Alþýðublaðið - 22.06.1967, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 22.06.1967, Qupperneq 13
KQR&v/hcsBÍG íslenzkur texti. OSS 117 í Bahia Ný ofsaspennandi OSS 117 mynd í litum og Cinemascope segir frá baráttu við harðsvíraða upp- reisnarmenn í Brasilíu. FREDERIK STAFFORD. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Tom Jones Heimsfræg stórmynd í litum er iilotið hefur 4 Oskarsverðlaun. Albert Finney. Susannah York íslenzkur texti. Sýnd kl. 9. ÓTTAR YNGVASON, hdl. BLÖNDUHLfÐ 1, SfMI 2129Ó VIÐTALST. KL. 4—6 MALFLUTNINGUR LÖGFRÆDISTðRF BÆNDUR Nú er rétti tíminn til að skrá vélar og tæki sem á að selja. TRAKTORA MÚGAVÉLAR BLÁSARA SLÁTTUVÉLAR ÁMOKSTURSTÆKI Við seljum tækin. Bíla- og Buvétasalan v/Miklatorg-, sími 23136. ÖKUMENN! Látið stilla í tíma. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. ! BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100. — Farðu, sagði Lúcíana skyndilega. Kannski ég hitti þig í kvöld og karm&ki ekki. Hún rak hann út í garðinn eins og hún hefði ósýnilegan sóp í hönd- unum, hann hafði rétt tíma tö að kveðja mig. — Gott, þarna fór hann, sagði hún og neri saman höndunum. — Þú kemur fremur leiðin- lega fram við kærastann. — Hann er enginn kærasti. Hann er heimskingi. Við skulum tala um þig. Mig langaði til að tala um Marcello en Lúeíana sagði, að ég ætti að flýta mér upp til frúar- innar. — Hér gengur allt eftir klukk- unni. Eftir klukkutimunum. — Áhyggjufull? — Nei, stundvís og góð, sagði ihún. — Frúin og herrann eru mjög stundvís. Eftir fimm mínútur nákvæm- lega rak hún mig upp stigann. Við enda gangsins voru dyr, sem nægt hefðu sem útidyr að húsi erkibiskups. Lúciana barði að dyrum, beið augnablik og sagði: Farðu inn, mér leið líkt og ég væri send í ljónabúr. Patricia Alexander sat' við snyrtiborðið í Ijósgulum slopp og málaði sig. Hún leit á mig í speglinum og sagði: — En skemmtilegt að sjá þig, elskan. Seztu, — ég er að laga mig til og get ekki talað. Það var dregið fyrir gluggann og þarna sat hún í rökkrinu og málaði sig. í herberginu, sem var málað fölblátt og grátt var allt fullt af bleikum rósum. Þær voru jafn margar og í blóma- búð. Stórir ástarguðir með gyllt' an rass og spékopp á hælnum flugu yfir rúminu. Stór mar- marastytta af alvarlegu barni stóð við opinn gluggann. Fyrir ucan hann voru svalir enn stærri en minar svalir og hægindastól- ar með sessum á'. í herberginu var heitt og höfgur ilmur rósa. Eftir smáþögn sagði ég: En hvað blómin eru falleg. Hún gat ekki svarað. Hún var að mála á. sér varirnar. Hún var með stóra postulínskrús með penslum á snyrtiborðinu og not- aði þá eins og listmálari málar á léreft. Hún lauk við handverkið og leit á mig. Ég sá andlit henn- ar í rökkrinu fölt og fagurt eins fagurt og rósirnar. — Hefur Lúcíana sagt þér, hvert starf þitt' er? — Ég varð að játa, að það hefði hún ekki gert. — Það var slæmt. Hún gerir það aldrei, þó ég biðji hana um það. Það er mun auðveldara, ef einhver hefur brotið ísinn, sagði Jimmy þér það kannski? — Hvaða ís þurfti að brjóta, Var starfið verra en ég ímynd- aði mér? — Hr. Alexander sagði mér bæði eitt og annað. Hún tautaði eitthvað um að elsku strákurinn myndi alltaf eftir því og hvað það væri líkt honum og hvort við ættum ekki að hefjast handa? Vildi ég ekki byrja með að draga frá glugg- anum? Hún hafði alltaf dregið fyrir gluggann meðan hún mál- aði sig. Hún vlldi helzt venjast birtunni smátt og smátt. Ég dró gluggatjöldin frá og herbergið var baðað í sólskininu. Hún gretti sig, gekk út á' svalirnar og settist í hægindastól. — Lánaðu mér kodda, elskan. Þennan bleika með pífunum. Hún laut áfram svo ég gæti sett' hann við bak hennar. Ég bæði fyrirleit hana og dáðist að henni. — Fyrst koma bréfin og svo saumaskapurinn. Bréf James voru um peninga og hvernig væri bezt að fá þá, en bréf Patriciu um hvernig mætti eyða. Heimboð, bréf til saumakonunnar, bókasafn, hótel og listaverkasala. Jeffrey Whistle vissi um hvað hann talaði). Hún leitaði að orðum í bréfin gjör- ólíkt James sem las allt í belg og biðu. Meðan ég beið þess að hún fyndi réttu orðin horfði ég út yfir hafið, ströndina og olívu- litar hæðirnar. Ég velti því fyrir mér hvort mér leyfðist að fara í gönguferð og skoða þær. Þegar hún var búin, sendi hún mig inn í búningsherbergi sitt þar sem ég átti að sækja hrúgu af náttkjólum. Vildi ég ekki vera svo yndisleg að aðgæta hvort á þá vantaði slaufu eða hvort þeir voru rifnir? Ég rétt komst’ í matinn. Dagurinn leið hratt, hjónin létu mig vinna, Lúcíana sýndi mér herbergið á jarðhæð, sem var skrifstofa min og það var ekki fyrr en rétt fyrir kvöldmat- inn, þegar yfirboðarar mínir voru horfnir og ég búin að ljúka við saumaskapinn, sem ég komst út í garðinn. Sólin var að setjast og blómin voru blá'grá. Trén voru þétt og hálfógnandi. Ég gekk eftir stíg með runna á báðar hendur. — Neðst á stígnum var marmara- bekkur og á honum bláSandi úr sér reykhringi var Marcello. — Hvað ertu að slæpast hér? spurði ég. — Mér finnst gaman að slæp- ast. Lúcíana hittir mig hér. — Þú virðist' viss i þinni sök. Hann hagaði sér eins og stór -hertogi i gamalli skáldsögu. — Hann' baðaði út höndunum og sagði mér, að Lúcíana væri in- dæl og „kæmi bráðum labb- andi.” Hann starði á mig smástund og sagði svo: — Þér leiðist. — Hvers vegna segirðu þetta? — Reyndu ekki að dylja það! — Ég er ekkert' að dylja! Ég kom alla leið frá' London til að taka við þessu starfi. Mér finnst það skemmtilegt! — Svo? Þér hundleiðist, hann krosslagði handleggina og brosti breitt. En karlmannlegt útlit hans hafði engin áhrif á mig, þó hann reyndi að vera sem mest sjarmerandi. — Ég skal segja þér hvað þér finnst núna — þér finnst þú eiga von á slæmum fréttum. — Ég skil þig ekki. — Ekki .. hvað er nú enska orðið yfir það? .. flýja? .. fara undan í flæmingi! — Þú getur notað hvort orðið sem er. — Gerðu það ekki. Þú átt von á slæmum fréttum. Ég varð reið. — Þú ert asni. — Það er slæmt að vera gleyptur lifandi. Dýr vilja það Ég varð ókurteis, því ég var orðin leið á fallegum vangasvip hans og þeirri vissu að hann vissi allt um mig. Ég hækkaði róminn. — Mér líður dásamlega hér! Mér leiddist í Englandi og ég hafði Ieiðindavinnu. Allar stúlk- ur vilja svona vinnu. Ég veit ekki um hvað þú ert að tala! Frægt fólk . . ókunn lönd .... hann talaði alveg eins og Har- ry! — Farðu heim. Láttu niður í töskurnar strax. Ég heyrði fótatak og sá Yú- cíönu þegar ég leit upp. — Marcello! Ég hitti þig á torginu klukkan tíu! Eftir tíu minútur áttu að koma til kvöld- verðar enska ungfrú. Maturinn er mjög góður. Ég bjó hann til. — Ég efast ekki um að svo sé .. byrjaði ég, en Marcello greip fram í fyrir mér og sagði að ég ætti að fara til Englands á' morgun. Áður en hún komst til að skamma hann og reka hann í burtu, hvarf hann út um gat á limgerðinu. Við heyrðum hann ryðjast gegnum runnana eins og bjarndýr. Lúcíana settist við hlið mér. Við höfum augnablik, sagði hún og andvarpaði. — Hvað sagði hann? Hlustaðu ekki á hann? — Við vorum bara að rabba saman. — Þér leiðist hér, sagði hún nákvæmlega eins og hann. Þér verður breytt í þræl. Hún leit rólega á mig. — Enga vitleysu! sagði ég. — Við hvað áttu? — Enga dellu. Geðveiki. — Geggjun. — Bilun. — Ég elska svona orð. En þetta er ekki della. Þú veizt það, þi ert jarðbundin. Hún varð hissa, þegar ég skellti upp úr. — Þau eru rík og voldug og vilja ráða. Ég verð hér í tvö ár. Ég er líka þræll. Á góðum laun- um, en get' ekki sloppið fremur en þú! , — Lúcíana! Þetta er della! — Svona var það fyrir frönsku byltinguna, sagði hún hugsandi. — Þrælar vita ýmis- legt. Nú skil ég, hvers vegna uppreisnarmenn brenndu hús- in. Þegar er mikið að gera og -þrjátíu manns í mat langar mig að brenna niður húsið. En ég myndi leyfa herranum og frúnni að sleppa. Og nú verðum tí5 að fara aftur til hússins, sem ekki stendur í ijósum loga og vera góðir, litlir þrælar! Við gengum að húsinu. Það voru engir gestir og mat- urinn var líkur matnum kvöldið Barnavagnar Þýzkir barnavagBMC. Seljast beint til kaapetúfa. VERB KR. 1650.00. Sendum gegn pósfkrftfn Suðurgötu 14. Sfml 21020. HEILDVERZLUN PÉTURS PÉTURSSONAR 07?** 1967 - *»<*«*»»

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.