Alþýðublaðið - 22.06.1967, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 22.06.1967, Blaðsíða 15
KEA. Frh. af. 7. síðu. 1965 í 925 milljónir króna árið 1966. Fundurinn 'ákvað að greiða í reikninga félagsmanna af tekju- afgangi ársins, sem var 882 þús- und krónur, 6% arð af viðskipt- um þeirra við Stjörnu Apótek, sem þeir sjálfir hafa greitt. Úr menningarsjóði félagsins hafði á árinu 1966 verið úthlut- að 70 þúsund krónum til 7 aðila, en tekjur sjóðsins voru 250 þús- und króna framlag samþykkt á 80 ára afmælisfundi félagsins síðastliðið ár, auk vaxta. Aðalfundurinn samþykkti nú 250 þúsund króna framlag til Menningarsjóðs. Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: ,,Aðalfundur Kaupfélags Ey- firðinga, Akureyri, 1967 lýsir yf ir megnri óánægju með fram- leiðslu Áburðarverksmiðjunnar Iif. Gufunesi og með áburðar- verzlunina í landinu yfirleitt. Virðist svo, sem ástand kjarná- áburðarins sé jafnvel verra í vor en nokkru sinni fyrr, og úrbætur í átt til nieira valfrelsis um lá- tourðarkaup ekki sýnilegax-. Fyrir því skorar fundurinn á stjórn Áburðaverksmiðjunnar að hefja sem fyrst endurbygg- ingu verksmiðjunnar með endur bætur og aukna fjölbreytni framleiðslunnar fyrir augum. Jafnframt telur fundurinn, að nú þegar beri verksmiðjunni að gera endurbætur á pökkun Kjarnans, til dæmis með notkun plastumbúða". í stjórn félagsins voru endur- kjörnir til iþriggja ára, Jón Jóns son kennari, Dalvík og Sigurður O. Björnsson, forstjóri, Akur- eyri. Endurskoðandi til tveggja ára var endurkjörinn Sigurður Óli Brynjólfsson, kennari, Akur eyri, og varaendurskoðandi til tveggja ára var endurkjörinn Steingrímur Bernhardsson, nýtt&hetra VEGA KORT bankaútibússtjóri, Akureyri. í stjóm Menningarsjóðs til þriggja ára var endurkjörinn Jó hannes Óli Sæmundsson, fyrrv. skólastjóri, Akureyri, og vara- menn í stjórn Menningarsjóðs til tveggja ára Hjörtur E. Þór- arinsson, toóndi, Tjöm og Árni Kristjánsson, menntaskólakenn- ari, Akureyri. Þá voru einnig kjörnir 15 fulltrúar á aðalfund Sambands ísl. samvinnufélaga. Um kvöldið báða fundardag- ana sýndi Leikfélag Akureyrar fulltrúum og gestum þeirra sjón leikinn „Draumur á Jónsmessu- nótt“ eftir Shakespeare. Kjaradeila Frh. af 3. síðu. geta þess hér, aö samningstoundið kaup málmiðnaðarmanna er í dag 2.410 krónur á viku. Á hvaða stigi standa málin í dag? Nú virðist stefna atvinnurek enda vera sú, að ekki eigi að lag- færa heldur beinlínis lækka kaup okkar hlutfallslega, ef miðað er við önnur félög innan Alþýðu- sambandsins, sem flest hafa feng- ið fram hækkun á kaupi félags- manna. Því er haldið fram, að kaup hafi eingöngu hækkað hjá hinum lægst launuðu, en það er ekki rétt. Kaup hefur hækkað hjá þeim, sem voru í sömu flokkum og við eða jafnvel í hærri launa- flokkum. Að lokum sagði Snorri, að málm og skipasmiðir væru staðráðnir í því að ná rétti sínum í deilu þess ari. Ráðstefna Frh af 2. siðu. herra hefði sýnt á því að koma upp fyrrnefndri deild við ráðu- neytið til að sinna fjölskyldu- og neytendamálum almennt. Á ráðstefnunni var einnig rætt um bílatryggingar á Norðurlönd- um. Fulltrúa FÍB, Hauki Péturs- syni, var boið til fundarins, og skýrði hann frá starfi Hagtrygg- inga. Vakti erindi hans allmikla athygli og var að því gerður góð- ur rómur. Norræna neytendamálanefndin (Nordisk Komité for Konsument' spörgsmál) var sett á fót árið 1957 samkvæmt ályktun fundar Norðurlandaráðs sama ár. Fyrsti formlegi fundur hennar var í jan úar 1958, en ísland gerðist' ekki aðili að nefndinni fyrr en ái'ið 1962. Nefndin opnaði skrifstofu í Osló 1964, og hefur starf hennar farið vaxandi ár frá ári. Hið eig- inlega hlutverk nefndarinnar er að efla samstarf og samræmingu á sviði neyzluvörurannsókna og neytendafræðslu á Norðurlöndun- um og gæta hagsmuna neytenda. Á hinum Norðurlöndunum er haft mjög strangt eftirlit með gæðum neyzluvarnings oþ réttmætum verzlunarháttum. Haft er náið eft- irlit með því, að vörur uppfylli þau skilyrði, sem sett hafa verið, svo og að neytendur séu ekki blekktir meö fölskum auglýsing- um. Eftir lok fundarins í gær spjall aði blaðamaður Alþýðublaðsins lítils háttar við þrjá' nefndar- menn, þau Ney Mork, fulltrúa Svia, Inger Valle, formann norsku nefndarinnar og Olavi Vayrynen, formann finnsku nefndarinnar. Þau lýstu öll ánægju sinni með þennan fyrsta fund Norrænu neyt endamálanefndarinnar á íslandi og fóru lofsamlegum orðum um dvölina hér. Þau voru heppin með veður og sögðust ekki hafa búizt við að á íslandi væri svo gott veður, þau höfðu búizt við meiri rigningu, dimmu og kulda. Ney Mork, fulltrúi Svía, hrósaði mjög drykkjarvatninu okkar, en í Sví- þjóð er vatnið ekki gott til drykkj ar, þeir verða að hreinsa það svo mikið. Öll voru þau sammála um að þau hafi undrast', hve húsa- kynni fólks í Reykjavík væru góð og hve mikið væri af nýbygg ingum. Einnig fannst þeim bíl- stjórarnir áberandi kurteisir, er þeir stönsuðu til að hleypa fólki yfir götu. Þeim fannst sérlega mikið koma til listasafns Einars Jónssonar, en það höfðu þau heim sótt í gær. Sjonvarp Frh. af 1. síðu. muna er það hefur sendingar að nýju. Enn mun þó ekki hafa verið ákveðið, hvenær það verður, en útvarpsráð mun væntanlega taka ákvörðxm um það einhvei-n næstu daffa, hve langt sumarleyfahlé sjónvarps- ins verði. Geimferðahópur Framhaid af bls. 3. tveir úr tendgönguliðfi flotans (marines). Meðal geimfaranna eru tuttugu giftir og þrír ógiftir. Þeir giftu eiga eitt til sex börn hver. Sam anlagt eiga þeir 52 börn Geimfar amir eru á aldrinum 30 til 37 ára og hæð þeirra er frá 175 til i 183. Allir sinna þeir einhverjum á- hugamálum i frístundum. Flestir stunda einhvers konar íþróttir. Trésmiðar eru þó áhugamál þriggja þeirra og tveir stunda bíla- og útvarpsviðgerðir. Auk þess hafa þeir allir ein- hver fræðileg áhugamál, svo sem stjömufræði, stærðfræði og einn fæst meira að segja við að lesa skapgerð manna af rithandarsýn ishomum. Tveir stunda leiklist og myndhögg. Tónlist og bók- menntir em einnig vinsælt af- þreyingarefni meðal þeirra. Þótt harðar kröfur séu gerðar til geimfara, þá hafa þessir menn einnig tíma og hæfileika, til að sinna ýmsum hugðarefnum. De Gaulle Framhald af 1 Síðu. og Sovétríkjanna hljóti að aukast og slíkt muni stofna friðnum í Evrópu í hættu. Þetta sjónarmið er einnig að finna í þeirri yfir- lvsingu, að stríðið í Vietnam hafi skapað ástand, er gerí Kína kleift að taka sína núverandi afstöðu og til að vígbúast, Talsmaður í Washington lýsti yfir, að enginn, sem með atburð um fylgdust sæi neitt samhengi milli stríðsins í Austurlöndum nær og stríðsins í Vietnam Uppbótarsæti Frh. af 1 síðu. og 20 menn kjörna, Alþýðubanda- lagið 16.923 atkvæði og 6 menn kjörna og Óháði lýðræðisflokkur- inn 1043 atkvæði og engan mann kjörinn. Atkvæðatala að baki hvers kjördæmakjörins þing- manns verður því 3011 % atkv. hjá Alþýðuflokknum, 1501 11/18 hjá Framsóknarflokknum, 1801% hjá Sjálfstæðisflokknum og 282014 atfiv. hjá Alþýðubandalag- inu. Eftir að uppbótarsætunum hefur verið út'hlutað verður at- kvæðatalan að baki hvers þing- manns 1673 2/9 atkv. hjá Al- þýðuflokknum, 1501 11/18 atkv. hjá Framsóknarflokknum, 1566 18/23 atkv. hjá Sjálfstæðisflokkn- um og 1692 3/10 hjá Alþýðu- bandalaginu. Til þess að fullur jöfnuður hefði náðst milli þing- flokka hefði þurfa að úthluta 3 uppbótarsætum til viðbótar og hefðu þau skipzt jafnt milli flokk- anna þriggja, sem uppbótarsæti hlutu. Embætti Frh. af 2. síðu. Dr. Gísli Blöndal, hagfræðing- ur, hefur verið settur til að gegna embætti hagsýslustjóra ríkisins frá 1. júlí næslkomandi. Ævar ísberg, viðskiptafræðing- ur, skattstjóri í Reykjanesum- dæmi, hefur verið skipaður vara- rikisskattstjóri frá 1. júlí næst- komandi. Ólafur Nilsson, löggiltur endur- skoðandi, hefur verið skipaður skattrannsóknarstjóri frá 1. sept- ember næstkomandi. Sveinn Þórðarson, viðskipta- fræðingur, aðalendurskoðandi Pósts- og síma, hefur verið skip- aður skattstjóri í Reykjanesum- dæmi frá 1. júlí næstkomandi. AUGLÝSID í Aiþýuublaðlnu Móðjr okkar, RÓSAMUNDA GUÐMUNDSDÓTTIR andaðist mánudaginn 19. júní 1967. MARÍA ÁSTMARSDÓTTIR; ELÍN ÁSTMARSDÓTTIR, INGÓLFUR ÁSTMARSSON, MAGNÚS ÁSTMARSSON Hjartkær eiginmaður minn faðir okkar, tegndafaðir og afi LEOPOLD JÓHANNESSON, Hringbraut 88, Reykjavík. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. jíal kl. 1,30. Blóm vinsamlega afþökkuð. ÁGÚSTA JÓNASDÓTTIR, BÖRN, TENGDABÖRN OG BARNABÖRN. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTINN ÞORSTEINSSON, Langeyrarvegri 9, Hafnarfirði er lézt hinn 16. þ.m., verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 23. þ.m. kl. 2 e.h. SOFFÍA SIGURJÓNSDÓTTIR, BÖRN, TENGDABÖRN OG BARNABÖRN. Hjartans þakkir til ykkar allra sem minntust okkar við fráfall og jarðarför ástvinar okkar BALDURS MAGNÚSSONAR, Þórsmörk, Mosfellssveit. Við þökkum ykkur sem heimsóttuð hann, starfsfólki og læknum á Reykjalundj og lyflækningadeild Landsspítalans, fyrir fróbæra umönnun í veikindum hans. LÁRA HARALDSDÓTTIR OG BÖRN, IIALLDÓRA HALLDÓRSDÓTTIR, MAGNÚS H MAGNÚSSON, MARTA GUÐMUNDSDÓTTIR, HARALDUR GUÐJÓNSSON. 22. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ |5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.