Alþýðublaðið - 13.06.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.06.1967, Blaðsíða 5
Sjálfboðaliðar við fornleifakönnun íslendingar, sem til Bretlands fara, fyllast oft öfund yfir öllum eldgömlu höllunum, kirkjunum og virkjunum, sem þar er að sjá út um allt land og bera það ósjálfrátt' saman við fátæktina hér heima á sviði gamalla húsa. En Bretar eiga ekki aðeins mikl- ar fornminjar ofan jarðar, held- ur er þar mikið af fornminjum í jörðu og stöðugt unnið að upp- greftri þeirra. í Bretlandi er starfandi ráð, sem heitir Council for British Archeology, og hefur það afskipti af uppgreftri út um allar Bretlandseýjar. Nýlega lásum við í blaði, að fornleifaráð þetta telcur á móti sjálfboðaliðum til starfa við hina ýmsu uppgrefti, er fram fara á þess vegum víða um Bretlands- éyjar. Er þar að sjálfsögðu aðal- lega um að ræða ungt fólk, sem áhuga hefur á fornleifafræði og vill verða sér úti um nokkra þjálfun í slíkum störfum. Kaup- ið mun ekki vera hátt. Nokkur dæmi um uppgrefti voru í fyrrgreindu blaði. Það er verið að grafa upp steinaldar- minjar í Suffolk, keltneskan kastala frá járnöld í Cornwall, rómverskt leikhús í Essex, róm- verskt' virki í Dorset í War wirckshire og í Fife í Skotlandi, og í Somerset er jafnvel talið FRÍMERKI KARL VON LINNÉ Komið niður á lag frá 4. öld. Moldin skafin af steinum úr rústum bóndabýlis frá dögum Rómv. á Englandi um 300 f. kr. að fundizt hafi leifar kastala Arthurs konungs Camelot. Það er ekki nema á vissum stöðum, sem sérfræðinga í upp- greftri er þörf, annars staðar munu allir eldri en 16 ára vera velkomnir, en þeir þurfa að vera vel að sér í ensku. Svo er eitt atriði, sem fyrir- svarsmenn þessara framkvæmda segja að sé nánast regla. Nýlið- um gengur oftast bezt af öllum að finna merkilega hluti. í fyrra tók amerísk stúlka í fyrsta sinn þátt í uppgrefti hjá dómkirkju- einni í Sussex. Hún var ekki búin að vera einn dag að störfum, er hún fann mósaíkgólf frá tímum Rómverja. Og svipað kom fyrir húsfreyju eina frá Bognor Regis fyrir þremur árum. Tíu mínút- Framhald á bls. 10. LINNÉ dvaldi í Lundi eitt ár. Líkaði honum ekki hve náttúru- vísindin voru höfð útundan sem námsgrein og flutti sig til Upp- sala, en þar tók ekki betra við, því að náttúruvísindin voru þar einnig í kalda koli og tilsögn í jurtafræði var Linné ekki unnt að fá. Eitt sinn var hann á gangi í blóma^rði háskólans og rakst þar á gamlan þeiðursmann, sem þið munuð flest kannast við. Maðurinn var Ólafur Celsíus, sá er hitamælirinn er kenndur við. Celsíus gaf sig á tal við hinn ein- kennilega stúdent, sem gekk þarna um og skoðaði jurtirnar og undraðist hann þekkingu hans á þeirri grein náttúruvísindanna. Skömmu síðar þakkar Linné guði fyrir (í dagbók sinni) að 'hafa liitt þennan mann. Hann fékk að búa á heimili Celsíus og eta við borð hans. Linné langaði mjög til þess að fara norður í Lappland. Hann þráði að kynnast náttúrunni og jurtalifinu norður þar. En í þá daga var Lapplands-ferð hrein- asta Bjarmalandsför, — jafn- hættuleg talin og heimskautaför á vorum dögum. Móðir Linnés reynir að hafa hann ofan af þessu og vitnar í bréfum sínum í bibl- íu og sálmabók sínu máli til stuðnings. En Linné fer engu að síður. Um þá ferð hefur hann skrifað merkilega ferðasögu. — Hann lýsir jurtum, dýrum og steinum, lifnaðarháttum Lapp- anna, hreina loftinu, tæra berg- vatninu og hinu víðlenda útsýni. Hann lofar og prísar hið frjálsa, óbundna líf Lappanna. „Þið Lappar, sem eruð sjálfum ykkur nógir, þurfið hvorki að óttast ó- frið, hungur eða pestir, sem stundum eyða önnur lönd á svip- stundu.” Eftir Lapplandsferðina fór hann um önnur héruð Sví- þjóðar. Hann rannsakaði alla náttúru lands síns, varð nokkurs konar Þorvaldur Thoroddsen síns lands, að því undanskildu, að hann var brautryðjandi slíkra rannsókna. Hann varð meiralen jurtafræðingur, því að hann gaf gaum að öllum fyrirbærum nátt- úrunnar. Og hann lét ekki sitja við rannsóknir á náttvirunni einni, heldur hafði hann og vak- andi auga á menningu íbúanna, trúræ.kni þeirra, siðum og lifn- aðarháttum öllum. Á ferðum sín- um bjó Linné í Uppsölum. Her- bergi hans var líkast safni, fúlll’ frá gólfi til lofts af dýrum, stein- um og jurtum. Innan um þetta sat hann og skrifaði heila hauga af ritgerðum, sem hann var sann- færður um að mundu valda mikl- um framförum í náttúruvísihd- um, ef einhver fengist til að gefa þær út. Hann hugsar ráð sitt. Það verður svo úr, að hann ,af- ræður að leita fyrir sér í Hol- landi, blómaræktarlandinu mikla, því að þar skorti hvorki fé né ást á náttúrufræðum. — Liiiné skrifaði á latínu, en það mál var þá eins konar móðurmál vísind- anna. Á leiðinni kom hann við í Hamborg. Þar var þá geymd gersemi mikil úr ríki náttúrunn- ar, sem Linné hafði lengi langað til að sjá. Það var sjöhöfðaða ó- freskjan, „eina dýrið af þeirri tegund í heiminum og menn lof- uðu guð fyrir að það hafði ekki aukið kyn sitt.” — Nú kom Linné til að sjá þetta viðundur verald- ar. Hann var fljótur að sjá hvað þarna var á ferðinni: Sjö rakaðir hreysikattarhausar höfðu verið festir á bol og skinn límt yfir. Saga þessa „dýrs” varð nú kunn. Munkar nokkrir höfðu gert dýr Framhald Leitað að Artúri kóngi í South Cadbury kastala í Somerset. Þetta hæðardrag gæti verið vígi foringja úr lði Arthúrs konungs á 6. öld, e. t. v. Camelots. Myndin sýnir lítinn hluta af uppgrcftrinum. Hulunni svipt af steinöldinni. Hauskúpan og beinin komu í ljós við uppgröft keltnesks vígis, ef til vill 2100 ára gamals. 13. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.