Alþýðublaðið - 22.06.1967, Side 4
íEmm
Rltstjóri; Benedikt Gröndal. Simar 14900—14903. — Auglýsingasími:
14906> — Aðseturr. AlþýBuhúsið við Hverfisgötu, Rvik. — Prentsmiðja
Alþýðublaðsins. Simt 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — 1 lausa-
sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Aiþýðuflokkurinn.
Heimili og neytendur
ÞESSA DAGA stendur yfir í Reykjavík fundur nor-
rænu neytendamálanefndarinnar, en 'hún er einn af
ávöxtum Norðurlandaráðs. Má af því marka áhuga
norrænu þjóðanna á málefnum neytenda, að slík
nefnd skuli vera til.
Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra flutti
ræðu við upphaf fundarins. Þar lýsti hann meðal
annars þeirri skoðun sinni, að hann teldi fyllilega
tímabært fyrir íslendinga að koma upp sérstakri deild
við viðskipta- eða félagsmálaráðuneytið til að vinna
að fjölskyldu- og neytendamálum.
Gylfi sagði, að íslendingar hefðu ekki sinnt þess-
um málum sem skyldi og væru komnir aftur úr hin-
um Norðurlöndumim. Þar fjölluðu víðast sérstök
ráðuneyti um þessi mál og væru talin hin mikilvæg-
ustu af því að þau snerta daglegt líf og afkomu
heimilanna. Kvað Gylfi nauðsynlegt að bæta úr þessu
hér á landi.
Fyrr á árum lagði 'hin vinnandi alþýða megin-
áherzlu á samtök til að berjast fyrir hærra kaupi
og þarmeð bættum lífskjörum, ásamt öðrum rétt-
indum. í seinni tíð hefur það orðið með hverju ári
ljósara, að þetta er aðeins önnur hlið málsins. Hin
hliðin er sú spurning, hvað fæst fyrir kaupið, og
þá koma allir fram sem neytendur.
Það er ánægjulegt, að Gylfi Þ. Gíslason skyldi láta
í ljós þær skoðanir, að íslendingar þurfi að sækja
fram á þessu sviði — og er vonandi að það verði
gert frekar fyrr en síðar.
i
Eru þeir nízkir?
FYRIR NOKKRUM ÁRUM hélt Iðnaðarmálastofn-
unin sýningu í Iðnskólanum, og fjallaði hún um
„framleiðni“. Þótti hún nýstárleg, enda orðið og
jafnvel hugtakið mörgum mönnum nýtt.
Síðan hefur æ fleirum orðið ljóst, að aukin fram-
leiðni er kjárninn í efnahagsvandamálum íslendinga.
Að framleiða sem mest með sem minnstum tilkostn-
aði er lykillinn að góðri afkomu fyrirtækis eða ein-
staklings.
Nokkrir erlendir aðilar taka nú þátt í framkvæmd-
um hér á landi. Svo er að heyra á kunnugum, að
Islendir>ííum þyki þessir útlendingar „nízkir“. Þeir
hika við að setja mann í þetta og mann í hitt og
kaupa eitt eða annað, sem einhverjum dettur í hug.
Vafa!ar’'-t er þetta rétt athugað. En skyldi það ekki
veya, að úlendingar þessir gættu þess hetur að
hyggingakostnaður hélcV áætlun og þeir næðu hetri
árangri með ,,nízku“ sinni en aðrir með bullandi
stórhug og sukki?
4 22. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Kosningahóf á vesturlandi
Síðastliðinn föstudag hélt Alþýðuflokkurinn í V esturlandskjördæmi kosningahátíð í félagrsheimil-
inu að Arnarstapa á Mýrum. Kom þangað fjöldi fólks víða að, allt frá Akranesi til Hellisands. Guð
mundur Vésteinsson, formaður kjördæmaráðs, stjárnaði samkomunni, en til máls tóku Benedikt
Gröndal. Pétur Pétursson, Háldán Sveinsson og Bjarni Andrésson. Myndin sýnir Guðmund Jónsson
söngvara og hluta af samkomugestum. (Mynd: ÞórJur Þórðarson).
★ 17. JÚNÍ.
Þjóðhátíðardagurinn er liðinn og
fóru hátíðahöldin að þessu sinni fram á nýjum
stað og með nýju sniði. Veðrið var fremur óhag-
stætt, hvassviðri og rigning, einkum þegar á dag-
inn Ieið, og kom það auðvitað niður á skemmti-
atriðunum og dró úr aðsókninni.
Talsverð óánægja og gagnrýni
hafði komið fram út af fyrirhuguðum breytingum
á hátíðahöldunum, sér í lagi niðurfellingu dans-
leiksins og flutningi þeirra úr miðbænum inn í
Laugardal. Á siðustu stundu breytti þó þjóðhá-
tíðarnefndin ákvörðun sínni um að fella niður
dansleikinn og ákvað, að hann skyldi verða við
Laugardalshöllina um kvöldið.
Segja. má, að ekki hafi verið ó-
eðlilegt, að þjóðhátíðamefnd leitaði fyrir sér með
nýtt fyrirkomulag hátiðahaldanna, nefndin hefur
undanfarin ár legið undir nokkurri gagnrýni fyrir
litla tilbreytni og hefðbundin skemmtiatriði. —
Þess vegna var þessi tilraun kannski réttmæt og
út af fyrir sig góðra gjalda verð. Nokkur reynsla
hefur nú fengizt. Það hefur t. d. komið í ljós,
að í grundvallaratriðum vill almenningur halda
hinu hefðbundna fyrirkomulagi, sem verið hefur
að skapast á liðnum árum. Bæjarbúar vilja sem
sagt halda barnaskemmtuninni að deginum, sömu-
leiðis útidansleiknum um kvöldið og auðvitað í-
þróttunum, um þær hefur aldrei verið deilt, og
margir vilja hafa hátíðahöldin áfram í miðbæn-
um, a.m.k. að einhverju leyti.
1
★ ÓAFSAKANLEGT HIRÐU-
LEYSI.
Af þessari tilraun ætti þjóðhátíð-
arnefnd að geta nokkurn lærdóm dregið. Hátíða-
höldin eru auðvitað fyrir bæjarbúa og við sann-
gjarnar og eðlilegar óskir þeirra ber að miða þau.
Mér sýnist, að lausnin gæti verið sú, að skipta
dagskránni milli tveggja eða jafnvel fleiri staða.
T. d. að hafa útidansleikinn í miðbænum fyrst uxni
sinn, en önnur skemmtiatriði annars staðar í bæn-
um og kemur þá Laugardalurinn auðvitað fyrst
og fremst til greina, enda sérlega vel til þess
fallinn og verður það þó í enn ríkara mæli, þegar
timar Iíða.
Annars fóru hátíðahöldin eftir at-
vikum vel og skikkanlega fram, en auðvitað spilltl
veðrið ánægjunni og dró nokkuð úr þátttöku.
Að einu leyti var þó um veru-
Iega afturför að ræða. Undanfarið hefur hátíðar-
svæðið verið hreinsað vel og vandlega þegar að
hátíðahöldunum loknum. Nú var- ekkert um það
hirt, bréfarusl, flöskubrot og annað dót lá eins og
hráviði út um allt daginn eftir, merkjaveifur
héngu uppi og öskutunnur stóðu eða lágu hingað
og þangað og gubbuðu af offylli, en islenzki fán-
inn blakti hátíðlega yfir viðurstyggðinni. Ekki
veit' ég hver ber ábyrgð á þessu, en hirðuleysið
er óafsakanlegt. — S t e i n n .