Alþýðublaðið - 01.07.1967, Síða 7
29. júní.
LANGT er síðan við höfum skrifazt á og
margt breytt, þú fluttur frá Bíldudal í Húna-
þing, ég endurnýjaður vestur í Ameríku eins
og happdrættismiðl. Hvort tveggja vœri frá-
sagnarvert við tækifæri.
Mér kom á óvart', hvert þú fluttist búferlum.
Ekki svo að skilja, að ég telji í kot vísað. Húna-
þing er fagurt hérað og búsældarlegt. Hins
vegar hefði ég gjarnan kosið þig í nágrenni við
mig á Suðurlandi, en sleppum því að sinni. Ég
hef af þér góðar spurnir þarna norður frá, þó
að leiðir okkar hafi ekki legið saman um ára-
skeið. Svo getur til viljað, þrátt fyrir allar
samgöngurnar. Því veldur annríkið og hrað-
inn. Nú eru allir að flýta sér.
Dagur í Vatnsdal.
I
Ég kom í Iíúnaþing fyrir ári síðan, en ók
hjá garði þínum, vissi þig að heiman. Þá‘ bar
mig í Vatnsdalinn fyrsta sinni á ævinni. Veðrið
var fagurt og förunauturinn góður, Jón tónskáld
Þórarinsson. Mikið hefur verið gumað af Vatns-
dalnum í mín eyru, en ég varð vissulega ekki
fyrir vonbrigðum. Þó vil ég líkjast Herjólfi þeim,
sem sagði forðum kost og löst' á landinu. En
Vatnsdalurinn er jarðfræðilegt ævintýri, og þó
fannst Davíð heitnum Stefánssyni mest til um
hann vegna mannfólksins. Um það get ég ekki
borið, því að við börðum hvergi að dyrum eða
guðuðum á glugga. Allt hefur sinn tíma og
einnig það, að ég setjist inn í bæi Vatnsdæl-
inga og deili við þá geði. Og þarna er hvert
býli að kalia sögufrægt. Vatnsdalurinn geðjað-
ist mér þannig, að ég gæti mætavel hugsað mér
hann á Suðurlandi, en það segi ég sannarlega
ekki um allar norðlenzkar sveitir.
Davíð Stefánsson varð hrifinn af Vatnsdaln-
um undir ævilokin eins og þegar ungur maður
gerist ástfanginn. Hann sver sig líka um margt
í ætt við fagra konu, broshýr, sviphreinn og
mjúkur. Mig langar að koma þangað aftur.
Svipþyrpingin.
Nú vík ég að Suðurlandi, enda skyldurækinn
við upprunann. Ég komst austur á Eyrarbakka
þjóðhátíðardaginn. en þá er skammt til Stokks-
eyrar eins og þú veizt. Við ókum niður Flóann
í hellirigningit, 'en svo stytti upp. Allt í einu
lék sjávarilmurinn uni mig, þetta ferska loft
utan af opnu reginhafi. Sumir halda, að Ijótt
sé í lágsveitum Árnessýslu. Ég voi’kenni slíkum
mönnum, þeir eru eins og maðkar í mold. Hvergi
á íslandi finnst' mér fegurra. Uppruni minn ræð-
ur kannski úrslitum þeirrar ályktunar. Engin
tilfinning er dýpri og rótgrónari en vita sig á
slóðum forfeðra sinna. Minningarnar koma þar
fram í hugann eins og svipþyrping. Og sljótt er
það auga, sem ekki kann að meta fjöllin blá,
grasið grænt og grjótið grátt, samlcik andstæðn-
anna í unaðslegri heild öfgakenndra lita. Ef
ég væri málari, þá myndi ég hvergi vinna ann-
ars staðar en í Flóanum.
Þó er hann mér kærastur vegna fólksins.
Sumir ætla, að íslendingar liafi gerbreytzt á’
tækniöldinni, sem við lifum. Ég held ekki. Eyr-
bekkingar söfnuðust í samkomuhúsið sitt forn-
lega að kvöldi þjóðhátíðardagsins og voru um
flest eins og Stokkseyringar í gamla daga. Veð-
urbitnir sjómenn verða í mínum augum glæsi-
legir liöfðingjar um leið og þeir hafa fata-
skipti. Tungutak þeirra er snjallasta íslenzka,
sem ég heyri, og sárgrætilegt finnst mér að hafa
ekki niðinn af máli þeirra í eyrum mér dag
livern. Þeir minna mig á bændurna í Rangár-
þingi, þegar ég dvaldist í Stóru-Mörk sumrin
góðu. Ég hygg, að þessir menn séu eins og for-
feður mínir voru, og ég er stoltur af. Og svo
hefur þetta fólk framfæri af vinnu sinna handa,
íslenzku erfiði, heiðarlegu starfi. Er furða, að
maður vilji vera í flokki með því, þó að okkur
hafi borið brott úr átthögunum að örlagadómi?
Heilagt sakleysi-
Ógleymanlegt var að sjá börnin á Eyrar-
bakka. Þau sátu á gólfinu prúðbúin og glöð með
framtíð íslands í augum sér, hraust, óttalaus,
falleg. Svo risu þau á fætur milli skemmti-
atriða, tókust í hendur og dönsuðu. Mér fannst
þetta eins og jólatrésskemmtun í barnæsku
minni hinum megin Hraunsár.
Aldrei gleymi ég fyrsta mannfagnaðinum,
seni ég sótti. Það var jóiatrésskemmtun í sam-
komuhúsinu á Stokkseyri, og pabbi bar mig
þapgað á háhesti í frosti og fjúki, en mamma
leiddi Þorvald bróður minn. Gimli var í augum
mínum vegleg salarkynni þetta dimma kvöld,
baðaðist skæru ljósi, jólatréð á miðju gólfi eins
og iundraskógur á að líta, skreytt greinum og
stjörnum. Ég treysti mér ekki i leikinn vegna
mæði og hjartsláttar, en sat á bekk fyrir gafli
og dáðist að hópnum, fimum og mjúkum hreyf-
ingum kátra dansandi barna. Svo kom til mín
jafnaldri og gerðist vinur minn, en allt í einu
störðu á mig blá og djúp augu lítillar stúlku í
vorkunnsamri undrun, að vesalingur minn skyldi
kominn á þennan vettvang. Þá' fannst mér ég
ekki lengur einn og yfirgefinn í heiminum, en
vonbiðill lífsins og brot af bergi samfélagsins.
Svona er barnið næmt á umhverfi og tilveru í
heilögu sakleysi mikillar gleði, séra Jón.
Mánaskin minninganna.
Manstu kvöldin, þegar við gengum Laufás-
veginn veturinn, sem seinni heimsstyrjöldin kom
til sögunnar og raslcaði jafnvægi heimsins og
mannkynsins? Þá ákváðum við að ferðast ein-
hvern tíma saman í átthaga okkar. Þú lýstir
firðinum þínum fyrir austan svo, að ég sé hann
enn hugarsjónum í mánaskini minninga þinna
og hef þó aldi ei þangað komið. Samt var þér
tilhlökkunin ríkust í muna. Þá hélt ég, að þú
gætir varla annað orðið en Austfirðingur, og það
hefur þú sennilega alltaf verið á' Bíldudal og
vérður víst í Húnaþingi. Fólksflutningarnir á
íslandi eru löngum taldir böl. Þá er metið,
hvað tapast, en ekki hitt, sem vinnst. Ekki hefði
ég orðið meiri og betri Sunnlendingur heima í
FÍóanum. Sú lífsreynsla, þegar endurminning og
tilhiökkun fléttast saman, verður okkur mörg-
um opinberun. Eigum við henni ekki sitthvað að
þakka?
Samt er varhugavert að gera þessa átthagaást
að átrúnaði. Mannlíi'ið heldur á'fram í sveitun-
um og þorpunum viðs végar um land, og það
ber að rækta með raunhæfu starfi og . farsælli
stjórn á nýjum og betri tímum. Ég óttast ekki
þá framtíð, sem speglaðist í augum barnanna
austur á Eyrarbakka þjóðhátíðardaginn. Þau
verða góðir íslendingar.
Helgi Sæmundsson.
T ryggingaskólari
um slitið
Tryggingaskólanum var slitið
í samsæti í Þjóðleikhússkjallar_
anum 22 þ.m.
Formaður skólanefndar flutti
skólaslitaræðu og rakti í stórum
dráttum stasísemi skólans á liðnu
kennslumisseri, sem hófst í byrj
un febrúar sl.
Benedikt Sigurjónsson, hæst-
aréttardómari, flutti á vegum skól
ans þrjá fyrirlestra um ábyrgð
farmflytjenda, og munu þeir
verða gefnir út næsta vetur í
bókaflokki skólans um sjótrygg-
ingar.
Kennsla fór fram í 2 greinum-
ensku, með sérstöku tilliti til vá-
tryggingamáls, og slysatrygging-
um. Enskukennsluna annaðist
Þorsteinn Egilson, fulltrúi. Verð
ur því námskeiði haldið áfram
næsta vetur og lýkur með prófi
vorið 1968.
Kennslu í slysatryggingum
önnuðust þeir Egill Gestsson,
fulltrúi og Kr. Guðmundur Guð-
mundsson, forstjóri.
Alls luku 18 nemendur prófi í
slysatryggingum Prófdómari var
Benedikt Sigurjónsson, hrl. Tveir
hlutu ágætiseinkunn. Bragi Lér-
usson (Samvinnutryggingum) og
Haraldur Sæmundsson (Bruna-
bótafélagi íslands), og voru þeini
afhent bókaverðlaun frá iSam-
bandi slysatryggjenda.
Trvggingaskólinn er rekinn á
kostnað Sambands ísl. trygginga-
félaga og fyrst og fremst ætlaður
starfsmönnum tryggingafélaganna.
Hófst starfsemi hans haustið'1962,
og hefur 71 nemandi lokið próíi
frá skólanum frá því hann tók
til starfa. Kenndar hafa veri3
þessar tryggingagreinar: Bruna-
tryggingar, bifreiðatryggingar,
skipatryggingar, frjálsar ábyrgðar-
trveaingar, farmtryggingar oí*
slysatryggingar. Auk þess, hafa
allmargir fyrirlestrar verið flutt-
ir við skólánn.
Að lokinni afhendingu próf-
skírteina og verðlauna, ávarpaðl
Ásgeir Magnússon, formaður Sa:n
bands ísl tryggingafélaga, hrna
nýútskrifuðu nemendur.
Skólanefnd Tryggingaskólars:
skipa Jón Rafn Guðmundsson,
formaður, Tryggvi Briem og Þor
steinn Egilson.
Brezkir fóðurfræðingar
kynntu sér landbúnað hér
Fyrir nokkru voru hér á ferð 2
brezkir fóðurfræðingar frá The
British Oil and Cake Mills Ltd.
Aðalfundur
Sambands
lúðrasveita
AÐALFUNDUR Sambands ís-
lenzkra lúðrasveita var haldinn í
Reykjavík sunnudaginn 25. júní
að Café Höll. Formaður Halldór
Einarsson skýrði frá störfum frá-
farandi stjórnar, var það helzt,
að túpusnillingurinn Reger Pobo
frá Bandaríkjunum hélt tvö nám-
skeið á vegum Sambandsins og
tóku alls þrjátíu manns þátt í
þeim. Ennfremur var hafin útgáfa
á íslenzkum lögum fyrir lúðrasveit
ir. Þessari starfsemi og annarri
sem sambandið gengst fyrir er
rnjög þröngur stakkur skorinn sök
um fjárskorts.
Fundurinn lagði mjög ríka
áherzlu á að tónlistarfræðsla
verði stóraukin í barna- og ungl-
ingaskólum landsins og er núver-
andi ástand í þeim málum óþol-
andi.
Fráfarandi stjórn vildi eigi
taka endurkjöri og voru kosnir,
Stígur Herlufsen formaður, Jón-
as Magnússon ritari og Eysteinn
Jónasson gjaldkcri.
í Bretlandi, þeir Mr. J. Garner og
Mr. W. H. M. Whitson.
Menn þessir komu hingað á veg
um Fóðurblöndunnar h.f. til.þess
að kynna sér íslenzkan landbúnað,
bæði aðstæður allar í sambancli
við fóðrun gripa svo og að skoð'a
íslenzkan búfénað og heygæði' til
að athuga mismun á heyi hér cg
í Bretlandi, með það fyrir augum
að samræma B.O.C.M. fóður-
blöndui-nar, sem hér eru á mark-
aði, íslenzkum staðháttum. •
Þeir Mr. Gamer og Mr. Whit-
son ræddu við landbúnaðarráðu-
nauta hér og ferðuðust víðá um
landið og héldu fundi með bænd-
um og umboðsmönnum Fóður-
blöndunnar hf. Ennfremur ,skoð-
uðu þeir íslenzk bóndabýli cg
ræddu við bændur. )
Eftir fyrrgreindar athuganir og
viðræður, töldu þeir að kúafóði r
kögglarnir frá B.O.C.M. hentuð.i
betur hérlendis en mjölið, þar
sem kögglarnir innihalda mei: i
sykur, en hann er vörn vif) súr-
doða. Þeir Mr. Garner og M'r.
Whitson, voru mjög hrifnir af ís-
lenzka sauðfjárstofninum og töldu
að B.O.C.M. sauðfjánblandan
hentaði mjög vel hérlendiá, og
bentu á, að með góðu ungkálfa-
fóðri og kálfaeldisfóðri mætti ala
upp kálfa fremur ódýrt, með svo
nefndu hraðeldi og fengið, me3
því móti mjög gott nautakjöt, sem
bændur ættu að geta selt hér á
háu verði og bætt með þúí ai-
komu sína.
1. júlí 1967
ALÞÝÐUBLAÐIÐ J