Alþýðublaðið - 28.05.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 28.05.1967, Blaðsíða 10
10 Sunnudags Aíþýðublaðið --- 28. maí 1967 MYNDIR FRÁ EÓP-MÖTINU ÞEIR Guðmundur Hermanns son og Jón Þ. Ólafsson áttu beztu afrekin á EÓP-mótinu á fimmtudag. Á stærri myndinni sést Jón Þ. Ólafsson stökkva yfir 2,05 m., hann reyndi við 2,08 m. og var nærri að fara yfir í annarri tilraun. Á minni myndinni sjást Guðmundur Hermannsson og Gunnar Huse by, sem tvívegis varð Evrópu- meistari í kúluvarpi og átti ís- landsmet í greininni í 26 ár. Landskeppni UMFI í skák FYRSTA landskeppni U.M.F.Í. í skák var háð dagana 6. og 7. maí sl í Leirárskóla í Borgar- firði. Fimm héraðssambönd höfðu óskað eftir þátttöku í keppninni. Þrjú þeirra höfðu tök á að senda sveitir í keppnina, en tvö gengu úr vegna ófyrirsjáanlegra á- stæðna heima fyrir. Keppt var í fimm manna sveitum. Skáktími var 3 klst. á umferð. Skákstjóri var Haukur Sveinsson, skákmeist ari. Þessi héraðssambönd tóku þátt í keppninni: Ungmennasamband Kjalarnes- þings. Héraðssambandið Skarphéð inn, Héraðssamband Snæfells- og Hnappadalssýslu. Úrslit urðu þessi: Héraðssamband Snæfells- og Hnappadalssýslu 8 stig Héraðssambandið Skarp- héðinn 6% stig Ungmennasamband Kjalarnes- þings (gaf 5. borð) Vi stig Sveit Héraðssambands Snæfells og Hnappadalssýlu skipuðu þess- ir menn; 1. borð Ingimar Halldórsson Umf. Víkingur. 2. borð Gylfi Scheving Umf. Vík ingur. 3. borð Ólafur Kristjánsson Umf. Víkingur 4. borð Jenni Ólafsson Umf. Snæ- fell. 5 borð Einar Hallsson Umf Eld- borg. Keppnin var jöfn og skemmti- leg og var þátttakendum til sóma. Skákmenn ræddu ýmis atriði varð andi skipulag og framkvæmd slíkra landsmóta sem þessa, og hölluðust að þeirri skoðun að heppilegast myndi vera að hafa svæðakeppni framvegis, með til- liti til samgönguerfiðleika í drei: býlinu að vetri til, en á þeim Itíma árs er fyrrhugað að efna til Landsmótanna í framtíðinni. Þátttakendur mótsins nutu góðr ar vistar í hinu glæsilega skóla setri að Leirá, en skólastjórinn þar Sigurður Guðmundsson veitti hina beztu fyrirgreiðslu af rausn og myndarskap. Gjaldkeri U.M. F.í. Ármann Pétursson, sem und irbúið hafði mótið færði að lok um sigurvegurum mótsins fagran verðlaunagrip, en þátttakendur all ir hlutu merki U.M.F.Í. í tilefni af þátttöku þeirra í þessu fyrsta skákmóti U.M.F.Í. Að skákmóti loknu hófst fund ur í stjórn U.M.F.Í. Lagðir voru fram reikningar sambandsins og samþ.vkktir óbreyttir til endurskoð unar. Þá var rætt um, hið nýja æskulýðsmálafrumvarp er lagt var fyrir Alþingi, sl. vetur, Fjár mál sambandsins, ráðning fram- kvæmdastjóra frá 1. júní nk., Sambandsþingið er haldið verður í september næstkomandi og fl. Sama dag kom saman til fund ar að Leirá nefnd er skipuleggur svæðakeppni í hópíþróttum vegna Landsmótsins að Eiðum sumarið 1968. Frestur til að skila tilkynn ingum um þátttöku í svæðakeppn inni rann út .hinn 1. maí sl. og höfðu þá borizt tilkynningar um þátttöku í knattspyrnu frá 12 sam bandsaðilum, í handknattleik Kvenna frá 9 sambandsaðilum og í körfubolta frá 1 sambandsað ilum. Svæðakeppnisn^fndin mun bráð lega senda aðilum tilkynningar um niðurröðun leikja og svæða- skiptingu, svo og aðrar reglur varðandi svæðakeppnina. AÐALFUNDURÍ AÐALFUNDUR ÍR verður hald- inn i Tjarnarbúð föstudaginn 2. júní kl. 9 e.h. Á dagskrá eru: 1. aðalfundarstörf. 2. íþrótta- þjálfari fyrir ÍR og 3. íþrótta- svæðið nýja í Fossvogi. „Prjónastofan Sólin" í leikför austur og norður Ákveðið er að fara í leikför með leikrit Halldórs Laxness, Prjóna- stofuna Sóiina tii Norður- og Aust- urlands á næstunni. En áður en lagt verður af stað verður leikrit- ið sýnt einu sinni í Þjóðleikhúsinu, og verður sú sýning n.k. miðviku- dag þann 31. maí. Eins og kunnugt er stendur hér yfir norrænt leik- stjóranámskeið, ,,Vasaseminaret“ og verða hinir nori'ænu leikstjórar gestir á þessari sýningu, en þeir eru um 40. Lagt verður af stað í leikförina 18. júní n.k. og verður fyrst sýnt í félagsheimilinu í „Ásbyrgi" í Miðfirði, þar næst verður sýning á Blönduósi, Akureyri og Ólafsfirði. Þaðan verður svo haldið til Aust- ijfjarða og sýnt í hinum nýju og glæsilegu félagsheimilum þar. Leikferðin stendur til fyrsta júlí, en þá hefjast sumarleyfi leikara. Tuttugu leikarar og leiksyiðs- menn taka þátt í þessari leikferð. Farið verður á tveimur bílum, þar sem leiksviðs-útbúnaður er all fyr- irferðarmikill á þessu leikriti. Leikstjóri er Baldvin Halldórs- son, en leikmyndir eru gerðar af Gunnari Bjarnasyni.' Með aðal- hlutverkin fara leikararnir: Helga Valtýsdóttir, Lárus Pálsson, Rúrik Haraldsson, Róbert Arnfinnsson og Sigríður Þorvaldsdóttir. Prjónastofan Sólin var sýnd 13 sinnum á sl. leikári í Þjóðleikhús- inu. Langt er síðan Þjóðleikhúsið hefur sent svo fjölmennt leikrit í leikför út á land.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.