Alþýðublaðið - 22.06.1967, Síða 2
'Úthlutung.rtölur þingf lokka eru þess&r:
Embætta-
veitingar
Um embætti bæjarfógeta á Ak-
ureyri og sýslumanns Eyjafjarð-
arsýslu sóttu Ófeigur Eiríksson,
bæjarfógeti, Neskaupstað og Sig-
itrður M. Helgason, aðalfulltrúi,
Akureyri.
Forseti íslands hefur í dag veitt
Ófeigi Eiríkssyni embætti bæjar-
fógeta á Akureyri og sýslumanns
Eyjafjarðarsýslu frá 1. október
n.k. að telja.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið,
21. júní 1967.
Frh. á' 15. síðu.
--------------------------«
illþýðuf lokkur Tr anEÓl’narf lokkur Sj álfstsðisflokkur Aljbýcubandalag
15059 27029 3S03S 1S923
5 3011 4/5 18 1501 11/18 20 1801 4/5 S 2320 1/2
s. 2509 5/S 21 1716,0 7 2417 4/7
7 2151 2/7 ... 22 . 1630,0 8 2115 3/8-
O O 1882 3/8 23 1533 18/23 9 1880 1/3
9 1S73 2/9 24 (1501 1/2) 10 1692 3/10
10 (1505 9/10) * • 11 (1538 5/11)
Hér að ofan sést tafla um útreikning uppbótarsætsnna. í efstu línunum sést atkvæðatalan að baki
hvers þingmanns, eins og hún var áður en úthlut ;n liófst. í neðri línunum sést síðan atkvæðatalan
að baki hvers þingmanns eftir að nppbótarmönn um hefur verið bætt við, og er 1 lína fyrir hverja
viðbót. í neðstu tölunum er atkvæðatalan að baki hvers þjngmanns hefðj hver flokkur fengið eitt
uppbótarsæti til viðbótar við fulla tölu. x
Taflan hér til hliðar sýnir hins vegar hvernig uppbótarsætunum er skipt niður á menn. Efst í
lista hvers flokks kemur sá, sem hefur hæsta at 'væðatölu, síðan sá sem hefur hæsta prósentu, þá
sá sem hefur næsthæsta atkvæðatölu og svo koll af kolli. Taflan sýnir bæð'i atkvæðatölu og prósentu
allra frambjóðenda, en svigi er utan um þá töluna, sem ekki á við.
Neytendamálaráð-
stefnunni lokið
Ráðstefnu Norrænu neytenda-
nefndarinnar lauk í Alþingishús-
inu i gær. Ráðstefnan stóð yfir
í tvo daga og voru fjöldamörg mál
tekin til umræðu.
Eins og sagði í blaðinu í gær
kom til tals á ráðstefnunni að
við viðskipta- eða félagsmálaráðu
neytið yrði stofnuð deild, sem
fjallaði um fjölskyldu- og neyt-
endamálefni almennt og studdi
viðskiptamálaráðherra, Gylfi Þ.
Gíslason mjög þá hugmynd og
sagði, að það væri fyllilega tíma-
bært, en þess má geta, að á öllum
hinum Norðurlöndunum fara
deildir innan ráðuneytanna með
þessi mál. Einnig var á fundin-
um rætt m.a. um norræna löggjöf
um verðlags- og neytendamál.
Sveinn Ásgeirsson, liagfræðingur,
formaður íslenzku nefndarinnar,
ræddi um lögin um óréttmæta
verzlunarhætti og nauðsyn end-
urskoðunar laganna, en öll hin
Norðurlöndin eru nú að endur-
skoða sína löggjöf um þetta efni.
Bjdrgvin Guðmundsson, deildar-
stjóri ræddi m.a. um löggjöf um
eftirlit með verðlagi og löggjöf
um ráðstafanir gegn einokun og
öðrum samkeppnishömlum, en
viðskiptamálaráðuneytið undirbýr
nú löggjöf um þetta efni. Einnig
van á fundinum rætt um kaupa-
lögln á Norðurlöndunum, en Nor-
ræna neytendamálanefndin liefur
snúið sér til dómsmálaráðherra
allra Norðurlandanna, og óskað
eftir endurskoðun þessara laga, en
Þátttakendur í norrænu neyt-
endamálaráðstefnunni utan við
Alþingishúsið í fyrradag. (Ljós
mynd: Bjarnlejfur).
kaupalögin voru á sínum tíma
sett í norrænu samstarfi og eru
nær samhljóða á öllum Norður-
löndunum. En síðan kaupalögin
voru undirbúin eru liðin 60 ár
og síðan er ýmislegt breytt á
þeim grundvelli, sem var fyrir
hendi 1907. Má í því sambandi
minna á t.d. heimilistæki og yfir-
leitt varanlegar neyzluvörur, sem
þá voru ekki fyrir hendi og ekki
gert ráð fyrir að yrðu. Það er mik-
ilvægt fyrir neytendur á Norður-
löndum að fá tryggðan sinn rétt,
auk þess sem framkvæmd lag-
anna þarf mikilla endurbóta við.
Hvorki seljendur né kaupendur
hafa gert sér nægilega Ijósa grein
fyrir tilveru kaupalaganna.
Sveinn Ásgeirsson skýrði frá
því, að íslenzk stjórnarvöld hefðu
nú meiri áhuga á neytendamálum
almennt en verið hefði. Kæmi
iþetta .bæði fram í fjölgun íslend-
inga í nefndinni, en þeir eru nú
þrír, stjórnskipaðir og einnig
þeim áhuga er viðskiptamálaráð-
Frh. á 15. síðu.
Þegar frambjóðendum, sem til greina koma við úthlutun
uppbótarþingsæta, hefur verið raðað á landskjörslista sam-
kvæmt ákvæðum 1. og 2. málsgr. 122 gr. kosningalaganna
eru listarnir á þessa leið:
Alþýðuflokkur: Atkvæðatala Hlutfall
1. Sigurður Ingimundarson 237916 (5,83)
2. Jón Þorsteinsson (652) 13,03%
3. Jón Ármann Héðinsson 159516 (10,71)
4. Bragi Sigurjónsson (1357) 12,98%
5. Unnar Stefánsson 754 (8,86)
6. Pétur Pétursson (48816) 7,80%
7. Hjörtur Hjálmarsson 352 (7,45)
8. Hilmar S. Hálfdánarson (286) 5,30%
Sjálfstæðisflokkur:
1. Sveinn Guðmundsson 2501 ?7 (6,12)
2. Sverrir Júlíusson (1787%) 12,00%
3. Bjartmar Guðmundsson 999% (9,56)
4. Eyjólfur K. Jónsson (568%) 11,36%
5. Ragnar Jónsson 89416 (10,51)
6. Ásberg Sigurðsson (536) 11,34
Alþýðubandalag:
1. Eðvarð Sigurðsson 271116 (6,64)
2. Jónas Árnason (827) 13,21%
3. Geir Gunnarsson 1097 (7,36)
4. Steingrímur Pálsson (611) 12,93%
5. Hjalti Haraldsson 78516 (7,52)
6. Ragnar Arnalds (637) 12,73%
7. Björgvin Salómonsson 56116 (6,60)
8. Helgi Friðriksson Seljan (50816) 9,4%
2 22. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ