Alþýðublaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 8
8 1. maí 1967 ALÞÝ8UBLAÐI0 Sendum öllu vinnandi fólki til sjávar og sveita beztu árnaöaróskir í tilefni dagsins. Kaupfélag Hafnfirðinga F'iytjum félagsmönnum okkar og öllum launþegum beztu árnaðaróskir í tilefni 1. maí. Sveinafélag húsgagnasmiöa SÆNSK - ÍSLENZKA FRYSTIHÚSIÐ sendir starfsfólki sínu og öllu verkafólki árnaðaróskir í tilefni 1. maí. Sveinafélag húsgag nabólstrara hvetur alla félagsmenn sína til almennrar þátttöku í hátíðahöldunum 1. maí. GLEÐILEGAHATÍÐ! Komarovs Frh. af 4. síðu. vakt á húsþökunum. Flugvélarn- ar gerðu hverja árásina á fætur annarri. Við vorum ekki lengi að finna út, hvernig átti að gera í- kveikjusprengjur óskaðlegar. Við hentum kannski hinum litlu, lúmsku hlutum niður á götuna, þar sem hinir eldri kæfðu þá með sandi eða vatni. Við vorum aldir upp á þeim tíma, er ihvern einasta dreng dreymdi um að verða herflug- maður. Og einn góðan veðurdag gekk sá orðrómur um meðal drengjanna í borginni, að einka- skóli fyrir herflugmenn tæki nem endur. Ég hafði ekki enn tekið loka- prófið í sjöunda bekk, en samt sem áður ákvað ég að reyna við inntökuprófið. Ég hafði góðar einkunnir í öllum fögum og um leið og ég hafði tekið lokaprófið í skólanum og verið undir læknis- hendi, var ég skrifaður inn í flug- skólann. Rétt eftir að ég byrjaði í skól- anum var ég fluttur til Síberíu. Veran í flugskólanum var ekki eingöngu bundin við menntun. Oft var unnið við skógræktaitstöitf. Við hjuggum brenni til skólans og hjálpuðum einnig til við að út- vega bænum eldsneyti. Við komum aftur til skólans og settumst í níunda bekk í byrjun ársins 1944, og okkar fyrsta verk var að endurbæta skólann; rýma til, gera hreint og mála veggi og skólaborð. Hernaðarástand ríkti enn í Moskvu. Næturvaktirnar héldu á- fram. En flugvélarnar flugu ekki lengur yfir borginni. Herinn okk- ar brauzt áfram til vesturs og vann hvern sigurinn á fætur öðr- um. Nú nálgaðist lokaprófið í einka- skólanum o^g við biðum spenntir: Kæmist maður á flugnámskeiðið? Við vissum hve ströng nefndin var í því að velja flugmenn. Fram- tíð mín var ráðin, ég var útnefnd- ur lærður flugmaður og eftir nám- ið í verkfræðiháskólanum var ég orðinn reynsluflugmaður. Ég var samt viss um, að ég mundi ekki komast í stríðið gegn Þjóðverj- um, því sigurinn var í nánd. Enginn Sovétborgari af minni kynslóð og þeirri eldri mun nokk- urn tíma gleyma 9. maí 1945. Hver einasti Moskvuborgari, sem mátt hafði til var þá úti á götu. Það árið lauk ég við einkaskól- ann. Nú gat ég farið að fljúga í fyrsta skipti. Ég minnist kennara míns, Feorgij Molodtsov, með mik illi virðingu, en hann gerði mig að reglulegum flugmanni. Um svipað leyti og ég lauk við skólann, dó mamma. Það var þung sorg bæði fyrir pabba ög mig. Mamma hafði verið einkar alúð- leg í uppvexti mínum. Hún hafði stutt mig mikið í þeim draumi að gerast flugmaður, þegar það leit sem vonlausast út, og nú 'átti hún ekki að fá að lifa þann dag, er sá draumur rættist. Við skiptumst á um að halda Við vorum reyndar fleiri, sem lukum prófi við flugskólann sam- tímis og tókum þegar til starfa. Við héldum .áfram við flugnámið Framhald á 10. síðu. Sjómannafélag HafnatfjarBar IVIætiÖ öll á útifuredinum GLEÐILEGAHÁTÍÐ! Sendum öllum launþegum beztu árnaðaróskir í tilefni af 1. maí. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur ísbjörninn h.f' sendir starfsfólki sínu, svo og öllu verkafólki til lands og sjávar hjartanlegar hamingjuóskir á hátíðisdaginn . mai. ísbjorninn h.f’

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.