Alþýðublaðið - 07.07.1967, Page 7
HEIMS
María ein í
þeim hópi
HORFIÐ þið nífcvæmlega á|
þessa mynd. Eru þær ekki bros-
andi, stúlkurnar? Nei, fæstar
brosa með munninum, — þær
brosa með augunum, því að ein-
hver hefur sagt við þær: Hugs-
ið um bros. Þær eru orðnar
æfðar í þessu, —■ æfðar í að láta
taka mynd af sér, — og sannar-
lega ættu þær að hafa ástæðu
til þess að líta glaðlega út. Hve
margar vildu ekki vera í þeirra
sporum: — Þessar 32 stúlkur eru
hæstlaunuðustu ljósmyndafyrir-
sætur heims. Númer 10 er María
Gudy, — íslandi, öðru nafni
María Guðmundsdóttir. Flestar
eru stúlkurnar þýzikar, margar
bandarískar en annars eiga mörg
lönd fulltrúa í þessum hópi.
Þessar þrjátíu og þrjár stúlkur
eru ráðnar hjá Ford Model Ag-
ency í New York, — en það er
keppikefli allra ljósmyndafyrir-
sæta heims, að komast þangað.
Þegar því marki er náð, —
geta þær unnið sér inn gífurlegt
fé árlega með því að vera alltaf
viðbúnar, alltaf upplagðar til að
selja vörur, hugmyndir og
drauma. Ferðatöskur þeirra eru
alltaf við hendina, þær búa á dýr
um gististöðum, ferðast heims-
hornanna á milli, hafa alltaf ein-
hvern sitjandi við símann, svo að
tækifærin gangi þeim ekki úr
greipum, — þær gæta þess að
sofa vel, lifa settum reglum,— og
leyndur ótti býr í brjóstum þeirra
allra. — Einn góðan veðurdag
koma hin sterku ljós á myndastof
unum upp um það, að þær eru
ekki lengur sléttar og' fallegar
eins og draumurinn um hina ungu
fallegu konu. Áður gátu ljós-
myndafyrirsætur gert sér vonir
um að vera á hátindi frægðarinn-
ar í tíu ár. Nú getur hún ekki
gert sér vonir um meira en fimm
til sex ár. Kannski fær hún ekki
að vera svo lengi, — ekki ef fóllc
fer að þreytast á henni.
'Það er nóg að gera á skrifstof-
um Foi-d Model Agency í New
York. Þar eru um 40 símar, —
þangað hringja um 10000 manns
á dag. 150 stúlkur og 75 sýningar
menn eru þar í vinnu. Forstöðu-
menn fyrirtækisins segja, að þýzk
ar stúlkur séu nú hlutskarpastar
í samkeppninni. Reikniheili sér
fyrir því að velja og hafna. Það
tekur hann aðeins augnablik að
finna þá stúlku, sem bezt hæfir
hverju sinni. Ef viðskiptavinirn-
ir vilja fá stúlku, sem getur stað-
* í ,
ið á baki á stökkvandi liesti, þá er
ekki annað en sækja hana, —
hún er fyrirliggjandi. Nú, er
sótzt er eftir st-úiku, sem kann
að leika á sekkjapípu, — þá er
ekki annað en kalla á hana, —
hún er líka fyrirliggjandi.
Það tekur ekki langan tíma að
vera uppgötvaður, — ef fólk er
uppgötvað á annað borð. Stúlka
gengur eftir götunni í regnkápu
með slæðu um hárið. Hún er of
þrekvaxin og hreyfir sig klunna
lega. En það er eitthvað við hana,
hún hefur svip, sem ljósmyndavél
in getur liagnýtt sér. Þegar búið
er að grenna hana um fimrn kíló,
laga á henni andlitið og kenna
henni andlitsförðun og hár-
greiðslu, -■■ er hún orðin fyrsta
flokks og það nýjasta, bezta og
fínasta á markaðinum.
Framhald á bls. 14.
StóiksirRar á myndinni:
1. Wilhelmina, Þýzkaland. 2 Narbara Janssen,
USA. 3. Tilly Tizzani, Ítalía. 4. Iris Bianchi,
Ítalía 5. Sandra Paul, England. 6. Melissa Cong-
don, USA. 7. Sandra Peterson, USA. 8. Hillevi
Kekko, Finnland. 9. Holly Forsman, USA 10.
María Guðmundsdóttir, ísland. 11. Donna Mitc-
liell, USA 12. Diane Conlon, USA. 13. Agneta
Frieberg, USA. 14. Veronica Hamel, USA. 15.
Renata Boeck. Þýzkaland. 10. Dolores Hawkins,
USA. 17. Agneta Darin, Svíþjóð. 18. Victoría Hil-
berg, USA 19. Editha Dussler, Þýzkalandi. 20.
Ann Turkel, USA. 21. Nabette, Kanada. 22. Margo
McKendry, Ástralíu. 23. Astrid Schiller, Þýzka-
landi. 24 Heather Hewitt, USA. 25. Sunny Griff-
in, USA. 26. Helaine Carlin, USA. 27. Pia Christ-
ensen, Finnland. 28. Anne Larson, England 29.
Heide Wiedeck, Þýzkaland.20. Astrid Heeren,
Gýzkaland. 31. Sammantha Jones, Kanda. 32.
Erica Stech, Þýzkaland.
7. júlí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J