Alþýðublaðið - 13.06.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 13.06.1967, Blaðsíða 14
Margir hafa fórnað krúnunni fyrir ást Á laugardaginn gengu þau í hjónaband, Margrét Danaprins- essa og Hinrik greifi frá Frakk- landi. Það er merkur atburður út af fyrir sig ekki hvað sízt fyrir brúðhjónin sjálf, en það er líka merkilegt þess vegna, að enginn hreyfir mótmælum, þótt krón- prinsessa gangi að eiga hérum bil réttan og sléttan alþýðu- mann, því að ekki er hann kon- ungborinn, og samt eiga væntan leg börn þeirra að hafa erfða- rétt til dönsku krúnunnar. Árið 1953 voru sett ný lög í Danmörku um erfðarétt til krún unnar. Þar var ekkert minnzt á, Grev Flemming - Grevind® Ruth Grev Oluf Grevinde Dorril Prirvj Acge Prinsesse Acge Prins Erik Prinsesse Erik Prins Viggo Prinsésse Viggo að erfðaprins eða erfðaprinsessa yrðu að giftast konungbornu fólki heldur þarf danska þingið eingöngu að fallast lá ráðahag- inn. Það er ekki aðeins af al- mennu frjálslyndi, sem þetta hef ur verið ákveðið, heldur einnig af ótta við að ískyggileg úrkynj un mundi eiga sér stað innan konungsfjölskyldna heimsins, ef þær héldu áfram að giftast inn- byrðis. Áður fyrr var kannski ekki heldur fyrst og fremst verið að hugsa um göfugleika hins bláa blóðs heldur voru þjóðhöfðingj- arnir fíknir í að þenja út landa- mæri ríkja sinna með alls kyns fjölskyldutengslum. Þeir sömdu um það sín á milli, hvaða tengsl væru heppilegust og svo voru prinsessurnar sendar í hjóna- bönd út um hvippinn og hvapp- inn með þau skilaboð frá pabba að treysta nú ítök í nýja land- inu. Þessi göfugu hjónabönd, sem stofnað var til með þessum hætti, voru ekki öll eins göfug innan frá séð eins og átti að sýn ast á yfirborðinu. Elskhugar og ástkonur voru algeng fyrir- brigði í konunga- og drottninga- sölum og mannkynssagan geym ir nöfn margra þeirra kinnroða- laust og áhrif þess utanaðkom- andi fólks á stjórnm’álin ekki dregin í efa. En margir hafa fórnað kon- unglegum titli fyrir ástina. Fræg asta dæmið, sem nú er um talað, er vafalaust Hertoginn af Wind- sor, sem afsalaði sér konungs- tign í Englandi og keisaratitli í Indlandi fyrir frú Simpson. Norsku prinsessurnar hafa hver um aðra þvera kastað frá sér prinsessutitli fyrir ástina og gott ef írena Hollandsprinsessa varð ekki að gera það sama fyrir Carl Hugo. 1 Danmörku hafa á þessari öld margir orðið að færa þessa fórn. 17. janúar árið 1914 giftist elzti sonur Valdimars Dana- prins, Aage, Matthildi, dóttur þáverandi ítalska sendiherrans í Kaupmannahöfn. Hann varð að afsala sér réttindum til krúnunn ar. Sama sagan var með yngri bræður hans, Erik og Viggo, þeir giftust báðir amerískum konum, sem, hvorug hafði minnsta vott af bláu blóði í æð- um. 13. janúar 1948 fékk Óluf, son ur Haralds prins og Helenu prinsessu, titilinn greifi af Rós- enborg, þegar hann gekk að eiga ókonungborna stúlku, Dorrit að nafni. Árið eftir fékk Flemming sonur Axels prins, sama titil, þegar hann tók upp á þessu sama að giftast almúgastúlku. Þeir urðu báðir að afsala sér öllum réttindum til krúnunnar. Enginn þessara manna hefur þó nokkurs að sakna, því að eng in líkindi eru til, að þeir hefðu nokkurn tíma möguleika á að komast í veldisstól, svo margir eru á undan þeim í biðröðinni. Og nú hefur lögunum verið breytt, svo að Margrét Dana- prinsessa giftist með samþykki þingsins smágreifa frá Frakk- landi, sem aldrei verður annað og meira en eins konar drauma prins. Valur sigrar Frh. af 11. síðu. þeir ýmist hátt yfir eða Gunn- laugur í markinu hirti boltann næsta léttilega. Þrátt fyrir það, þó allverulega lægi á Valsmönnum þennan hálf- leik vegna stormsins, sem heldur jókst -en hitt, er lá leiktíma leið, áttu þeir oft góðar sóknarlotur og fleiri raunhæfa markamögu- leika en Akureyringar, sem mest treystu á langsendingar og sprett- hörku Kára miðherja, sem þó dugði engan veginn gegn traustri vörn Vals. Útherjar Akureyringa fengu sjaldan tækifæri eða heppi- legar sendingar til að vinna úr, en þeir eru báðir dugandi leik- menn og þá ekki hvað sízt Val- steinn v. útherji, sem bæði ér leikinn og fljótur. Bæði Hermann og Reynir í liði Vals áttu góðan leik, einléku kannskej fullmih(ið á stundum, hinsvegar erfitt um nákvæmar sendingar í slíkum stormi, sem á móti blés. í vörninni var Árni Njálsson hinn trausti leikmaður svo sem jafnan áður og Gunnlaug- ur stóð sig vel í markinu þegar þá sjaldan að kom til hans kasta. Dómari var Hreiðar Ársælsson og gegndi því vandasama hlut- verki vei. ísraelsmenif ■■ Framhald af bls. 3. kljáð á friðsamlegan hátt, — en á sama tíma veiti hún landi, sem lýst hafi því yfir að markmiðið sé að eyðileggja stjálfstæða þjóð, — mikilvæga hemaðaraðstoð. ,,Kannski Sovétríkin komist að þeirri niðurstöðu, að það sé skylda þeirra að koma á friði á þessu svæði“, sagði Eshkol. Hann lét í ljósi von um, að í framtíð- inni mætti ríkja gott samstarf milli ísraels og Sovétríkjanpa — byggt á betri skilningi Sovét- manna. Þríþraut Framhald bls. 11. Helgi Óskarsson Barna og Miðsk. Höfn Hornafirði 8,2 1,25 47,15 2223 Þórhallur Tryggvason, Öldutúnssk, Drengir fæddir 1954. 8,2 1,35 32,60 2082 Jóhannes Sigurjónss. Barnas. Hús. Gunnar Svanlaugss. Barnaskóla 8,7 1,30 53,41 2568 Stykkishólms 8,8 1,40 43,57 2492 Gunnar Bjarnason Öldutúnssk. 8,9 1,15 50,43 2224 Rúnar Reynisson, Laugargerðissk. 9,5 1,20 53,45 2179 Stefán Halldórss. Breiðagerðissk. 8,8 1,10 45,27 2075 Drengir fæddir 1955. Gunnar Einarsson, Öldutúnssk. 8,8 1,20 54,10 2697 Sigfús Haraldsson Barnask. Húsv. 9,1 1,20 44,09 2407 Björn Guðmunds. Breiðagerðissk. 9,1 1,15 46,51 2380 Janus F. Guðlaugsson, Öldut.sk. 9,2 1,15 44,46 2309 Hilmar Hjálmarss. Barnask Kefl.v. 9,1 1,10 45,40 2295 Vilhj. Þorgeirsson, Breiðag.skóla 9,4 1,15 42,97 2220 Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, stjúp- faðir og afi, ■ LUDVIG C. MAGNÚSSON, skrifstofustjóri, Mávahlíð 37, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, miðvikudaginn 14. júní kl. 2 e. h. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim er vildu minnast hins látna er bent á Styrktarsjóð Stúkunnar Fróns. Minningarspjöld eru afgreidd í Bókabúð Æskunnar, Kirkju- hvoli. J Ágústa Páísdóttir, Agnar Ludvigsson, Áslaug Árnadóttir, Hilmar Ludvigsson, Sveiney Þormóðsdóttir, Valtýr Ludvigsson, Lára Kristinsdóttir, Reynir Ludvigsson, Signý Ólafsdóttir, Sigríður Símonardóttir, Steinn Jónsson, Guörún Á. Símonar. Barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma ANNA HALLDÓRSDÓTTIR, Ásbúðartröð 5, Hafnarfirði, andaðist á Borgarspítalanum 11. júní. Guðmunda Ólafsdóttir Whittaker, Halldór G. Ólafsson, Stcinunn Magnúsdóttir og barnabörn. 14 13. júní 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.