Alþýðublaðið - 28.05.1967, Blaðsíða 5
Sunnudags AlþýSublaSið -- 28. maí 1967
5
cfuHtuieáufS’
Ritstjóri; Benedikt Gröndaí. — Ritstjóri Sunnudagsblaðs: Kristján
Bersi Ólafsson, — Símar; 14900-14903. — Auglýsingasími 14906.
Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu., Re.ykjavik. — Rrentsmiðja
Alþýðublaðsins. Sími 14905. —‘ Askriftargjald: kr. 105,00. — í lausa-
sölu: kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
G - GG - I
MAÐUR kom. að máli við Alþýðu-
blaðið í gær. Hann sagðist hafa kosið
Alþýðubandalagið undanfarin ár. Nú
kvaðst hann vera á báðum áttum. Fram
til 1938 s-agðist hann hafa verið Alþýðu
flokksmaður. Þess vegna hefði sér nú
dottið í hug að spyrja Alþýðublaðið
spurningar, sem leitaði á sig, en hann
gæti ekki svarað, með öruggri vissu.
Hann sagði: „Ef ég kýs G-listann, þá
veit ég, hvað verður um atkvæðið mitt.
Þá verður það til stuðnings mönnum,
sem ég ekki styð. En ef ég kýs Hanni-
bal, hvort er ég þá að kjósa GG-lista
eða I-lista? Er ég að kjósa Hannibal
einan eða er ég líka að styðja þá, sem
ráða^í Alþýðubandalaginu?"
Við þessari spurningu er ekki hægt
að veita óyggjandi svar. Enginn getur
vitað, hverjum þau atkvæði koma að
gagni, sem listi Hannibals Valdimars-
sonar fær. Það fer eftir úrskurði Al-
þingis á sínum tíma. En hitt er óyggj-
andi, hvað Alþýðubandalagið vill í
þessu efni og hva-ð Hannibal Valdimars
son vill. Alþýðubandalagið vill ekki
láta eigna sér atkvæði I-listans. Ef skoð
un þess verður ofan á, falla 'atkvæði
Hannibals dauð, nema hann nái kosn-
ingu. Ef skoðun Hannibals verður of-
an á, fær Alþýðubandalagið atkvæðin,
og þá munu atkvæði I-listans hjálpa
Alþýðubandalaginu til þess að fá upp-
bótarmenn. Blað Hannibals hefur sagt,
að Geir Gunnarsson og Ragnar Arnalds
muni njóta góðs 'af atkvæðum I-listans.
Þegar gestur Alþýðublaðsins heyrði
þetta, að Hannibal legði sjálfur megin
áherzlu á, að atkvæði þau, sem honum
yrðu greidd, ættu að verða til stuðnings
Alþýðubandalaginu og færa því uppbót
arþingsæti, þá s'agði hann: „Á ég að
trúa því á hann Hannibal, loksins þeg-
ar hann yfirgefur kommúnista, að hann
vilji endilega, að atkvæðin hans hjálpi
þeim? Þetta er orðin þvílík hringavit-
leysa, 'að ég held, ég haldi mig alveg
frá þessu. Ég kýs þá hvoruga/*
Útboð
Tilboð óskast í byggingu þriggja hæða skrif-
stofu- og verzlunarhúss við Strandgötu í Hafn-
arfirði. — Útboðsgagna má vitja í skrifst. að
Austurgötu 12, Hafnarfirði, — ( gengið inn frá
Strandgötu) þriðjudaginn 30. maí 1967 gegn
kr. 2.500.00 skilatryggingu.
Nánari upplýsingar gefur ÁSGEIR BJARNA-
SON í síma 2 22 33 mánudaginn 29. maí kl.
11—13 og 18—20.
Tilboð óskast í smíði og uppsetningu innrétt-
inga í sjúkrahúsdeild Sjúkrahúss Akraness.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri
mánudaginn 29. maí 1967 gegn kr. 1000,—
skilatryggingu.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
0 BORGARTÚNI7 SlMI 10140
Aglýsingasínrti ASþýðublaðsins er 14906
.MPAíw
jÞ bih °*
þá, sem trúðu á sameinaða Ev-
rópu. Og mönnum var ljóst, að
það var ekki ágreiningurinn um
hagsmuni brezks landbúnaðar
og samveldisríkjanna, sem olli
andstöðu de Gaulle. Nei, þar
var annað og meira á bak við.
í dag er það almennt viður-
kennt, að atriði þau, sem vald-
ið hafa andstöðu de Gaulle 1963
hafi verið á sviði alþjóðastjórn-
mála. De Gaulle reiddist, er
Bretar og Bandaríkjamenn gerðu
með sér Nassausamkomulagið
svonefnda um samstarf á sviði
kjarnorkumóla. Bretar og Banda-
ríkjamenn hafa ekki viljað taka
Frakka í kjarnorkuklúbbinn og
de Gaulle hefur af þeim sökum
ekki viljað taka Breta í Efna-
hagsbandalagsklúbbinn. Og
þessi atriði eru enn óbreytt.
Bretar setja ekki eins mörg skil-
yrði nú fyrir aðild að EBE eins
og áður. Það má því búast við,
að hinar formlegu samningavið-
ræður gangi betur nú en 1961
— 1963. En það er ekki þar með
sagt, að leið Breta inn í Efna-
hagsbandalagið verði (g)reið)ii(ý
nú en áður. Ef de Gaulle heldur
fast við fyrri afstöðu sína vegna
samstöðu Breta og Bandaríkja-
manna í kjarnorkumálum er
leiðin inn í Efnahagsbandalagið
jafnlokuð og áður.
Það, sem hjálpar Bretum
nokkuð í þessu efni er eindreg-
inn sluðningur 5-veldanna í Efna
hagsbandalaginu við þá’, svo og
stuðningur ýmissa samstarfs-
manna de Gaulle. T.d. er d’Es-
taing, fyrrum fjármálaráðherra
Bretlands að Éfnahagsbandalag-
inu. Á de Gaullc erfitt með að
setja d’Estaing og fylgismenn
hans upp á móti sér, þar eð þá
kemst þingmeirihlutinn í hættu.
Enn hefur de Gaulle ekki sagt
eitt einasta orð, sem bendir til
þess að afstaða lians til Breta
hafi breytzt. Ummæli de Gaulle
á blaðamannafundinum fyrir
skömmu hafa verið túlkuð svo,
að afstaða forsetans sé alveg ó-
breytt. Þó er aðstaða Breta ekki
talin algerlega vonlaus vegna
þess, að gamli maðurinn er
duttlungafullur.
Þá1 kem ég að siðari spurn-
ingunni: Hvaða áhrif hefur að-
ildarumsókn Breta á afstöðu ís-
lands til markaðsbandalaganna?
Margir munu nú hugsa sem
svo, að úr því að Bretar séu nú
að sækja um aðild að EBE sé
bezt fyrir ísland að bíða átekta,
en það er sú afstaða, sem ísland
hefur haft þau sl. 10 ár, sem
markaðsbandalögin í Evrópu
hafa vcrið að þróast. Og segja
má, að þessi afstaða ætti rétt
á sér, ef spurningin um aðild
Bretlands að EBE væri nokk-
urra mánaða úrlausnarefni. En
svo er ekki. Allir sérfróðir menn
sem ritað hafa um málið, eru
sammála um það, að líða muni
mörg ár, áður en niðurstaða fá-
ist. Formlegar samningaviðræður
munu í fyrsta lagi hefjast næsta
haust. Og viðræðurnar sjálfar
Björgvin Guðmundsson,
deildarstjóri í viðskipta-
ráðuneytinu skrifar kjall-
aragreínina í dag, en hann
hefur það verkefni m. a.
að fylgjast með þróun
efnahagsbandalaganna og
áhrif þeirra á hagsmuni
íslands.
munu standa í 2—3 ár. Bretar
geta því í fyrsta lagi verið
komnir í Efnahagsbandalagið
eftir 2Vz ár, en það geta liðið
3% ár áður en málið verður
útkljáð.
Spurningin er því sú, hvort
íslendingar eigi að bíða í þenn-
an tíma með að taka afstöðu
til markaðsbandalaganna. Ég
tel, að svo löng bið gæti skaðað
hagsmuni íslands mikið. Má
raunar segja, að íslendingar hafi
þegar beðið of lengi. Markaðs-
bandalögin, bæði EFTA og EBE
hafa undanfarin ár fellt niður
innbyrðis tolla og EBE hefur
samræmt’ ytri tolla. Aðlögunar-
tímabilum bandalaganna er að
Ijúka. ísland stæði vissulega bet-
ur að vígi gagnvart þessum
bandalögum í dag, ef það hefði
byrjað tollalækkanir samkvæmt
áætlunum fyrir nokkrum árum,
t. d. með aðild að EFTA. ísland
er að tapa tíma með hverju ári,
sem líður, án aðgerðá í þessu
efni.
Ég tel, að ísland eigi nú þeg-
ar að leita eftir aðild að EFTA
og tryggja á þami hátt betur
hagsmuni útflutningsatvinnu-
vega sinna á' mörkuðum Fríverzl-
unarbandalagsijis. Er ég þess
fullviss, að ísland mun geta
náð samningum um nægilega
langt aðlögunartímabil fyrir
tollalækkanir sínar. Portúgal,
sem er fullgildur aðili að EFTA,
fékk 20 ára aðlögunartímabil og
ísland gæti áreiðanlega einnig
*fengið langt aðlögunartímabil
t. d. 10—15 ár. En ef til vill
verður verra að ná hagstæðum
samningum eftir því sem lengra
líður.
En ef ísland gengur i EFTA
er það þá ekki að skuldbinda
sig til þess að ganga síðan í
Efnahagsbandalagið? Nei, alls
ekki. Þó ísland gangi í EFTA í
dag, felst ekki í því nein skuld-
binding um að ganga síðar í EBE,
jafnvel þó öll önnur EFTA-ríki
vildu fara inn í EBE. Hins vegar
er auðveldara fyrir þau ríki,
sem eru í EFTA og lækka tolla
sína samkvæmt ákveðnum áætl-
unum að fá einhvers konar að-
ild að EBE síðar, óski þau eftir
henni.
Mér segir svo hugur, að EFTA
muni enn starfa í mörg ár. Og
ísland á tvímælalaust samleið
með þeim ríkjum, sem það
bandalag mynda. Það hefur áður
virzt sem það væri að líða und-
ir lok, en það hefur þó lifað
og spjarað sig vel. Hitt er ekki
ósennilegt að einhvern tíma i
framtíðinni muni V-Evrópuríkin
renna saman í eitt max-kaðs-
bandalag, en það bandalag verð-
ur allt annað en Efnah^gs-
bandalagið eins og það er í d'ag.
Markaðsbandalag með Bretland
og öll Norðurlöndin innan sinna
vébanda verður langtum víð-
sýnna og frjálslyndai-a bandalag
en Efnahagsbandalag Evrópu
eins og við þekkjum það í dag.