Alþýðublaðið - 22.06.1967, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 22.06.1967, Qupperneq 5
 Egypzk þota eyðilögð á flugvelli í Sinai-eyðimörkinni. Hún er af Mig-gerð, en Egyptar fengu mikið af flugvélaflota sín- um frá Rússum. HIN opinbera fréttastofa í Jú- góslavíu, Tanyug, skýrði frá því fyrir helgina, að stórar, ■sovézkar flutningaflugvélar ihefðu verið að koma til Egypta lands s. 1. iþrjá daga með nýj- ar MIG-orrustuþotur handa egypzka flughernum. Fréttastofan vitnaði í Kairó- fréttaritara júgóslavnesks blaðs, þar sem sagði, að talið væri, að um 100 MIG-þotur væru þegar komnar til Egyptalands. í Washington er því hins vegar haldið fram, að Rússar hafi að eins flutt flugleiðis um 50 MIG-þotur til Egyptalands og Algier, síðan vópnahléinu var komið á. — Flugvélarnar voru fluttar í kössum og er þá eft- ir að setja þær saman. Talið er, að flugvélar þessar séu afhentar samkvæmt fyrra samkomulagi, og kann það að vera lástæðan tii þess, að Rúss- ar töldu sig ekki geta fallizt á tillögu Breta um bann við vopnasölu. Ef Sovétmenn hafa áður verið búnir að lofa að afhenda Egyptum þessar flug- vélar, þá hefðu þeir ekki með góðu móti getað riftað því á þeim tíma, er flugher Arab- íska sambandslýðveldisins hef- ur raunverulega verið þurrk- aður út, svo að leiðtogar Egypta finna sig gjörsamlega berskjaldaða í lofti. ísraelsmenn telja sig hafa eyðilagt 441 flugvél Araba, flestar þeira egypzkar. í þess- ari tölu eru 277 MIG-vélar og meira en helmingur þeirra af nýjustu gerð, 14 Sukhoi sprengju- og orrustuvélar og 122 vélar af ýmsum gerðum, flutningavélar og þyrlur. Það má segja, að það sé það minnsta, sem Rússar geta gert, að bæta þetta tap upp með 50 eða jafnvel 100 MIG-vélum, og þetta þarf ekki í sjálfu sér að tákna endumýjað vígbúnaðar- kapphlaup í Austurlöndum nær. Óstaðfestar fregnir frá Kai- ró segja, að Rússar hafi lofað að láta alls í té 200 MIG-vélar. En þrátt fyrir þetta er ástæða til að ætla, að valdhafarnir í Kreml muni vera að endur- skoða stefnu sína varðandi hernaðaraðstoð, sem nýafstað- in styrjöld í Austurlöndum nær hefur sýnt, að hefur mistekizt svo hrapallega. Það hefur ver- ið altalað um hinn vestræna heim, að sigur ísraelsmanna hafi fyrst og fremst stafað af því, hve hermenn þeirra voru vel þjálfaðir og miklu færari í meðferð nýtízku vopna en Arabar. Það veldur nokkurri undr- un að heyra þessa skoðun berg mála í „Radíó friður og fram- farir“, sem sendir frá Moskvu til Asíu og virðist benda til þess, að Rússar séu einnig að komast á þá skoðun, að ný- íízku vopnum sé sóað á Araba. „Ein aðalástæðan fyrir því, að Arabar töpuðu hernaðará- tökunum", sagði í útvarpssend ingunni var sú, að „tveir gjör- ólíkir herir mættust á vígvell- inum“. ísraelsmenn höfðu á að skipa „velþjálfuðum her menntaðra manna, búnum ný-' tízku vopnum". Arabar höfðu. að vísu nýtízku vopn, viður-. kenndi útvarpið „og foringjar, þeirra höfðu gengið á nýtízku herskóla og lært af reynslu: nýtízkulegasta hers heimsins, ‘ Sovéthersins". Og útvarpið bætti við: „En ef við skoðum hina óbreyttu1 hermenn í herjum Araba, kom umst við að raun um, að þeir eru sveiíamenn, flestir hverjir illa menntaðir og ekki alltaf færir um að nýta til fullnustu nýtízku vopn . . . sem stjórn- uðu skriðdrekum og sjálfknún- um fallbyssum, en höfðu enn ekki-náð fullkomnum tökum á þeim. Þetta var munurinn, sem úrslitum réði“. Ef þetta sýnir hinn opinbera þankagang í Sovétríkjunum l nú, þá er það viðurkenning 'á því, að fyrri stefna Rússa vai*J' andi hernaðaraðstoð hafi verið röng og nú verði að koma sér niður á nýja stefnu. Þetta er vissulega skoðun,1 sem hermenn, bæði í austri og vestri hafa haft um nokkurtr skeið, því að þeir vita bezt, að' ómenntaðir sveitamenn geta1 ekki stjórnað nýtízku vopnum, ( en þeir hafa oft orðið að láta í minni pokann fyrir ríkis- stjórnum, sem af stjórnmála- ástæðum hafi talið nauðsyn- legt að veita vanþróuðum þjóð um hernaðaraðstoð. Stríðið í Austurlöndum nær hefur sýnt fánýti þessarar stefnu svo augljóslega, að jafn vel Rússar kunna nú að vcra reiðubúnir til að leita) efn- hverra ráða til að viðhalda friðnum á þessum stöðum ann- arra en að halda uppi vígbún- aðarkapphlaupi. Þó að rúss- nesku blöðin hamist enn gegn ísraelsmönnum, eins og við var að búast, þá hljóta þeir í Kreml að vera að draga lær- dóma af stríðinu fyrir Miðjarð arhafsbotni. — Sendingin frá „Radíó friður og framfarir" kann að sýna nokkuð af hin- um nýju hugmyndum, sem þetta nýja ástand hlýtur að kalla fram. Heilsuspillðndi þéttbýli DAGANA 19. til 30. júní verður haldin í Helsingjaeyri sérstök ráðstefna fyrir fulltrúa frá van- þróuðum löndum, þar sem m. a. verður rætt um nauðsynlega menntun og þjálfun þeirra manna, sem starfa að því að tak marka stærð fjölskyldna og upp- lýsá almúgann um leiðir til þess. Er þetta fyrstn alþjóðaráðstefna sinnar tegundar, sem kvödd er saman af Sameinuðu þjóðunum. Búizt er við fulltrúum frá um 20 ríkjum í Afríku, Asíu, Ró- mönsku Ameríku og Evrópu — flestum þeirra frá vanþróuðum löndum. Auk þess sækja ráð- stefnuna sérfræðingar frá sex löndum, m ,a. Danmörku, Nor- egi og Svíþjóð. Að ráðstefnunni standa í sam einingu Sameinuðu þjóðirnar og danska ríkið. Leiðtogi hennar af hálfu Sameinuðu þjóðanna verð- ur Milos Maeura, en af hálfu Dana Helge Larsen, skrifstofu- stjóri dönsku hagstofunnar. Forstjórar þeirra þriggja manntalsstofnana, sem Samein- uðu þjóðirnar styðja i þremur heimsálfum, sækja einnig ráð- stefnuna. Tilgangurinn er m. a. að samræma þá menntun og þær rannsóknir, sem stundaðar eru á alþjóðlegum vettvangi, þeim rannsóknum sem stundað- ar eru í hverju einstöku landi. Á bráðabirgðadagskrá ráð- stefnunnar er m. a. sú menntun, sem nauðsynleg er til að tak- marka frjósemi og leysa önnur vandamál fjölskylduáætlanai. í orðsendingu til ráðstefnunnar leggur XJ Thant, framkvæmda- stjóri, áherzlu á, að krafan um sérmenntun á þessu sviði sé á- kaflega mikilvæg, þar sem menn nái ekki tilætluðum árangri í þeirri viðleitni að draga úr frjó semi mannkynsins nema þeir hafi til þess nauðsynlegar for- sendur í formi upplýsinga, sam- gangna, tækni og tækja. Enn- fremur verði fólkið að hafa vilja til að stefna að fámennari fjöl- skyldum. UM gervalla jörðina yfirgefur fólk sveitirnar í stórum stíl og flyzt til borga og þéttbýlla svæða. í lok þessara aldar er búizt við að 80% jarðarbúa muni eiga heima í borgum. Það er hins vegar alls ekki víst, að ástandið í borgunum verði betra en það var í sveitaþorpum. Nú þegar eru heilbrigðismál stór- borganna orðin ískyggilegt vandamál, og kom það fram á þingi Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar í Genf nú í vor. Samkvæmt rannsókn stofnunar- innar hafa einungis 5% af þeim 250 milljónum manna. sem nú búa í borgum vanþróuðu land- anna, viðunandi aðgang að vatni. — Að því er varðar; af- rennsli og þrifnað, er ástandið ennþá verra. Indverjar upplýstu að 79% af fjölskyldum Kalkútta borgar byggju í einu herbergi eða deildu herbergi við áðra fjölskyldu. Skortur er á 150 mill jón íbúðum í vanþróuðu löndun- um og 30 milljón íbúðum i iðn- aðarlöndunum. Vandamál bbrg- anna í hinum efnaðri löndum eru líka alvarleg og erfið við- ureignar. í brezkri skýrslu seg- ir, að koma mætti í veg fýrir tvo þriðju hluta af bamadauða landsins, ef hægt væri að bæta hið félagslega ástand og þá éink um að draga úr hinum geigýæn- legu húnsæðisþrengslum. | 22. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.