Alþýðublaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 13
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 1. maí 1967 13 Óleyst vandamál BARNAVINNAN Enda þótt ánægjulegast sé að nota 1. maí til aff minnast liðinna sigra og áfanga í baráttunni, er eirtnig rétt aff minn- ast ósigra og óleystra verkefna. í þeim dálki er vinna barna og unglinga sem notuff er hér á landi í svo ríkum mæli, aff útlendingum þykir furð'u gegna, er þeir bera saman viff lög og reglur sinna heimalanda. Verkalýffshreyfingin og verkalýðs- flokkarnir á Alþingi liafa barizt mjög fyrir skynsamlegri laga_ setningu á þessu sviffi, en ekki orffiff ágegnt. Hafa þeir rekizt á harða andstöðu atvinnuveitenda, sem ekki mega sjá af vinnu krafti barnanna. Myndin aff ofan er frá uppskipun í Reykja- vík. Þar hafa kornungir drengir orðiff fyrir dauffaslysum viff uppskipunarvinnu. Verkalýffshreyfingin leggur ríka áherzlu á, að þróun þessara mála verði komiff inn á viðunandi braut. 111111 lUWMfrftWM fl i ;X.; : Steindór Steindórsson skólameistari: Tvö aldarafmæli LÖNGUM var það svo, að íslend unnar eða þeim fræðum, sem um ingar sinntu lítt skoðun náttúr- ihana fjalla. Öld eftir öld unnu íslenzkir fræðimenn afrek í bók- menntum og fornfræðivísindum, á sama tíma og telja mátti þá á fingrum annarrar handar, sem sinntu náttúrufræðum eða öðr- um raunvísindum. Og því síður vildi það til, að nokkur gerði þau fræði að höfuðlífsstarfi sínu. En á síðasta tug aldarinnar sem leið brá svo svið, að þrír íslend- ingar luku háskólaprófi í náttúru fræði, og allir löigöu þeir stund á þau fræði með þeim ágætum, að þeir hlutu fyrir doktorsnafn- bætur og urðu víðkunnir menn innan lands og utan. Svo ein- kennilega vill til, að tveir þeirra voru fæddir í sömu vikunni og eiga aldarafmæli í þessum mán- uði, en það eru: Helgi Jónsson, grasafræðingúr, fæddur 11. apr- íl, og Bjarni Sæmundsson, fiski- fræðingur, fæddur 15. apríl. Þótt þeir væru jafnaldrar og skóla- bræður og legðu báðir stund á náttúruvísindi varð starfsferill þeirra býsna ólíkur. Bjarni Sæmundsson varð kenn ari við Latínuskólann, síðar Menntaskólann í Reykjavík, þeg- ar að loknu námi. Kenndi hann þar í nær þrjá áratugi, unz hann var leystur frá störfum árið 19Í3 til þess að vinna eingöngu að vís inda- og ritstörfum, en þótt hann væri þá kominn á sextugsaldur hófst nú frjóasti starfstími ævi hans, og mátti svo heita, að ekk- ert lát yrði á þar til hann lézt 1940. Helgi Jónsson dvaldist í Kaup- mannahöfn fyrstu árin eftir að prófi hans lauk. Hann naut þau ár nokkurra rannsóknarstyrkja bæði frá íslandi og Danmörku. Þau árin var hann athafnasamur vísindamaður, en í raun réttri má segja, að vísindastarfi hans sé lokið með doklorsriti hans 1910. Eftir það var ævi hans bar átta fyrir lífinu sjálfu. íslenzka þjóðin hafði ekkert starf hon- um til handa annað en stunda- kennslu, aðallega í dönsku og reikningi. Loks varð hann fastur kennari í náttúrufræði 1921, en naut þess ekki lengi, því hann lézt 1925. Að tilteknu marki varð kennsla meginstarf þessara manna, og auk hinnar beinu kennslu varð Bjarni Sæmundsson áhrifaríkur kennari með kennslubókum sín- um í náttúrufræði og landafræði, sem notaðar hafa verið fram und ir þennan tíma, og þótt gallar séu á þeim, hafa þó ekki aðrar betri verið igerðar á voru máli. En þeirra félaga verður ekki minnzt sem kennara heldur verða það vísindastörf þeirra, sem halda minningunni um þá á lofti. Og skal þeirra nú stuttlega get- ið. Bjarni Sæmundsson er höf- undur og fáðir íslenzkrar fiski- fræði. Þegar hann hóf störf sín vissu menn sáralítið um lifnaðar- hætti og átferli íslenzkra fiska. Fyrst í stað mætti starf Bjarna litlum skilningi, en með þrot- lausri eljusemi og áhuga tókst honum að fá sjómannastétt lands ins til skilnings á starfi sínu og síðan ráðamenn þjóðarinnar. Hér yrði of langt mál, að rekja starfs- feril Bjama Sæmundssonar. Um láratugi safnaði Ihánn gögnum með þeim hætti að fara í veiði- ferðir með togurum eða öðrum veiðiskipum. Úr gögnum sinum vann hann í þeim fáu tómstund- um, sem gáfust frá annasamri kennslu, og skrifaði um niður- stöður sínar í íslenzk og erlend rit. En jafnframt því vann hann sleitulaust að því að efla og ann- ast Náttúrugripasafn íslands. Vinnudagur hans var langur, en launin þau ein að kalla, sem fólgin eru í vinnugleðinni og því að sjá árangur verka sinna. Eftir að hann hætti kennslu samdi hann hin þrjú miklu rit sín, Fisk- ana, Fuglana og Spendýrin, sem öll eru brautryðjendaverk, enda þótt Fiskana beri þar hæst. Verða þeir ætíð taldir til hinna fremstu vísindarita, sem á lenzku og um íslenzk efni hafa verið skráð. Vísindastörf Helga Jónssonar blöstu ekki eins við augum al- þjóðar. Því fór einnig fjarri að hann væri svo mikilvirkur höf- undur sem Bjarni Sæmundsson, og flest helztu rit hans eru sam- in á erlendum málum og íslenzk- um almenningi lítt kunn. Fyrstu ritgerðir hans fjölluðu um ís- lenzka gróðurfræði, voru þær allar á dönsku. Lýsti hann þar helztu gróðurlendum og flóru í ýmsum landshlutum. Margt kom þar nýtt fram, enda ekki mikið ritað um þau efni láður. Jafn- framt samdi hann alþýðlega fræðibók um grasafræði. Höfuð- Steindór Steindórsson. verkefni hans og afrek voru rann sóknir hans á þörungagróðri við strendur landsins. Samdi hann doktorsrit sitt um það efni ásamt nokkrum ritgerðum öðrum. Voru rannsóknir þær svo vel af hendi leystar, að fróðir samtímamenn töldu að svo -góð skil hefðu sæ- þörungaigróðri ekki verið gerð annars staðar við Evrópustrend- ur. Þótt ekkl séu liðnir þrír aldar fjórðungar fullir síðán þessir tveir menn hófu störf sín, hefúr furðumargt skipazt í þessum mál um til hins betri vegar. íslenzka ríkið á nú tvö hafrannsóknarskiþ í smíðum, allálitlegur hópur vis- indamanna hefur fiski- og 'haf- rannsóknir að lífsstarfi, þar sem Bjami Sæmundsson vann a@ þeim í hjáverkum án tækja eða rannsóknarstofu. Rannsóknardeild landbúnað- arins og NáttúrugripasafníÖ 'hafa nokkrum sérfróðum grasa- fræðingum á að skipa, sem eng- um störfum sinna öðrum. Og þótt gera mætti hlut ís- lenzkra náttúrurannsókna drjúg um betri en hann er, eru samt starfsskilyrði þeirra, sem nú vinna að þeim málum svo marg- falt betri en þeirra brautryðj- endanna, sem nú eiga aldaraf- mæli að fæsta hefði dreymt um slíkt um þeirra daiga. Og þáð sem ef til vill er mest um vert. Augu þjóðarinnar eru að opnast fyrir því, að þekking á náttúru landsins er grundvöllur þess, að vér fáum lifað 1 því sem menn- ingarþjóð. St. Std.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.