Alþýðublaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 10
1. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Mjólkurfræðingafélag íslands óskar ölium launþegum til hamingju með 1. maí. Mál og menning flytur íslenzkum verkalýð hamingjuóskir í tilefni dagsins. GLEÐILEGA H ÁT I Ð I' Trésmiðafélag Reykjavíkur hvetur meðlimi sína til að taka þátt í hátíðahöldum dagsins, kröfugöngunni og útifundinum. STJÓRNIN. Komarovs Sendum félagsmönnum og launþegum um land allt árnaðaróskir í tilefni 1. maí Félag bifvélavirkja Framhald af 8. síðu. stóð enn draumurinn um að halda áfram náminu. Ég sótti um upp- töku, tók inntökupróf og stóðst það. Og þá byrjaði námið fyrir alvöru. Það var næstum af tilviljun að ég hitti Valja, sem átti að verða konan mín. En eftir að við hitt- um hvort annað í fyrsta skipti urðum við óaðskiljanleg, og brátt kom að því, að við giftum okkur. 1951 fæddist sonur okkar, Jev- genij — hann er nú næstum orð- inn fullvaxta. 1958 fæddist svo dóttir okkar, Irina, og hún dafn- ar einnig vel og er nú byrjuð í skóla . . . en hvað tíminn líður fljótt. Við skulum ekki gleyma því, að konan mín hafði einnig sitt n'ám að sækja og er nú bókavörð- ur. Hvað sjálfum mér viðvíkur var það stöðugt ósk mín á meðan ég var í verkfræðiháskólanum að fá leyfi til að fljúga. Námið gekk vel og ég þurfti ekki að óttast að ég drægist aftur úr, jafnvel þó ég gerði hlé á námi mínu meðan ég var að læra að fljúga. 1959, þegar ég var í þann mund að ljúka við háskólann, kallaði kennarinn mig fyrir sig oig sagði: — Þér eigið ennþá þá ósk heit- asta að fljúga. Það er möguleiki að þér getið fengið atvinnu á sér- stöku landssvæði, jafnvel þó að það sé ekki leyfilegt undir venju- legum kringumstæðum. Takið þessa adressu og þar getið þér fengið svör við öllu. Á þennan hátt var ég valinn í hóp geimfara. Þegar ég fann hið umtalað heimilisfang, tók á móti mér liðsforingi, ungur maður með elskulegt bros, meðalhár og þétt- vaxinp. Með honum var höfuðs- maður. Höfuðsmaðurinn útskýrði fyrir mér margt, sem að gagni mætti koma og það kom sér vel, að hann vissi deiii á öllu. Við kynnt- um okkur. Liðsforinginn hét Jurij Gagarin og höfuðsmaðurinn hét Pavel Popovitsj. 12. október 1964 var geimskipið Voskhod senf upp með kraftmik- illi eldflaug. Um borð .í geim- skipinu voru vísindamaðurinn Konstantin Feoktistov og læknir- inn Boris Jegorov, en stjórn geim- farsins var falin mér í hendur. Voskhod fór 16 hringi umhverfis jörðu og lenti,13. október eftir vel heppnaða geimför. Voskhod var á vissan hátt öðru- vísi en sputnikarnir, sem geim- farafélagar okkar höfðu farið í áð- ur. Við vorum fyrstir til að ferð- ast í geimfari, án þess að nota geimbúninga. í Voskhod voru vara bremsur til öryggis við lending- una. í fyrsta skipti um borð í geimskipi á ferð, tóku læknir og vísindamaður saman þátt í stjörnu athugunum. Áhöfnin framfylgdi því sem átti að gera út í yztu æsar og Vosk- hod framkvæmdi hina fyrstu mjúku lendingu. Ferðin var sama sem engin á igeimfarinu um leið og það var að lenda. Ég hef hug á að fara í aðra geimferð, ef markmiðið er að not- færa sér himingeiminn til gagns fyrir mannkynið. A.S.B. félag afgreiöslustúlkna í brauð- og mjólkurbúðum sendir félagskonum árnaðaróskir í tilefni 1. maí. Bifreiðastjórafélagið FRAMI sendir meðlimum sínum og öllu vinnandi fólki beztu árnaðaróskir í tilefni 1. maí. Járnsmiðir Fjölmennum í kröfugöngu verkalýðsfélaganna í Reykjavík og á útifundinn. GLEÐILEGAHATÍÐ! Félag járniðnaðarmanna Málarafélag Reykjavíkur sendir félagsmnnum sínum og öllum launþegum beztu árnaðaróskir í tilefni 1. maí.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.