Alþýðublaðið - 25.05.1967, Page 13
Sími «es*
FrarssmaSiir fi
London.
(Allez France).
Spi'ens’hlægiles' «e snilldar vel
gcrS, ný, fröwsk-ensk gaman-
mynd í litum.
Robert Dhéry
Diana Dors.
Sýnd kl. 5, 7 og 9
Verefulegur
fasisml
Afburðagóð heimilðarmynd um
þýzka nazismann. Enskt tal.
Sýnd kl. 9.
hæstaréttarlögmaður
Lögfræðiskrifstofa
Sambandshúsinu 3. hæð.
Símar: 12343 og: 23338.
Allt til raflagna
Rafmagnsvörur
Heimilistæki.
Utvarps- og sjónvarps-
tæki.
RAFMAGNSVÖRU-
BÚÐIN S.F.
Suðurlandsbraut 12
Sími 81670
BÆNDUR
Nú «r rétti tíminn til að skri
vélar og tæki sem á að selja.
TRAKTORA
MÚGAVÉLAR
BLÁSARA
SLÁTTUVÉLAR
ÁMOKSTURSTÆKI
Við seljum tækin.
Bffls- ©g
Búvélasafán
v/Miklatorg, sími 23136.
BÍLAMÁLUN -
RÉIIIN6AR
BREMSXJVHIGERÐIR O. FL.
BIFREIDAVERKSTÆÐIÐ
VESTIJRÁS HF.
Súðavogi 30 — Síml 35740.
Wi—BWiiiWfii—if irrri aaiæsfarnnwwB—iwwai—g—b—b—W
Framhaldssaga eftir Nicholas Johns
FANGI ÓTTANS
- Jú.
Hervey varð náföl og það fór
hrollur um hana.
— Hvað sagði yfirlögröglu-
þjónninn?
— Heldur fátt. Þér vitið að lög
reglan er varkár í orðum. En
Maisie er á leiðinni á sjúkrahús-
ið, ég fer og lít á (hana þar. Hann
leit á skrifborðið. — Megið þér
ekki vera að því að laga hér til
áður en þér farið, Hervey?
t>að tók aðeins smástund fyrir
hana að setja spjöldin á sinn
stað í spjaldskrána. Á meðan
hugleiddi hún það, sem komið
hafði fyrir Maisie Barlow.
Það var niðamyrkur þegar hún
kom út. Fyrr um kvöldið hafði
verið tunglskin en nú var al-
skýjað. Borgin var ókunnugleg
og óhugnanieg. En það var víst
af því að hún var hrædd.
Jeppinn beið ekki eftir henni.
Chris var vanur að sækja hana.
Hún beið eftir honum smástund
og skildi ekki, hve seint hann
kom. Kannski hafði hann frétt,
hvað komið hafði fyrir Maisie
og farið á sjúkrahúsið.
Hún ákvað að fara þangað
sjálf. En hún varð að bíða næst-
um hálftíma eftir strætisvagnin-
um, sem ók að sjúkrahúsinu.
Hún spurðist fyrir og fékk að
vita, að Maisie Barlow hefði ver-
ið lögð inn fyrir hálftíma og að
Berring læknir væri hjá henni.
— Hvernig líður henni? spurði
Hervey.
— Ég get ekki svarað því.
— Má ég bíða eftir læknin-
um?
Hjúkrunarkonan leit undrandi
og forvitin á hana og hún flýtti
sér að bæta við: — Maisie Bar-
low vinnur á Dale búgarðinum
og ég á heima þar.
— Biðstofan er þarna.
Hervey fór á biðstofuna. Hún
hafði vonazt til að sjá Chris þar,
en þar var enginn. Ef hann hafði
frétt um Maisie því hafði hann
þá ekki komið til að sækja hana
eins oig hann var vanur? Vitan-
lega gat margt komið fyrir á bú-
garðinum. Ein kú átti að bera
bráðlega og einn hestanna var
með bólginn fót. Kannski hafði
Chris orðið að sækja dýralækn-
inn.
Hann hlaut að hafa tafizt. Her
vey reyndi að finna upp alls kon-
ar mögulegar og ómögulegar af-
sakanir til þess að hugsa ekki
um hið hræðilega, sem henni
hafði komið í hug.
Með miklum létti heyrði hún
rödd Berrings læknis á gangin-
um. Hún gekk til dyranna. Laékn
irinn var á förum en hún kallaði
í hann.
— Eruð þér hér, Hervey?
— Hvemig hefur Maisie það?
Hefur hún meiðzt mikið?
— Ég er hræddur um það.
— Hún deyr vonandi ekki?
— Nei, ætli hún hafi það ekki
af. Hún er sterkbyggð og hraust
stúlka.
— Gat hún sagt, hvað hafði
komið fyrir?
Læknirinn hristi höfuðið. — Lög
reglan er að reyna að fá hana
til að segja eitthvað um málið
en það var tU einskis. Hún er
meðvitundarlaus núna og verður
það áreiðanlega um sinn. Þau
gengu saman til dyra. — Ég ék
yður heim, Hervey.
— Nei.
16
— Það er engin fyrirhöfn
vina mín.
.Hún brosti. — Þér hafið lofað
að bjóða frú Berring út — mun
ið það. Og þér eruð þegar of
seinn. Ég tek strætisvagninn.
Þau gengu út á biðstöðina.
Lögreglubifreið var í þann veg
inn að aka á brott. Ljósið frá
framljósunum féll á andlit henn
ar. Svo heyrði hún að kallað var
á hana.
—• Ungfrú Galton.
—• Þetta er yfirlögregluþjónn-
inn, sagði Berring læknir. —
Hann þarf sjálfsagt að leggja fá
einar spumingar fyrir yður fyrst
hann sá yður. Maisie Barlow
vann á búgarðinum. Við sjáumst
á morgun.
Hervey stirðnaði ósjálfrátt
upp þegar Darrow yfirlögreglu-
þjónn nálgaðist. Hann var hvass
leitur og röddinn stuttaraleg.
— Hvað eruð þér að gera hér,
ungfrú Galton?
Það var fyrsta spurningin og
hún hljómaði eins og hann hefði
hana grunaða um það, sem skeð
hafði.
—■ Ég var viðstödd þegar
hringt var til læknisins.
— Einmitt! Þér þekkið auðvit
að Maisie Barlow vel?
— Hún vann á Dale búgarð
inum.
Lögregluþjónninn strauk yfir
höku sér. —- Við vitum ekki hve
lengi Maisie Barlow lá meðvit-
undarlaus á heiðinni. Það var
fjárhirðir, sem fann hana. Hún
var víst á leiðinni heim frá
vinnu þegar þetta kom fyrir.
Var hún vön að fara fótgang-
andi; heim, ungfrú Galton?
— Ég held það. Ég veit, að
hr. Manning hafði áhyggjur af
því og ég sagði henni að fá sér
hjól.
— Eða taka strætisvagn?
— Já.
Hervey leizt illa á hljóðfallið
í rödd lögregluþjónsins.
— Var hún alltaf ein, þegar
hún fór heim? spurði yfirlög-
regluþjónninn og þegar Hervey
hikaði hélt hann áfram: —
Bauðst enginn til að fylgja
henni? Einhver vinnumannanna
til dæmis.
—■ Þeir eru allir kvæntir
menn.
—• Einmitt það. Já, við fáum
meira til að fara eftir þegar hún
kemst til meðvitundar sjálf.
— Fyrir ári var álíka óró á
heiðinni, sagði Hervey. — Munið
þér eftir því, yfirlögregluþjónn?
— Já, við náðum manninum.
Við höfum ekki frétt neitt um
grunsamlega menn í nágrenn-
inu. Ég held að sá, sem réðist á
Maisie Barlow hafi þekkt hana
vel. En hún átti sjálfsagt marga
karlmenn fyrir vini.
— Ned Stokes var einn þeirra,
sagði Hervey.
— Það vitum við og sendum
mann þangað sem hann býr til
að aðgæta hvort hann gæti að-
stoðað okkur. En hann var far
inn til London. Hann skuldaði
vikuhúsaleigu. Hann leit hvasst
á Hervey. — Ég kem út á bú-
garðinn á morgun. Góða nótt
ungfrú Galton.
Angist Hervey óx eftir því
sem hún kom nær torginu. Hún
reyndi að hugsa ekki um Chris
í þessu sambandi. En svipurinn
á andliti hans kvöldlð sem hann
óttaðist nýtt minnisleysiskast og
bað hana um að læsa sig sinni,
stóð henni sifellt fyrir hugskots
sjónum.
Það tók hana heila klukku-
stund að komast heim á búgarð
inn og þegar hún kom að hlið
inu sá hún að ljós var í glugga
á baðherbergi Chris og líka í
eldhúsinu. Nýr ótti bærðist í
hjarta hennar og hana langaði
mest til að snúast á hæl og
hlaupast á brott.
Loks tók hún í sig kjark og
gekk inn fyrir hliðið. Fury hljóp
geltandi til hennar og móðir
hennar kom þjótandi út.
—• Hvar hefurður verið, Her-
vey? hrópaði hún. — Ég hef
verið svo skelfilega hrædd um
þig-
Hervey gekk inn í eldhúsið og
settist þreytulega.
—• Ég var á sjúkrahúsinu.
—• Á sjúkrahúsinu. Til hvers?
Hervey leit upp. — Hefurðu
ekki frétt það?
— Frétt hvað?
— Ekkert. Vitanlega var orð
rómurinn ekki kominn á búgarð,
sem lá svona afsíðis.
— Hvar er Chris? ’ t
Hún leit á móður sína. sen
fór að hita te. — Hann kom
fyrir tveim timum. Ég hélt haan
ætlaði að sækja þig.
—- En?
—• Hann gæti ekki kafa
gleymt því. En — hann kom
sem sagt heim fyrir tveim tím-
um og fór inn á herbergi sitt.
Ég kallaði á hsnn en hann svar
aði engu. Frú Galton tók kct
ilinn af eldinum og helltt te f
bollann. — Farðu upp og segðú
honum að fá sér te.
Hervey fann aftur til þessarar
mótþróakenndar. Hana langaði
mest til að sitja kyrr á stóln-
um. En hún varð að sigrast ð
þessum innri ótta og það var
aðeins ein leið til þess. Uppi
stóð hún um stund og hlustaðl
við dyrnar á herbergi Chris.
Þaðan heyrðist ekkert hljóð.
Hún barði að dyrum. Ekkert
svar. Þá barði hún aftur og kall-
aði: — Ertu háttaður, Chris?
Nú heyrðist rám rödd haca
fyrir innan. — Burt!
— Það er ég. Það er Hervey.
Hiín opnaði dyrnar og greip
andann á lofti þegar hann leit
við frá glugganum. — Chrisl
Röddin brást henni.
Hann starði á hana smástund
svo gekfe- hann til hennar. And
lit hans var náfölt og augun
brennandi eins og í hitasótt.
Hendur hans skulfu þegar hann
rétti þær til hennar.
— Ó, Hervey, stundi hann.
Hún tók utan um hann ofl
þrýsti honum fast að sér. Hún
fann aS hann skalf. Það leid
löng stund áður en hún máttl
mæla.
— Hvað er að ástin mín?
— Það byrjaði með Maisie
stuttu eftir að þú fórst, sagði
hann hljómlaust. — Ég fór út ð
engið og hún elti mig. Hún
reyndi að — Hervey þú hafðir
á réttu að standa í því, sem
þú sagðir um hana.
SHBR3TM1H
SseíÚBÍ 4"~ SM 23w2-27
BBliim er ðký S8S&TW.
SMJnm áXUot ttomsBkrÉt&aaMðSli
BARNADÝNUR
og RÚMDÝNUR
*
BÓLSTURIÐJAN
Freyjugötu 14, sími 12292.
25. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J.3