Alþýðublaðið - 01.07.1967, Side 16
RAÐHUS EÐA NAÐHUS
Óskaplega má útlenzkum þykja
einkennilegt að koma til lands,
Tpar sem þcss sjást engin mer'ki á
götum úti að nokkrum manni
verði nokkurn tíma mál utan heim
ilis síns. Stórborgin Reykjavík
inundi líklega vera sú af stór-
‘borgum heimsins, þar sem fæst
almenningssalerni er að finna,
bæði absolútt og að tiltölu við
fólksfjölda, en sá mælikvarði er
að sjálfsögðu sá, sem oss ber að
nota, enda fyrir löngu orðin þjóð
ariþrótt á íslandi að mæla eftir
honum.
Nú eru íslandsmenn að tiltölu
iOBBI
við fólksfjölda mestir skemmti-
ferðamenn í heimi og fer ekki
hjá því, að fjöldi manná hafi séð,
t.d. í París, það, sem á máli þar
lendra nefnist pissúar, og eru hin
ar sérkennilegustu byggingar. Sú
var víst tíðin, að þær skýldu yið
skiptavinum aðeins rétt um miðj
una, og mátti sjá bæði lappir nið
urundan og hausa uppúr.
Seinna voru gerðar á þessu þær
breytingar, að nú skýla þær efri
hluta búksins öllum, en skank-
arnir einir sjást. Finnst mörgum
það meira að segja meira en nóg.
Þetta eru að sjálfsögðu liin þén
anlegsutu hús, en sú var tíðin,
að þau þóttu ekki rétt anstöndug,
og kann ýmsum að finnast það
enn. Nægir í þesu sambandi að
vísa til ágætrar kvikrhyndar,
franskrar, sem oss minnir að hafi
verið sýnd í Bæjarbíói í Hafn-
arfirði á sínum tíma, og nefndist
Cloehemerle og fjallaði um deil-
ur miklar í frönsku þorpi út af
gömlu gerðinni af þeim skýlum,
sem hér Qiafa verið gerð að um-
talsefni.
Enginn skyldu nú halda, að Bak
síðan fari að ræða svo viðkvæmt
mál að tilefnislausu. Baksiðunni
er það fullkomlega ljóst, að ein-
hverjir vitrir menn í borgarstjórn
Reykjavíkur hafa komizt að þeirri
niðurstöðu, að bygging náðhúss sé
ekki eins veigamikil og bygging
ráðhúss, og fær víst enginn hagg
að þeirri ákvörðun. En Baksíð-
una langaði til að benda borgar-
stjórn á, að útlendingar, sem
hingað flykkjast á sumrum, eru
ef til vill ekki svo vel settir að •
vera með bíl og geta skotizt heim
til sín inn í Voga eða Holt til að
komast á ldósett. En fyrir
skemmstu kom hingað skip úr
gagnmerkum og friðsömum flota
og auðvitað þustu dátar í land,
því að þeir kunna auðvitað betur
við fast land undir fótum. Marg-
ir þeirra gcrðust ölmóðir í betra
lagi með þeim afleiðingum að
þeim varð m'ál. Að vísu fer ekki
sögum af, að þeir hafi leitað mik
ið að náðhúsum, enda hefði sú
leit orðið árangurslaus, hvort sem
var, nema þeir losuðu sig, þar
sem þeir voru komnir og frammi
fyrir öllum. Að fenginni þessari
reynslu væri nú ekki ráð að
byggja náðhús á nokkrum stöð-
um og sleppa á móti ráðhúsi í
Tjörninni. Þess má geta, að dát-
arnir eru væntanlegir aftur.
Gerir Ky foreetakjörið í Suð-
ur- Vietnam að sýndar-
mennsku?
TÍMINN.
íslendingar fóru til Ameríku,
Ameríkumenn fara til tungls
ins. Ifvar skyldi karlinn í
túnglinu liafna?
Vinur minn, laxinn
Nú leitar laxinn í árnar
í sitt langþrá'ða sumárfrí,
en guð veit, að gamanið kárnar,
þótt gert verði lítið við því:
á bökkunum stánda stígvélamenn,
þeir stóðu í fyrra þar líka
og verða þar sjálfsagt að ári enn.
Vér undrumst þrautseigju slíka.
Og laxinn, vin minn, þeir véla,
í votviðri jafnt sem þurrk,
þeir taka tappa úr pela
og teyga dálítinn slurk
af einskærri gleði yfir aflasæld,
þótt allir missi þann stóra.
En kerlingin verður voða spæld,
ef þeír veiða ekki þrjá' eða fjóra.
Og fríður og fagurvaxinn
er fiskur í vatni og á.
Og ljúfmeti er vinur minn, laxinn.
Þótt Ijótt sé að segja frá,
vingott ég á við þá vondu menn,
sem veiða blessaðan fiskinn/
í liraðsuðupottinum sýður senn
og svo verður fært' upp á diskinn.
Ég sagói í gær að skvísurn-
ar keyrðu út. En það er della,
þær fljúga út. . .
Ekkert skil ég í mönnum að
vilja vera að lækka þessar
prómillur. Það endar með
því að það verður engin cft-
ir. . .