Alþýðublaðið - 01.07.1967, Síða 5

Alþýðublaðið - 01.07.1967, Síða 5
ísbjörninn h.f. er eina verkun- arstöðin sem er sæmilega setí' ineS afla enda landa Þar a.m.k. Hót stunda enda landa þar a.m.k. 10 bátar. Hin fyrirtækin eru með þetta tvo og þrjá en Sjófang eitt hvað fleiri' Má af þessu sjá að sennilega væri ekki nema eitt frystihús starfandi í Reykjavík ef hinn mikli afii togaranna kæmi ekki til. Þeim bátum sem humar- Veiðar stunda gengur afar illa og Virðist hvergi nokkurn humar að fá. Geir iandaði 29/6 300 kg. af slitnum humar. Þrír bátar eru á' trolli og lönduðu einu sinni í vik unni, Lundey 13.480 kg., Heiðrún 2.300 kg., og Blakkur 13.690 kg. Trillurnar sem eru á færum hafa gert það gott upp á síðkastið. Sjóli landaði 27.150 kg af færa- fiski 26/6 og var það aðallega milíiufsi. óþarfi er að birta töful yfir veiði hvers og eins, sem snur- voðina stunda en þeir sem mest fengu í vikunni voru: Ásbjörg 26.390 kg., Jón Bjarnason 24.180 kg., Fróði 16550 kg. og Skógar- foss með 11.790 kg. Lítið er af kola í aflanum en töluvert af ýsu. Síld barst til Reykjavíkur í gær (þ.e. miðvikudag) Þorsteinn RE kom með nær fullfermi af smá- Bíld sem ekki virðist eiga að fá að stækka til þess að við getum nýtt okkur hana í vinnslu þegar tímar líða. Ætli það veiti nokkuð' af því að eiga þann varasjóð inn- an fárra ára? í öllum stéttum er „urgur“ vegna verðs á þessum og hinum hráefnum og er farið að líta út fyrir að ailir haldi að þessi svokallaði ríkissjóður sé einhver botnlaus pottur sem óendanlega sé hægt að ausa úr. Verðið á hrá- efninu hlýtur ávallt að byggjast á söluverði afurðanna, en sú stað- reynd virðist ekki blasa við öll- um. Síldveiðiskipin sem gerð eru út frá Reykjavík standa sig vel á síldveiðunum og eru flestir meðal efstu bátanna. Togararnir: Nept- únus landaði í Reykjavík 27/6 278 tonnum af AGrænlandsmið- um þ.a. karfi 257 tonn. Þorkell Máni landaði 26/6 354 tonnum þ.a. 339 tonn af karfa. Hann hélt á veiðar 28/6 í dag kom Xngólfur Arnarson með um 300 tonn, þ.a. 30 tonn á' dekki. Jón Þorláksson er í viðgerð einnig Þormóður Goði en spiiið bilaði í honum. Hallveig Fróðadóttir var á þriðjudag með 90 tonn við A-Grænland. Af Sig- urði fréttist á mánudag sl. á sömu slóðum og var hann þá með um 210 tonn og var farið að tregðast !hjá þeim og ísinn kominn yfir veiðisvæðið. Úranus á að selja í Bretlandi á mánudag eða þriðju- dag en ekki er vitað um aflamagn. Marz, sem te.kinn var um daginn í landhelgi, seldi 170 tonn fyrir £ 15.620 og fór síðan beint á veið ar. Neptúnus fer á veiðar í kvöld (þ.e. fimmtudag). Karlsefni fór á veiðar 27/6 og Júpiter fór beint úr söluferðinni á veiðar og má búast við að hann hafi byrjað veiðar í gær. Þeir tgoarar sem eiiendis selja eru yfirleitt að veið um út af Hornafirði og hafa flest ir gert ágætistúra. í ljós hefur komið að Maí er með mesta aflamagn frá áramót- um, síðan Víkingur og Þormóður Goði. Ekki segir tonnatalan alla söguna um útkomuna á skipun- um. l>ar kemur einnig stór liður inn í, þ.e. hvernig farið er með veiðarfæri og annað sem að veið- unum lýtur. Ekki væri úr vegi að birta hver er þar með bezta útkomu og ætli að hann Ingólfur litli Arnarson yrði ekki með beztu útkomu þeim megin. Þeir sem halda hvað fastast í það að frjálst framtak einstakl ingsins sé eina rétta leiðin til að leysa vandamál togaraútgerðar og atvinnuleysis, sjá i-autt þegar minnst er á að bær eða ríki reki útgerðir eða verkunarstöðvar í landi. Þetta er alveg öfugt við okkur hina sem teljum eðlilegt, og stefnum að því að einkafram- taka og opinber rekstur geti rið- ið hlið við hlið, veitt' hvort öðru ■ aðhald, verið í heilbrigðri sam- keppni og samvinnu hvert við annað. Það sem . hefur aðallega háð rekstri Bæjarútgerðanna í Reykja vík og Hafnarfirði er að þær eru með skip sem keypt voru með erlendum lánum. Upphaflega var aldrei meiningin að Bæjarútgerð Reykjavílcur ætti nema fjóra tog- ara þ.e. Ingólf Arnarson, Skúla Magnússon, Hallveigu Fróðadótt- ur og Jón Þorláksson. Þetta eru allt skip sem keypt voru á inn- lendum lánum, og þar að auki eru tvö þeirra dieselskip. En síð- an kom vandinn með skipin er síðar voru afhent, voru miklu dýrari og þar að auki með er- lendum lánum. Illa gekk að fá einstaklingsframtakið til að kaupa þau og þá var auðvitað ekki ann- að að gera en skikka Bæjarútgerð- ina til að taka þau. Tryggvi Ófeigs son og aðrir einstaklingar sáú ekki ástæðu til að eyða stríðs- gróða þeim, sem gefinn var eftir, til þeirra togarakaupa sem ein- hver veruleg áhætta fylgdi. Þess vegna urðu þessi skip, sem vissu- lega færðu mikla björg í bú og mikla vinnu verkafólkinu, í landi, en nota bene einnig taprekstur, eign bæjarbúa. Ekki höfðu Reyk- víkingar neinn stríðsgróða til að dekka þetta tap. Töluverður ótti er nú meðal margra að atvinna muni fara minnkandi hér við Faxaflóa og pó sérstaklega í Reykjavik, á næstunni. Ég álít að einkafram- takið í togarútgerð leysi aldrei þennan vanda. Þeir hugsa ein- göngu um eigin hagnað, leggja skipunum þegar þeim henta þyk- ir (dæmi Marz lá bundinn við bryggju í allan vetur), þeir láta togara sína sigla með aflann ef þeir álíta að það gefi meira í aðra hönd, því enginn getur sagt þeim að láta þá landa heima þó Framhald á 15. síðu. Eins og skip ætlar í 25 , sem attir HINN frægi arkitekt Eero Saar inen sagði einhverju sinni, að þörf væri fyrir nýjan orðaforða í húsagerðarlist. Hann átti ekki við orð í bókstaflegi merkingu, heldur nýjar leiðir til að láta í ljós hugmyndir húsagerðarlegs eðlis, og alls ekki við að gera íbúðir manna hentugri, heldur einungis að gera þær skemmti- legri útlits, segir í grein í Guard- ian. Síðan finnur greinarhöfundur að byggingarstíll Breta og segir blátt áfram, að þar hafi ekkert verið gert frumlegt í húsagerðar- list á seinni árum, nema ef til vill dómkirkjan í Liverpool. Hann telur dómkirkjuna í Coventry, sem mikið hefur verið skrifað um ekki sérlega athyglisverða. Til sönnunar því, að nauðsyn- legt sé að smíða hús, sem fái menn til að liorfa tvisvar bendir hann á járnbrautarstöðina í Róm, sem sé bókstflega þannig, að hún neyði mann til að ganga nær og skoða betur. Hann bendir líka á St. Pancras járnbrautarstöðina í London sem dæmi um byggingar- stíl, sem að sjálfsögðu væri óhæf ur í dag, en hefði þó þann kost, að maður tæki eftir húsinu ísjá meðfylgjandi mynd). Síðan ræðir hann um hið fræga hús Habitat á heimssýningunni í Montreal, sem hann segir, að úr fjarlægð líkist einna mest vel- viljaðri ófreskju, en þegar næar sé komið yfirbyggingu á skipi, sem sé að reyna að sigla í 25 áttir í einu. Hann segir, að bygg- ingin sé sláandi, jafnvel fyrir fólk, sem aldrei mundi vilja búá þar, og það sé mikill kostur bygg- ingarinnar, auk þess sem arki- tektinn Safdie, hafi fundið þar nýja leið til að láta fólk búa í ná- býli án þess þó að vera hvað ofan f öðru, og án þess að allt sé eins. Með því að láta hin ýmsu hus skaga út á ýmsa vegu gefi hann mönnum mismunandi útsýni, og Framhald á 15. síðu. 1. júlí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.