Alþýðublaðið - 28.05.1967, Blaðsíða 6
Sunnudags Alþýðublaðið --- 28. maí 1967
En nú eru þetta orðnar mynd-
arstúlkur og stálhraustar. Þær
eru miðpunktur iieimilisins sem
allt snýst um. Mary og Martin
taka sér nógan tíma frá öðrum
störfum til að annast þær, og
þær eru ýmist í fanginu á
mömmu eða pabba þegar þær eru
á annað borð vakandi.
Það var áætlað, að tvíburarnir
myndu fæðast seinni partinn í
marz eða fyrri partinn í apríL
En Mary var enn lá spítalanum
31. janúar, hálfum mánuði eftir
fyrstu rannsóknina þar, þegar
henni varð allt í einu hálf illt,
og hún bað hjúkrunarkonuna að
gefa sér eitthvert meðal við melt
ingartruflunum.
,,Ég hélt að ég hefði kannski
ekki þolað matinn,“ ‘játar hún
og verður svolítið kindarleg, ,,en
hjúkrunarkonan leit aðeins á mig
og æpti svo upp yfir sig: ,Hríð-
irnar eru byrjaðar!1 “
Um miðnætti var Mary flutt
inn í fæðingarstofuna. Allt starfs
lið spítalans var á næstu grös-
um; þeir sem gátu, tróðu sér inn,
en 'hinir biðu á ganginum, jafn-
vel þeir sem áttu frí. Enginn Vildi
missa af þessum stórviöburði.
Kl. 12.06 1. febrúar fæddist
Mary litla, og kl. 12.42 fæddist
Martha systir hennar. Þær voru
báðar örsmáar, enda um það bil
tíu vikum á undan tímanum, og
grútsyfjaðar af öllum lyfjunum
sem móður þeirra höfðu verið
gefin. Þær voru tafarlaust settar
í súrefniskassa. - .
ÞAÐ þótti algert kraftaverk
þegar Mary TerBush eignaðist
tvíbura fyrir rúmu ári. Mary
hafði nel'niiega aldrei átt barn
fyrr, og hún var orðin fimmtíu
og eins árs. Eftir tuttugu og
þriggja ára hjónaband eignaðist
hún svo tvær indælar telpur sem
nú eru orðnar fimmtán mánaða
og daína prýðilega.
Mary varð frægt tilfelli í sögu
. læknisfræoinnar. Að vísu hafði
það áður komið fyrir, að konur
yfir fimmmgt æbtu börn, en að
kona á þessum aldrei eignaðist
barn í í'yrsta sinn og þau meira
að segja tvö — það er nálega
einstætt.
Mary og Martin TerBush bua i
Bandaríkjunum, skammt frá
bórginni Kansas, og hafa allstór-
an búgarð. Þau eru vel eínum
buin, og telpurnar ættu a'5 eiga
' hömingjusöm uppvaxtarár á þess
uhi yndislega stað innan um dýr
iii og allan gróðurinn. H.jóna-
band þeirra hefur ávallt verið
mjög farsælt, og eftir fyrstu tíu
árin voru þau alveg búin að sætta
Sig við að eignast ekki oörn.
i-n það var ekki fyrr en tvíbur-
ai-nir komu til sögunnar, að þeim
varó ijóst hversu ríkt og dásam-
legt líiið getur orðið í fyllingu
Þau höfðu mikið að gera, hjón
m, og Mary hamaðist elí sínum
vciijuiega dugnaði, en eftir því
sem á leið veturinn 1965 —’66
i„nnst henni hún eiga erfiðara
íneo verkin en áður. Stundum
fékk hún svima, og henni fannst
hún vera svo undarlega slöpp og
máttlaus alltaf. Auk alls annars
þyngdist hún jafnt og þétt, þó
fau hún reyndi að fara í megrun-
. arkúr. Hún kvartaði um þetta
við lækninn sinn, en fékkst að
öðru leyti ekki um það, enda
. hafði hún of mörgu að sinna til
að hugsa um sjálfa sig. Hana
grunaði sizt af öllu, að hún væri
barnshafandi, en hélt að þetita
hlyti að vera breytingarskeiðið
sem verkaði svona á 'hana.
Eftir jól var hún orðin svo
þreytt og lasin, að hún fór til
læknisins og bað um hormóna-
sprautur eða eitthvað sem gæti
hjiálpað sér yfir versta tímabil-
ið. En hún sagðist ekki hafa
tíma til að láta rannasaka sig
almennilega, svo að það varð
að dragast þangað til eftir ára-
mót.
Það var í janúarmánuöi 1966
sem Mary fékk að vita hvernig
ástatt var. Nei, það var ekki
breytingarskeiðið, heldur barn á
leiðinni!
Hún ætlaði ekki að trúa orð-
um læknisins. Til að sanníæra
hana lét hann taka af henni
röntgenmynd, og þá kom í.ljós,
að ekki var um eitt barn að ræða,
heldur tvíbura. Það munaði
minnstu, að Mary félli í öhg-
vit af undrun og geðshrærihgu.
Og . viðbrögð læknisins voru
næstum jafnsterk.
Mary var strax send á spítala
til rannsóknar. Hún hafði alltpf
háan blóðþrýsting, og lækn rnir
voru áhyggjufullir út af henni,
töldu ekki aðeins að lífi hennar
væri hætta búin, heldur svo að
segja enga möguleika til þess
að börnin gætu lifað. En Mary
var róleg.
Hún er trúuð kona, og hún
treysti handleiðslu æðri máttar-
valda algerlega. „Fyrst guð vill
láta mig eignast börn á þessum
.aldri,“ sagði hún, „hlýtur hann
að vilja, að þau lifi.“
MYNÐIR:
Hamingjan á heimilinu er full-
komin. Mary og Msu'tin þakka
guði fyrir hverja stund sem þau
mega njóta með litlu dætrun-
um sínum, og þau líta með gleði
til framtíðarinnar. Sérstaklega
vill Mary hughreysta allar verð-
andi mæður sem komnar eru af
léttasta skeiði — „þær þurfa
engu að kvíða‘“, segir hún. „Það
er aldrei eins dásamlegt og þá.“
Foreldrarnir eru á sextugs
aldri, en hafa engar áhyggj-
ur af framtíðinni. Mary og
Martin með telpurnar sem
heita bibiíunöfnunum María
og Marta.
Mary og Martha eru orðn-
ar myndarstúlkur og stál-
hraustar, þótt þeim væri
ekki hugað líf í fyrstu.