Alþýðublaðið - 22.06.1967, Page 10

Alþýðublaðið - 22.06.1967, Page 10
Jean-Louis Tringtignat, Luciana Angiolillo og Vittorio Gass- man í kvikmynd Dino Riss, „II sorpasso“, sem Nýja bíó sýnir. ÉG! PLAYBOY. II sorpasso. Nýja bíó. ítölsk frá 1962. Leikstjóri og framleiðandi: DINO RISI. Handrit: Ettore Scola og Rugg ero Maccarj Tónlist; Riz Ortolani. Ég! pleyboy (ekki beint ís- lenzkulegt nafn) fjallar um tvær ólíkar manngerðir. Ann ars vegar er áhyggjulaus æv- intýramaður, ístöðulaus og uppivöðslusamur, og er hans helzta yndj að aka sportbíl. Hins vegar er ungur og ófram færinn maður, sem er að læra lögfræði, og hefur því hlotið takmarkaða lífsreynslu. Þeir hitta af tilviijun friðsælan sumardag í Róm, þegar borgin virðist mannlaus, þar eð flest ir hafa farið í sumarfrí. Bruno (Vittorio Gassman) fær unga manninn, Roberto (Jean- Louis Trintignant), með sér í Ianga ökuferð. Robert er í fyrstu ekkert um þetta gefið, en laðast þó síðar meir að þessum ævintýramanni. Ro- berto er fremur úrræðalaus náungi, en Bruno er ekki lengi að koma honum úr öll- um vandræðum Lítið er um kvennafar í þessari mynd, þó oft líti bærilega út fyrir þeim félögum hvað það snertir, og jafnvel enn minna um drykkju skap. Þessu gjálífi nútímans er að vísu ekkj gerð nein veruleg skil í þessari kvikmynd. Allt er þetta fremur laust í reipun um og yfirborðskennt. Það er svo sem ekkert nýtt við þessa mynd, hvorki að efnj til né Ieikstjórn. Þó er myndin á engan hátt leiðinleg, það er yfir henni viss fransk-ítalskur sjarmi, sem oft á tíðum getur á sinn hátt verið heillandi, en það er kannski öðru fremur skemmtilegri tónlist að þakka. Þó eru viss atriði. sem.benda til þess, að Dino Risi vilji segja eitthvað með þessari mynd, en það er eins og hann komist aldrej að kjamanum og niðurstaðan verður akkúr rat engin. Þó myndin endj á því, að Roberto deyr í bílslysi eftir glæfralega ökuferð þeirra kunningja, og sé nýbúinn að lýsa því yfir, að þessir tveir dagar, sem þeir hafi verið saman, séu þeir beztu í hans lífi, verður ekki dregin af því endanleg niðurstaða. Risi virð ist gera nokkrar tilraunir til að skýra rótleysi nútímamanns ins, a m. k. benda nokkur at- riði til þess. Hann teflir þama saman tveim andstæðum — Bruno og Roberto. Það er hinn ungi háskólanemi, sem verður fyrir nokkrum áhrifum frá ævintýramanninum. Bruno verður þannig meiri persóna, en Roberto verður aftur á móti gersamlega áhrifalaus; hann er jafnvel farinn að trúa því, að allt nám hans í lög- fræði sé tilgangslaust. Sé lit ið á heildina verður myndin fremur marklaus, við erum litlu sem engu nær um rótleysi nútímamannsins, hið svallsama og andlausa líferni, er fylg- ir í kjölfar velmegunar. Það sem verður þó helzt minnisstætt úr myndinni eru nokkur gamansöm atriði eins og t. d. atriðið á salerninu og lokaatriðið, þar sem töluverð spenna er, þó það hefði ef til vill geta orðið betra. Leikendur vekja enga sér- staka athygli manns, nema þá helzt Jean-Louis Trintign- ant. Hann gerir hlutverki sínu þokkaleg skil miðað við hversu vanþakklátt það er og sting- ur leikur hans í þessari mynd verulega í stúf við MATA HARI, þar sem hann lék að- alhlutverkið á móti Jeanne Moreau. Catharine Spaak leik ur Lili, dóttur Brunos, en er ekki nándar nærri eins yndis leg og í myndinni Nakta lér- eftið (La noia), sem Bæjar- bíó sýndi. — Sig. Jón Ólafsson. Aðalfuncfiur KEA: Óánægja me5 áburðarframieiðsluna ÁÐALFUNDUR Kaupfélags Eyfirðinga var haldinn í Sam- komuhúsi Akureyrarbæjar dag- ana 6. og 7. júní s.l. Rétt til fundarsetu 'höfðu 199 fulltrúar úr 24 deildum félags- ins, en mættir voru 182 fulltrúar úr 18 deildum auk stjómar fé- lagsins, kaupfélagsstjóra, endur • skoðenda og ýmissa gesta. Fundarstjórar voru kjömir Stefán Reykjalín, bygginga- meistari og Gunnar Kristjáns- son, Dagverðareyri, en fundar- ritarar Amsteinn Stefánsson, Stóra Dunhaga og Haraldur Hannesson, Víðigerði. í upphafi fundarins afhenti formaður Starfsmannafélags K EA, Gunnlaugur P. Kristinsson, kaupfélaginu fundarhamar að gjöf frá starfsfólki þess í tilefni 80 ára afmælis félagsins á s.l. ári. Hamarinn er gerður af Sig- tryggi Helgasyni, gullsmið og Friðgeir Sigurbjörnssyni, hús- gagnasmið. Stjórnarformaður, Brynjóifur Sveinsson, menntaskólakennari, flutti skýrslu stjórnarinnar og greindi frá verklegum fram- kvæmdum félagsins á síðast- liðnu ári. Kaupfélagsstjórinn, Jakob Frí mannsson, skýrði frá rekstri fé- lagsins og las reikninga þess fyr ir árið 1966. Heildarvörusala fé- lagsins og fyrirtækja þess á inn lendum og erlendum vörum þeg ar með eru taldar útflutningsvör ur, verksmiðjuframleiðsla og sala þjónustufyTÍrtækja, hefur aukist úr 802 milljónum króna Framhald 'á 15. síðu. Tvö stórblöð sameinast Alþjóðaútgáfa ameríska stór- blaðsins The New York Times, er gefin hefur verið út í París síðan í júní 1949, hætti að koma út um síðustu helgi, er blaðið var sam- einað öðru amerisku blaði igefnu út í París Tthe New York Herald Tribune—Washington Post. Hið nýja blað heitir The International Herald Tribune. Þetta er önnur meirihiáttar breyt ingin, sem verður á The Herald Tribune í París síðan það var stofnað fyrir 80 árum. 1 september sl. eignuðust eigendur Washington Post hluta í blaðinu og var nafni þess þá breytt í það horf, sem get- ur um að ofan. Nú sem sagt tekur það aftur upp að mestu sitt gamla nafn. The New York Times byrjaði að gefa út Parísarútgáfu sína í júní 1949, eins og áður getur, og var þá flogið á hverri nóttu með ,,matr essur“ eða mót af síðum blaðsins frá New York, blýi rennt í mót- in í París og það síðan prentað. 1952 var prentun blaðsins flutt til Amsterdam, en síðan aftur til Par Árið 1963 voru sett ný lög um almenningsbókasöfn. Voru ýmsar breytingar gtrðar á skipulagi opí inbers stuðnings við almennings- bókasöfnin, oig hann jafnframt auk inn verulega. Setning laganna hafði það í för með sér, að stuðn- ingur ríkisins við almenningsbóka- söfn hefur aukizt úr 1,8 miRjón kr. árið 1963 í 4,8 millj. kr. í fyrra. Eru almenningsbókasöfnin sívax- andi þáttur í menningarlífinu, og færist notkun þeirra ánægjulega í vöxt. Síðasta Alþingi samþykkti frum varp um greiðslur af háKu hins opinbera til höfunda fyrir notkun verka þeirra í almenningsbókasöfn um. Hingað til hafa höfundar enga greiðslu fengið fyrir útlán bóka sinna úr almenninigsbókasöfnum. Nú var svo kveðiö á, að þeir aðilar sem standa að rekstri almennings bókasafna, þ.e.a.s. rí'ki og sveitar- félög, skuli skoða greiðslu þókn- unar til íslenzkra höfunda fyrir útlán úr söfnunum eins og annan rekstrarkostnað safnanna. Verður greiðslan til höfundanna miðuð við eintök bóka þeirra í söfnun- um. Árleg greiðsla til höfundanna mun ,eins og nú standa sakir, verða um 900 þús. kr. á ári. Rennur hún í sérstakan sjóð, sem höfundarn- ir rtáðstafa sjálfir. ísar árið 1960. Var blaðið í fyrstu einskonar stytt útgáfa móðurblaðs ins í New York, en þróaðist smám saman í að verða allmiklu sjálf- stæðara. Saga Herald Tribune—Washing ton Post er miklu lenigri, enda rakti það blað sögu sína til ársins 1887, er James Gordon Bennett stofnaði þaö, og heíur blaðið alla tíð sðan verið gefið út sem sjálf— stætt dagblað. Kennt hefur margra grasa á sðum þess í 80 ár, og með- al þeirra, sem skrifað hafa í blað- ið, má finna nöfn eins og Ernest Hemingway og Karl Marx. Árið 1961 vom sett ný lög um Fræðslumyndasafn ríkisins og skipulagi þess breytt í ýmsum at- riðum. Aður en lögin voru sett, voru fjárveitingar til Fræðslu- mydnasafnsins 250.000,— kr., en voru í fyrra 890.000,— kr. í lög- um þeim um greiðslu skólakostn- aðar, se msíðasta Alþingi sam- þykkti, voru ákvæði um, að telja megi greiðslu skólánna til Fræðslu myndasafnsins fyrir kaup á fræðslumyndum til venjulegs skólakostnaðar. í kjölfar þessa mun eiga sér stað mikil aukning á þjónustu fræðslumyndasafnsins við skólana, og mun það verða heilbrigðu og nýtízkulegu skóla- starfi mikil lyftistöng, þar eð notk un fræðslumynda fer nú hvarvetna mjög í vöxt og þarf að stóraukast hér á landi. För til Danmerk- ur á vegum Nor- ræna félagsins Þann 29 júní næstkomandi verður farin för til Dan- merkur á vegum Norræna félags ins og Dansk-Islandsk samfund. Eiga meðlimir Norræna félags- ins og Dansk-Islandsk samfund kost á íbúðaskiptum við nokkra félagsmenn í Danmörku, og verð ur fargjald mjög lágt. Ætlunin er að reyna að halda uppi þess konar ferðum í framtíðinni, ef vel tekst að þessu sinni. Þeir sem áhuga hafa á förinni geta fengið allar upplýsingar um fjöl skyldur, verð o.þ.h. hjá Ferða- skrifstofunni Sunnu í Bankastræi 7, sími 16400. Verða íslending- arnir í Danmörku í þrjár vikur. > 10 22- J'úní 1967 ~ ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.