Alþýðublaðið - 13.06.1967, Blaðsíða 13
sttuu 4iim*
Háðfuglar í
hernum
Sprenghlægileg og spennandi ný
dönsk gamanmynd í litum.
Ebbe Langeberg.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Casanova 70
Heimsfræg og bráðfyndin, ný
ítölsk gamanmynd.
Marcello Mastroianni
— íslenzkur texti —
Sýnd kl. 9.
BÆNDUR
Nú er rétti tíminn til ,að skrá
vélar og tæld sem á að selja.
TRAKTORA
MÚGAVÉLAR
BLÁSARA
SLÁTTUVÉLAR
ÁMOKSTURSTÆKI
Við seljum tækin.
Bíla- og
Búvélasalan
v/Miklatorg, sími 23136.
ÖKUMENN!
Látið stilla í tíma.
Hjólastillingar
Mótorstillingar
Ljósastillingar
Fljót og örugg þjón-
usta.
BÍLASKOÐUN &
STILLING
Skúlagötu 32
Sími 13-100.
AUGLÝS1D
í Alþýðublaðimi
spyrja Midge. Hún heyrði aldr-
ei neitt.
— Ef Sebastian hringir skaltu
reyna að fá hann til að þegja,
en ef Elísabet Bells hringir —
segðu henni, að ég ætli að gera
þetta fyrir góðgerðarfélagið. Og
ef Manfreð hringir þá ..
— Vægðu mér, Midge.
Hún leit á mig glaðleg eins og
smástrákur. í>að var blátt áfram
ljótt að hafa andúð á svona skap-
góðri manneskju.
— Þú getur þetta..........Þá
ert þú eiginlega skolli sniðug.
Peter segir að þú sért snilling-
ur. Verð að fara, gullið mitt. Má
ekki vera að því að bíða lengur.
Meðan ég var að klæða mig
undir stöðugu málæði Midge í
símanum velti ég því fyrir mér,
hvers vegna hún segði mér allt
af að hún væri að fara eins og
fréttirnar myndu koma sér illa.
Það er rigning og ég fór í
strætisvagni til Bond Strætis. Þó
vikan hjá Midge hefði verið erf-
ið var vinna mín innan um vatns
litamyndir og arinhillur friðsæl.
Ég var ein þennan morgun og
það rigndi nóg til að koma í veg
fyrir að nokkur liti inn svo ég
sat við skrifborðið og horfði á
mynd af eldfjalli. Hún var stór-
kostleg. Kröftug. Straumur af
bráðnu hrauni. Hvernig var hægt
að segja hraunflóði að það væri
leiðinlegt?
Það komu aðeins tveir við-
skiptavinir um morguninn. Ég
hefði átt' að skemmta mér vel
því þetta var einmitt starf sem
hver einasta vélritunarst.úlka
hefði öfundað mig af. Hingað
komu frúr í minkakápum til
að horfa á' myndir eða opna skrif
borðsskúffur. Ég fékk langan
matartíma. Hr. Whistle þakkaði
mér innilega fyrir hvað eina.
Þetta var yndislegt. sagði hann
jafnvel þó ég gerði ekki annað
en þurrka af borðinu hans eða
ydda blýant. Mér virtist hann
fremur hafa áhuga fyrir að ég
lærði að búa til kaffi eins og
honum þótt'i bezt heldur en að
ég hamaðist á ritvélina.
Ég var að hugsa um gærdag-
inn. Hve Midge hafði veitzt auð-
velt að taka Harry á löpp og
hver ásakaði hana fyrir það?
Hún var töfrandi. Hann hafði
verið gamli góði vinurinn minn
og nú var hann eirin af þræl-
um Midge. Mér sárnaði ekki að
Harry skildi bregðast mér þvi ég
hafði aldrei verið skotin í hon-
um um ævina. En ég var reið,
því Harry var annað og meira
en gamall vinur. Hann var
tákn. Fljótfærni mín hafði kom-
ið mér inn í líf Midge og það
tæki mig meira en smálæti að
losna aftur við hana.
Harry hringdi eftir matinn og
baðst afsökunar. Hr. Whistle var
í herberginu hjá mér að skoða
teikningar með nefið alveg ofan
í pappírnum og ég svaraði því
fremur stuttaralega.
— Fyrirgefðu, Julie! Ég reyndi
' að ná í bíllyklana, en hún tók
um hendurnar á mér!
— Ræfils tuskan.
— Ég veit það; ég veit það.
Ég get ekkert átt við svona kon-
ur, Julie. Ertu afskaplega reið?
— Auðvitað er ég það ekki.
— Jú, þú ert það og ég skil
það. Sjáðu um að ég hitti hana
ekki og þá verður allt í lagi
með mig.
Harry var að vinna eftirvinnu
og Midge var farinn að veiða eða
hvað það nú var, sem hún ætl-
aði að gera. Ég var ein. Það
rigndi enn þegar ég fór úr vinn-
unni svo ég tók strætisvagn.
Hann var troðinn Lundúnabúum
á heimleið til fjölskyldunnar,
ástarinnar og leyndardómanna.
Ég öfundaði þá yfir því hve mjög
þeir hröðuðu sér heim. Staður-
inn sem ég fór á gat' aldrei
nefnzt heimili. Ég varð að sleppa
þaðan. En hvernig?
Þegar Midge var í íbúðinni
virtist allt iða af lífi og þegar
hún fór virtust allir hlutir deyja
eða leggjast í dvala. Jafnvel sím
inn vissi, að hún var ekki heima.
íbúðin ilmaði af ilmvatni henn-
ar og af liljum deyjandi í öllum
hornum.
Ég hreinsaði og setti plötu á
fóninn. Þunglyndisleg tónlist
sem féll vel við regndropana
sem féllu á þakið og einmana-
leika minn hljómaði um her-
bergið.
Ég fór inn í eldhúsið því mig
langaði í hrærð egg og að fara
snemma að sofa. Sennilega var
ég svona þunglynd af því að ég
hafði ekki háttað fyrr en þrjú
margar undanfarnar nætur. Og
svo drukkið gin. Dásamlegt að
þurfa ekki að smakka dropa.
Hljómlistin, róin og eggin
voru hreinasti lúxus. Teketilinn
vantaði auðvitað og sem Norð-
lendingur var ég vön tei. Ég á-
kvað að reyna að laga mér te
í kaffikönnunni.
Ég fór í gamla sloppinn minn
og úr skónum. Þá heyrði ég það,
sem ég hafði kviðið mest fyrir.
Dyrabjallan hringdi.
Ég stóð sem fryst með eggja-
diskinn í hendinni og beið eftir
því að sjá hvað gerðist. Von-
andi myndi sá, sem hringdi fara
í burtu. Það hlaut að vera ein-
hver til Midge og ég gat ekki
hugsað mér að tala við vini henn-
ar. Einhver, sem spurði um
Midge, skilaboð til hennar, pakk
ar til hennar, jafnvél meira af
þessum hræðilegu liljum. Ég hélt
niðri í mér andanum.
En bjallan hringdi aftur og
ég gat ekki verið kyrr og hlust-
að á hana. Sá, sem hringdi virt-
ist' neita að viðurkenna að eng-
inn væri heima.
Ég kveikti ekki ljósið, ég opn-
aði varlega fram í forstofuna.
Það stóð karlmaður fyrir ut-
an. Ég sá hann ekki greinilega,
en ég sá að hann var herðabreið-
ur og með lítið höfuð.
Drafandi karlmannsrödd
sagði: — El&ku Midge,
— Hún er ekki heima.
— Það var leitt'. Má' ég koma
inn,
— Til hvers? spurði ég.
Maðurinn hló fyrir utan
dyrnar.
— Mig langar að senda henni
bréf. Svo get ég ekki séð yður
gegnum dyrnar og ég er forvit-
inn. Ég ætti víst að þekkja yð-
ur. Ég hélt ég þekkti flesta vini -
Midge.
Það var eitt'hvað við rödd
hans — einhver vissa um að
hann fengi það, sem hann ætl-
aði sér — sem fékk mig til að
opna dyrnar. Hann kom inn.
Svona hefjast morðreyfarar,
hugsaði ég.
Hann gekk inn í stofuna þar
sem plötuspilarinn söng enn um
ástina.
Ég kveikti á lampanum á bóka
hillunni og leit upp. Þá sá ég
hverjum ég hafði boðið inn. Það
var James Alexander. Þar sem
James Alexander leikur aðal-
hlutverk í öllum merkum sögu-
myndum og andlit hans er orðin
þjóðsaga, var það áfall fyrir mig
að sjá hann standa alveg við mig.
Hann var fölur, feitlaginn og
harðlegur, svart hárið stuttklippt
og þungur líkami íþróttamanns-
ins sem ég var vön að sjá klædd-
an í grískar eða rómverskar
skikkjur klæddur í dökkblá föt.
— Ég vissi ekki að þetta voru
þér herra Alexander. Ég hafði
aldrei hitt stjörnu fyrr.
Hann brosti og ég sá skína í
furðulegar tennur, hvítar — og
nægilega hvassar til að bíta mig
í tvennt.
— Það gleður mig að þér
skulið þekkja mig. Leikarar hata
það að þekkjast ekki.
Ég bauð honum glas. „Vinir”
Midge höfðu drukkið það mest
allt' og ég átti aðeins eftir ó-
dýrt, sætt sherry. Hann drakk
það með mestu ánægju og
spurði hvar Midge væri og bætti
því við hvort' ég vissi að hún væri
guðdóttir hans?
— Ekki sagði hún mér það.
— Hún átti fimm guðfeður,
svo ég geri ráð fyrir að ég skipti
litlu máli. Það var meiri skírn-
in, sagði hann hugsandi. — Ég
var í leikskólanum þá og ég man
eft'ir því að ég hafði áhyggjur
út af öllum þessum lávörðum og
hertogum. Hann brosti feimnis-
lega til mín.
Ég brosti feimnislega á' móti.
Svo kom ég auga á andlit mitt
í titla ávala speglinum yfir bóka
hillunni. Ég var hræðileg. Skít-
ug. Þreytuleg. Hárið hékk fram
á ennið. Enginn varalitur. Ber-
fætt. Og í gömlum slopp sem
mest líktist fangabúning. Ég
þurfti aðeins að iáta taka fingra
för mín og hliðar og andlits-
mynd.
— Ég ætlaði að bjóða Midge
í mat, sagði James Alexander og
settist á sófaarminn. — Ég er
einn í London — konan min er á
Ítalíu og ég fer með kvöldvél-
inni. Vilduð þér ekkí borða með
mér? Mér hundleiðist að borða
einn og þér gerðuð mér stór-
^greiða. Vilduð þér gera það fyrir
"mig?
Hann leit á mig í trúnaði með
andliti manns, sem alltaf hóf
ævi sína á þrælagaleiðum Róm-
verja og lauk henni krýndur
lárviðarsveig á rómverska hring-
leikasviðinu. Mín væri ánægjan,
flýtti ég mér að segja.
— Gott, ágætt!
Meðan ég var að fara í spari-
kjólinn hringdi James Alexand-
er og bað um borð. Ég Ieit í
spegilinn og velti því fyrir mér
hvort ég yrði mínum fræga fé-
laga ekki til skammar.
— Dásamlegt! Hann brosti
þessu brosi sínu aftur. Ég var
farin að venjast þvi og þaðjhafði
ekki lengur sömu áhrif á mig.
Barnavagnar
Þýzkir barnavagnar.
Seljast beint til kaupenda.
VERÐ KR. 1650.0«.
Sendum gegn póstkröfu
Suðurgötu 14. Sími 21 0 20.
HEILVERZLUN
PÉTURS PÉTURSSONAR
13. júní 1967
ALÞÝÐUBLAÐEÐ 13