Alþýðublaðið - 28.05.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.05.1967, Blaðsíða 8
8 Sunnudags AlþýðublaSið - 28. maí 1967 UNDRABARN - UNDRABARN KIM Ung Yong fæddist í Seul 7. marz 1963, svo að hann er rúm lega fjögurra ára gamall. í útliti er hann ekki ólíkur jafnöldrum sínum í Kóreu, en gáfur hans og; þroski vekja furðu allra sem til þekkja. Hann hefur alltaf verið bráðþroska; byrjaði að tala þriggja mánaða, gekk um allt ’6 mánaða, níu m'ánaða gat Ihann borðað lijálparlaust, eins og hálfs árs byrjaði hann að læra að lesa, og tveggja ára var hann bæði læs og skrifandi. Foreldrar hans eru kennarar og eiga annan son, yngri sem hefur góða meðalgreind, en ekki meira. Kim byrjaði fljótt að yrkja eft- ir að hann var orðinn skrifandi, og út hefur komið bók með Ijóð- um hans og ýmsum athugasemd- um um lífiö og tilveruna. Einnig hefur hann gaman af að mála og teikna. En mesta ást hefur hann á stærðfræði og eðlisfræði. Vegna hinna stórkostlegu hæfileika hans var honum boðið að sitja í mennta skóla sem óreglulegur nemandi, og þótt hann nái ekki upp á töfl- una nema með því að standa <] Kim verður að standa uppi á stói tii að geta skrifað á töfluna, en úrlausnir hans vekja furðu keunaranna. Kim með heimadæmin sín. Þessi fjögurra ára drengur gengur í menntaskóla sem óreglulegur nemandi og hefur fengið boð um að sækja eðlisfræðitíma við háskólann í Michigan. ■' ' ý.'.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.