið myndaði kross beggja megin; það taldi Jón sína beztu vörn ásamt nálapúðanum, gegn galdrasendingum frá Kol í Köldukvíslarbotnum. Jón hafði um skeið verið fylgdarmaður Morrisar hins brezka, sem ferð- aðist allmikið hérlendis og var íslands vinur. Morris var hinn merkasti maður. Hann mat Jón söðla mikils. Jón kunni nokkuð að mæla á enska tungu og tókst með þeim órjúfandi vinátta. Þegar Morris hætti ferðum sín- um til íslands gleymdi hann ekki Jóni, en sendi honum ár- lega peningafúlgu. í erfðaskrá, sem hann lét eftir sig, ánafn- aði hann honum sömu upphæð sem ekkja hans sendi skilvíslega á hverju ári. Jón sörli styrkti Þorstein Erlingsson skáld til náms eftir getu. Þorsteinn orti fagurt kvæði til ekkju Morrisar undir nafni Jóns. Oft voru fræðandi og skemmti legar samræður milli okkar sjó- manna í Vesturkoti. Hefði Max- im Gorki verið einn af oss, — mundi hann hafa kallað okkar félagslíf sína háskóla. Eiríkur gamli tók lifandi þátt í samræð- um og setti oft út langar tölur um ýmisleg málefni. Guðmund- ur lausamaður, húsbóndi minn, var að jafnaði fámæltur, en gat þó orðið ákafur, ef hann tók til máls. Hann var ráðríkur að eðlisfari. Þegar hann á stundum átti örðugt með að festa trúnað á frásögnum Eiríks, gerði hann sig valdsmannslegan og skipaði Eiríki að þegja og vera ekki með neina helvítis þvælu. Eirík- ur steinþagnaðj, þvi hann leit mjög upp til Guðmundar og fannst sjálfsagt að hlýða hans fyrirmælum. Ég tók upp þykkj- una fyrir Eirík og skaut því að — að honum bæri ótakmarkað málfrelsi, því hann færi aðeins með óvéfengjanlegar staðreynd- ir, sem hann hefði frá sannorð- ustu mönnum. Guðmundur stóð þa upp úr sæti sínu, strunsaði fattur og nærri reigingslegur út úr liúsinu, gekk ofan að báta- vörinni og tók að fást við veið- arfæri sín eða lifrarkjagga. Ei- ríkur tók upp þráðinn að nýju og bar á borð ýmsa lífsspeki, sem hann lumaði á og var útföl. Seinni vertíðina, sem ég var í Vesturkoti, vorum við aðkomu- sjómenn, að ’tína saman föt 'ökk- ar áð morgni 11: maí, sem vár lókadagur. Við vorum eins og fUglar, sem voru að sléppa úr búri, sem við höfðum gengið við, en þráðum þó að losna úr, annað hvort til heimabyggðar eða óvissunnar, sem er óræð og heillandi. Við Guðjón Einars- son vorum að brjóta föt okkar saman og láta þau ofan í striga- poka. Eiríkur var niður við sjó eitthvað að bjástra við hrogn og lifur, sem áttu að seljast á næstu dögum. Jón gamli vafraði um gólfið í kringum okkur með eirðarleysi í svip og látbragði. Allt í einu víkur hann sér að Guðjóni, dregur upp úr buxna- vasa sínum tóbaksbaukinn óvið- jafnanlega. — Þú hefur verið mér, Guðjón minn, mestur drengur allra manna, sem ég hefi kynnzt, að undanteknum honum Þorsteini hérna, nú vil ég biðja þig að þiggja af mér baukinn, sem vott um viðurkenningu og þakklæti mitt. — Guðjón færð- ist með hægð undan því að taka við gerseminni, en þá fór gamli maðurinn að vatna músum, svo að hann tók við bauknum til fullrar eignar, en andlit Jóns gamla Ijómaði af gleði. Við Guðjón gengum ofan að báta- vörinni og kvöddum Eirík með vinsemd og virðingu, eins og hann átti skilið. Hann hafði langa ævi verið sjálfum sér nógur og lagði sjálfur á sig sparnað, sem nálgaðist skort, til þess að verða engum til baga í elli sinni. Ég hlakkaði mikið til þess frjálsræðis sem ég átti í vænd- um að vertíð lokinni, eins og aðrir sjómenn. Ég kvaddi þó allt Vesturkotsfólkið með trega, enda var það í síðasta sinn, því að ég sá það aldrei síðan. Þó ytri menning á þessu góða heimili væri á engan hátt umfram það, sem almennt gerðist á þeim tíma, þá var þetta fólk svo heið- arlegt og vandað til orðs og æð- is, að þar bar aldrei skugga á svo ég vissi. Þar ríkti óhaggan- legur friður. Mannlast eða bak- mælgi heyrðist ekki í Vesturkoti. Orðheldni og sanngirni í öllu var þessu góða fólki órjúfanlegt lögmál. Þarna var mikil spar- semi viðhöfð, þó ekki skorti mat eða sæmilegan aðbúnað. Ekki var borizt á á heinn hátt, fatn- aður alls heimilisfólksins gróf- ur en sterkur, ætlaður til langr- ar endingar. Lausamennirnir bættu föt sín sjálfir og heldur ósnyrtilega. Þorgerður gerði að fatnaði hins heimilisfólksins, fór litlu betur á því. Ekki vissi ég til, að til væri nein saumavél á heimilinu, svo að öll fatviðgerð var unnin í höndum. Þorgerður ráðskona var hreinlát, matbjó vel og þvoði þvotta af mikilli vandvirkni, sem var ærið verk á vertíðinni, enda féll henni varla verk úr hendi. Ég heyrði sagt, að Vesturkots- fólk allt, að undanteknum Jóni gamla og gamalmennunum Egg- erti og Þóru, ætti peninga-inn- stæðu í Landsbankanum; er lík- legt að það hafi verið satt. Þetta sparifé var ellitryggingasjóður, en þó einkum ætlaður til þess að mæta útfararkostnaði, þegar eigándinn félli frá, því að þá fjölluðu vandalausir menn um fjármunina. í athafnalausri elli 15 var aftur á móti unnt að komast langt með sparnaði og Tengf var hægt að herða sultarólina. Það má því ætla, að þetta trausta og heiðvirða fólk hafi á meðan kraftar entust verið lengstum að vinna fyrir útför sinni, því að umfram allt vildi það vera sjálfbjarga og engum til þyngsla, hvorki lífs eða lið- ið. Starfsstúlknafélagjð SÓKN minnir félaga sína á að fjölmenna í kröfugönguna og taka þátt í öðrum hátíðahöldum dagsins. GLEÐILEGA HATÍÐ! Sendum íslenzku verkafólki beztu árnaðaróskir í tilefni 1. maí. Vélsmsðja Tálknafjaréar hf. hundruð króna styrkinn. Gramd- viljugir inn í og sætt okkur vel

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.