Alþýðublaðið - 28.06.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 28.06.1967, Blaðsíða 11
fcjRitsf-górTÖrn Eicfsson 3. * ¦^i¦:-.¦¦- :-¦.¦- .-.¦¦¦¦.;• 'ý;<ý. Tlll ÍÍIÉ Keppnistimabil goif manna haf ið Þessi mynd er frá leik Vals og KR-inga í fyrrakvöld. Það er hætta við mark KR-inga, en ekki tókst Val að skora. FRAM ÍBK JAFNTEFL11:1 Akureyri sigraði Akranes 4:1 Fram og Keflavík gerðu jafn. tefli 1-1 á Langardalsvellinum í gærkveldi í fremur tilþrifalitlum og tæklfærasnauðum Ieik. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálf- leik, en í síðari hálfleik var ekk ert mark skorað þrátt fyrir all- mörg markskot. Framarar sóttu meira í byrjun Jim Ryun setti heimsmet í míluhlaupi á meistaramóti USA fyrir iielgi, hljóp á 3:51,1 mín. Gamla metiö, 3:51,3 mín. átti Ryun sjiálfur. Paul Wilson setti (heimsmet í stangarstökki, stökk 5,38 m., sem er 3 sm. betra en imet Seagren fyrir tveimur vik- um. — o — í Kaupmannahöfn kepptu Dan- ir, Hollendingar, Tyrkir og Aust- uríkismenn, í undanrásum Evrópu bikarkeppninnar í frjálsum íþrótt um. Pötsch, Austurríki sigraði í kúluvarþi með 17,27 m. og van der Kruk, Hollandi varð annar með 17,08, sem er hollenzkt met. Heuvel, Hollandi sigraði í 400 m. hlaupi á 47,9 sek. Justesen, Dan- mörku varð þriðji á 49,6 sek. — Breum, Danrhörku sigraði í há- stökki, 2,05 m. en Kanis, Hollandi varð annar með 1,93 m. Nánar síðar. leiksins, en vörn Keflavíkur varð ist vel: Þegar skammt var liðið af hálfleiknum var dæmd víta- spyrna á Keflavík, sem Framarar skoruðu örugglega úr. Eftir það gekk hvorugu liðinu betur fyrr en á 30. mín. að góð sending kem ur utan af vinstri kanti fyrir mark Fram, skallað var í átt að marki og Jón Jóhannsson skilaðí boltanum í netið með frábærum skalla yfir markmann Fram, Eft- ir markið var eins og Keflvíking- ar sæktu í sig veðrið um stund, en tókst ekki, frekar en Fram Framhald á bls. 14. KEPPNISTÍMABIL G. R. hófst 20. maí með keppni um Arnesons skjöldinn. — Þátttakendur voru mjög margir miðað við vetrarleg- an og illa farinn völl í Grafar- holtsdal. Hinn 27. sama mánaðar 'hófst svo Hvítasunnukeppni G. R. með 18 holu höggleik með forgjöf. 16 beztu héldu síðan áfram í út- sláttarkeppni, sem stóð alla næstu viku og lauk með úrslitum laug- ardaginn 3. júní. Úrslit í undankeppni 18 holur með forgjöf: 1. Svan Friðgeirsson 89 — 24 alls 65 högg. 2. Sveinn Gíslason 97—30 alls 67 högg. 3. Vilhjálmur Ólafsson 95^23 alls 72 högg. Án forgjafar: 1. Óttar Yngvason 88 högg. 2. Svan Friðgeírsson 89 högg. 3. Gunnar Þorleifsson 91 högg. Tíl úrslita um Hvítasunnubikar- inn léku Hörður Ólafsson (forgj. 30) og Vilhjálmur Ólafsson (forgj. 23). Þeir léku 36 holur í afar harðri og tvísýnni keppni, er lauk með sigri Harðar, sem fékk ein 5 högg frá Vilhjálmi. Villajálmur veitti Herði mikla keppni, en missti- tökin á 36. holu og tapaði því 1 — 0. Keppendur voru alls 30, sem teljast verður frábær þátt- taka svo snemma sumars. Jason Clark. Keppni þessi er 36 holu höggl. og öll leikin á sama degi. Afar illa viðraði sunnud. 11. júní, er keppni átti að hefjast. Aðeins 6 keppendur voru mættir til leiks enda ausandi slagveður af suð- Framhald á 14. síðu. íslandsmót hand- knattleiksmanna veröur háö í Hafn- ÍSLANDSMEISTARAMÓT í hand knattleik utanhúss fer fram í Hafnarfirði á tímabilinu frá 22. júlí n. k. til 20. ágúst. Mótið mun fara fram á malbik- uðu svæði við Lækjarskóla og verður í umsjá Handknattleiks- deildar F. H. Tilkynning um þátttöku þarf að1 senda til Handknattleiksdeildar F H í"T\ O. Box 210, Hafnarfirði eigi áíðar en 9. júlí n. k. Keppt verður í meistaraflokki karla og kvenna. •-=*- Þessi mynd var tekin á Siglufirði á hátíðahöldum 17. júní, en þar voru m.a. ýmsar íþróttir. Á myndinni sjást þrír af 100 metra.hlaupurunum, en beztum tíma náði Sigurjón Erlendsson 12,0 sek. Hinir hlaupar- arnir á mvndinni eru Hallvarður Óskarsson og Jóhann Tómasson. (Mynd: — jr.). ungir velja ÍVAIASH 28. júní 1967 ALÞYÐUBLAÐIÐ Ui

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.