Alþýðublaðið - 13.06.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.06.1967, Blaðsíða 4
tamtijS) Ritstjóri: Benedikt Gröndal. Símar 14900—14903. — Auglýsingasiml: 14906. — ASsetur: Alþýðuhúsið viS Hverfisgötu, Rvik. — Prentsmiðja Aiþýðublaösins. Siml 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — t lauaa* sölu kr. 7.00 eintakiO. — Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Sigur Alþýðuflokksins Úrslit kosninganna á sunnudag urðu mjög ánægju- leg fyrir Alþýðuflokkinn. Hann á fylgisaukningu að fagna um land allt. Athyglisverðastur er þó stórsigur 1 flokksins í höfuðstaðnum, Reykjavík. Þar jók flokk- urinn atkvæðatölu sína um 25% frá síðustu alþingis- kosningum. Og hann fékk meira að segja 26% fleiri atkvæði á sunnudaginn var en í síðustu borgarstjórn arkosningum fyrir aðeins einu ári. Slík fylgisaukning flokks milli tveggja kosninga er mjög óvenjuleg, og má vera að hún sé meira að segja einsdæmi hér á landi. í síðustu kosningum varð efsti maður A-listans, Gylfi Þ. Gíslason, 6. þingmaður Reykvíkinga. Nú er hann 3. þingmaður þeirra- í síðustu kosningum varð Eggert G. Þorsteinsson 12. og síðasti þingmaður Reyk víkinga. Nú er hann 8. þingmaður þeirra. í alþing iskosningunum 1963 hlaut Framsóknarflokkurinn í fyrsta sinn meira atkvæðamagn í Reykjavík en Al- þýðuflokkurinn. Sú varð einnig raunin í síðustu borg arstjórnarkosningum. En nú hlaut Alþýðuflokkurinn hærri atkvæðatölu en Framsóknarflokkurinn. Og Al- þýðubandalagið reyndist illilega klofið. Eðvarð Sig- urðsson náði ekki kosningu. Hann féll fyrir Hanni- bal Valdimarssjmi- í fyrsta skipti um langt skeið reyndist Alþýðuflokkurinn fá næstflest atkvæði framboðslistanna í Reykjavík. Það er ekki ofmælt, þótt sagt sé, að þetta marki tímamót. Þegar þetta er ritað, hefur Alþýðuflokkurinn enn- fremur unnið þingsæti af Alþýðubandalaginu á Vest f jörðum, haldið þingsæti sínu á Vesturlandi og aukið fylgi sitt glæsilega á Norðurlandi eystra. Um leið og Alþýðublaðið fagnar þessum ‘hagstæðu úrslitum, leggur það áherzlu á, að Alþýðuflokkurinn starfi hér eftir sem hingað til af ábyrgðartilfinningu og leggi höfuðáherzlu á að ná árangri með verkum sínum. Alþýðuflokkurinn reynir ávallt að láta gott af sér leiða. Aukið fylgi hans auðveldar vonandi, að honum takizt það. Alþýðuflokkurinn þakkar öllum þeim mörgu sjálf- bóðaliðum, sem störfuðu fyrir hann á kjördag. Hann fæiir ennfremur þakkir öllum þeim, sem studdu hann og sýndu honum traust, ekki sízt þeim mikla íjöida ungs fólks, sem í ljós kom, að starfaði fyrir flokkinn á kjördag og veitti honum brautargengi. Um fátt þykir flokknum vænna en að vita gott ungt fólk í hópi stuðningsmanna Alþýðuflokksins. 4 13. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Hægur og ójafn hagvöxtur í Rómönsku Ameríku Hægur og ójafn hagvöxtur í Ró- mönsku Ameríku. „TREGÐA og ójafn Ihagvöxt- ur“ einkenndu efnahagslífiS í Rómönsku Ameríku á síðasta ári, samkvæmt nýbirtri skýrslu Sameinuðu íþjóðanna. Unnið er með ófullnægjandi hætti að þróunarverkefnum, og‘ það vekur „tilfinningu ráðaleys is, sem veldur félagslegum óróa og skapar pólitískt ójafnvægi", segir í skýrslunni. Að því er snertir erlenda fjár- festingu, íhefur aðstaða Ró- mönsku Ameríku „versnað tii muna á síðustu árum“ borið sam an við önnur vanþróuð svæði. Þar sem Rómanska Ameríka tók á móti um þriðjungi erlendrar fjárfestingar í heiminum á árun- um 1960-62, fékk hún einungis einn sjöunda 'hluta liennar á ár unum 1963-65. Samtals jókst brúttó-þjóðar- framleiðslan í löndum Ró- mönsku Ameríku aðeins um 3% árið 1966, en um 6,2% og 5,1% á árunum 1964 og 1965. Vöxturinn var u. þ. b. jafn- mikill og fólksfjölgunin, þannig að hann var enginn, þegar miðað er við hvert mannsbarn. Sam- kvæmt útreikningum verða íbú- ar Rómönsku Ameríku 365 millj. árið 1980 eða 120 milljónum fleiri en nú. Að minnsta kosti 50% af núlifandi íbúum eða um 120 millj. manna þarfnast auk þess betri næringar. Tekjur lág launafólks verða að hækka um 6% árlega, ef það á að fá jafn næringarríkan mat árið 1980 og aðrir íbúar, samkvæmt út- reikningum í skýrslunni. Þessu marki verður einungis anna, og að viðbrögðin hafi ver ið jákvæð, þar sem boðið var upp á sérfræðinga og útbúnað, og sé það að vísu gleðilegt, þar er helmingur útgjaldanna sé fólginn í launum sérfræðinga, ráðgjafa og annarra starfs- náð með víðtækri deilingu jarð- næðis, breyttri tekjuskiptingu og mikilli fjárfestingu í land- búnaði og iðnaði. í skýrslunni segir, að iá árunum 1965-1980 verði þörf á nýju fjármagni sem nemi um 40 milljörðum dollara (1720 milljörðum isl. kr.). fyrir þróun vanþróuðu land- anna. Þrír hópar sérfræðinga hafa tekizt á hendur áætlana- gerð hver á sínu sviði — málm ar, vatn, orka — og hafa orð ið ásáttir um þessa skiptingu; á krossgötum Áætlun um yfirlit yfir náttúruauðlindir vanþróaðra landa GENGIÐ hefur verið frá áætl- un um samræmt yfirlit Samein- uðu þjóðanna yfir málm-, vatns- og orkulindir vanþróuðu land- anna. Reiknað er með, að þetta verkefni taki fimm ár og kosti 11,4 millj. dollara (490 millj. ísl. kr.). — í nýbirtri skýrslu segir framkvæmdastjórinn að ekki sé enn búið að finna lausn á kostn- aðarvandanum, en á honum velt ur allt. U Thant nefnir að hann hafi sent fyrirspurnir til aðildarríkj- manna. En hins vegar hafi til- boðin því miður ekki verið sér lega hlutstæð, og þvi sé þess að vænta að aðiidarríkin leggi fram nákvæmari upplýsingar nú þegar áætlunin liggur fyrir í smáatriðum. Yfirlitið verður að því er U Thant segir vanþróuðu lönd- unum og stjórnum þeirra til mikillar hjálpar og sömuleið is mun það örva og auðvelda þá viðleitni ýmissa sérstofnana Sameinuðu þjóðanna að flýta ★ ÞÝÐINGARMIKIL BANKASTARFSEMI. i Reykvíkingur skrifar: „Undanfar- ið hefur verið mikill hörgull á blóði hjá Blóðbank- anum við Barónsstíg. En nauðsynlegt er, að allt- af séu til nægar birgðir af öllum blóðflokkum til notkunar á sjúkrahúsunum, ef til dæmis slys ber að höndum og á blóðgjöf þarf skyndilega að halda. Með því að eiga alltaf nægar blóðbirgðir þegar til þarf að taka, er unnt' að bjarga manns- lífum og hefur oft verið gert. Flest heilbrigt fólk er aflögufært', hvað blóð snertir, og getur látið Blóðbankanum það í té sér að meinalausu. Eng- inn veit heldur nema hann þurfi sjálfur á blóð- gjöf að lialda einhvern tíma og þá er ekki lakara að hafa gert vel og hitta sjálfan sig fyrir. Við Reykvíkingar eigum banka og sparisjóði á' öðru hverju götuhorni að kalla, sem geyma og ávaxta fé okkar, eins og allir vita. Hins vegar eigum við aðeihs einn blóðbanka, sem þó er ekki síður nauðsynlegt fyrirtæki og ávaxtar dýrmætar innstæður, þótt á annan hátt sé. Þess vegna er ástæða til að hvetja fólk til að styðja þessa þýðingarmiklu bankastarfsemi og leggja blóð inn í bankann.” ★ STEFNT f ÖFUGA ÁTT. Húsmóðir kom að máli við þátt- inn fyrir helgina og tjáði okkur, að nú fengist ekki lengur mjólk á flöskum, heldur aðeins hyrnu- mjólk. Hún sagðist alltaf hafa keypt flöskumjólk, þar eð hún hefði verið nokkru ódýrari, mjólkur- lítrinn á flösku hefði undanfarið kostað kr. 6,20, en á hyrnum kr. 6,70, þ.e.a.s. 50 aura verðmunur væri á lítranum, og munaði um minna. Hún var eins og raunar fleiri lítið hrifin af mjólkurhym- unum, sem auk þess að vera töluvert' dýrari væru leiðinlegar í meðförum, og kvaðst eindregið vilja mótmæla þeirri ráðstöfun Mjólkursamsölunnar að hætta að gefa fólki ,kost á að kaupa ílöskumjólk. Taldi hún sjálfsagt, að bæði yrði á boðstólum mjólk á flöskum og hyrnum, svo hver og einn gæti valið á milli, hér eftir sem hingað til. Undanfarið hefði verið stefnt að auknu viðskiptafrelsi hér á landi og vöruúrvali á öilum sviðum. Með þessu væri hins vegar stefnt í öfuga átt í mjólkurmálunum, ekki væri um neitt að velja, fólk væri einskorðað við að kaupa hyrnumjólkina og borga hærra verð fyrir. Það mun rétt vera, sem húsmóðii hélt fram, að ekki er lengur á boðstólum flösku- mjólk í Reykjavík og sömuleiðis, að lítrinn af hyrnumjólk kostar 50 aurum meira en á flöskum, sem er óneitanlega talsvert mikill verðmunur. Um ástæðuna fyrir þssari ráðstöfun er okkur ekkl kunnugt. — Steinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.