Alþýðublaðið - 07.07.1967, Side 9

Alþýðublaðið - 07.07.1967, Side 9
’ernd og olíumengun reglugerðir banni að losa olíuúr- gang í sjó nær landinu en 100 'Sjómílur frá eyjum og andnesj- um. Nýlega átti ritstjóri Dýra- verndarans tal við einn af þeim vísindamönnum, sem bezt bafa fylgzt með hinu mikla undri, myndun Surtseyjar og síðan því, hvernig líf kviknar í eyjunni. Hann segir, að fram að þessu hafi þar ekki setzt að aðrir fugl- ar en ritan, en hún hafi þegar tekið sér bólfestu í sjávarhömr- um eyjarinnar. Hins vegar hafi dvalið þar um stundar sakir aðr- ir sjófuglar, og farfuglar hafi haft þar hvíldardvöl á ferðum sínum. Ég spurði hann að því, 'hvort verulega bæri á olíumeng- un sjávar í nánd við eyjuna og ■kvað hann því miður oft og tíð- um geta að líta olíurákir, bletti og iænur i sjónum kringum Surtsey — eins og reyndar víð- ar í nánd við Vestmannaeyjar, og væri algengt, að í eyjunni sæjust fuglar, sem annað tveggja hefðu drepizt af völdum olíu eða væru dauðvona af því, að þeir hefðu lent í olíuúrgangi. Bæri mikla nauðsyn til að líta betur eftir að bátar úr Eyjum og raunar öðrum verstöðvum, virtu lögin, sem banna olíumeng un sjávar. Væri vel, að sjómenn fiskiflotans fengju svipaða af- stöðu gagnvart fuglunum og sjó mennirnir úr Bolungavík, sem frá hefur verið sagt hér í blað- inu í sögum þeim, sem birzt hafa eftir Fjnnboga Bernódusson. Út af eyðileggingu baðstrand- anna á Suður-Englandi datt mér 1 hug Mývatn í Mývatnssveit. Það er fullyrt af víðförlum og margvísum náttúrufræðingum, áð Mývatnssveit sé eitt af hin- um miklu undrum veraldar, — bæði sakir hinnar sérstæðu og frábærlega fögru náttúru, en einnig sem fuglaparadís, sem vart eigi sína líka enda mun það þegar þykja fullreynt, að ekkert á íslandi þyki erlendum ferða- mönnum jaínfurðulega fagurt og Mývatn og umhverfi þess, með öllu hinu iðandi lífi vængjaðra vera, og eigi ísland þarna ekki aðeins dásamlegt furðuverk nátt úrunnar, heldur einnig frábær- lega arðsama auðlind, ef rétt og vel sé á haldið. En pú hefur þegar verið á- kveðið að hefja þarna allmikinn verksmiðjure'kstur, og búizt er við, að í sambandi við hann rísi upp um það bil þrjú hundruð ■manna þorp. Þá verður lagður breiður bílvegur mjög skammt frá suðurbakka vatnsins, og um hann munu aka óvenjustórir, þungir og hávaðasamir vörubíl- ar. Fullyrt er, að þarna verði svo örugglega um allt búið, að hvorki landið, gróðurinn, veiðin í vatninu né fuglalífið bíði tjón af hinum væntanlega verk- smiðjurekstri eða nokkru því, sem honum fylgir. En skilorðir menn hafa tjáð ritstjóra þessa blaðs, að þegar hafi þótt við brenna, að sumir verkamenn, er þarna hafi unnið, hafi alls ekki virt friðun fuglanna, heldur skotið fugla við vatnið og á því, og liætt er við, að fólk, sem þarna kemur aðvífandi og sezt að, en ek'ki hefur vanizt lífinu iþarna frá barnæsku, virði ekki fuglalífið eins og nauðsyn ber til, og að brot kunni að verða fleiri og meiri en svo, að þau valdi ekki. alvarlegu og varan- legu tjóni. Þarna mun og stór- um aukast umferð tankbíla, og víst er um það, að ef slíkir bílar lenda í árekstrum eða aka út af vegi, svo að olíugeymarnir springa og olían rerinur út í vatnið, þá er voðinn vís. Er nauð synlegt, að ákveðinn sé slíkum bílum mjög lágur hámarkshraði á vegum í grennd við vatnið. Og hvað sem öðru líður, virð- ist mér þarna svo mikið í húfi, að sjálfsagt sé, að á kostnað verksmiðjufélagsins verði hafðir þarna samvizkusamir og vel þj'álfaðir verðir, sem gæti þess jafnt á nótt sem degi, að ekki séu brotin lög eða reglur, og sé þar engin iinkind sýnd. Er- lendis er miklu til þess kostað, að ekki líðist, að brotin séu frið unarlög á sambærilegum stöðuir og Mývatnssveit, og þung viður- lög eru við brotunum. Má alls ekkj dragast að koma skipan á slíka varðgæzlu, svo að stemmd verði á að ósi. BISKUPINN VlSIIERAR Biskupinn yfir íslandi, herra Sig- urbjörn Einarsson, vísiterar í sum- ar Skagafjarðar og Húnavatns- prófastsdæmi. Vísitazían hófst á mánudag í Rípurkirkju í Hegranesi og Sauð- arkrókskirkju og heimsótti biskup tvær til þrjár kirkjur í Skagafirði frajn til 12. júlí í, Hóladómkirkju sunnudaginn 9. Þá hefst heimsókn í Húnavatnssýslu og stendur til 17. júlí og svo aftur 18. til 20. ágúst. Guðsþjónusta verður í öllum kirkjum, svo og kirkjuskoðun og viðræður við söfnuð og prest. Sóknarnefndir, safnaðarfulltr. og aðrir sóknarmenn eru boðaðir til viðtals. Einnig eru fermingarbörn ársins sérstaklega boðin að koma til fundar við biskúp. Guðfræðiráðstefna á vegum þjóðkirkjunnar og Lútherska heimssambandsins hófst í Reykja- vík 22 þ.m. Þetta er önnur ráð- stefnan, sem haldin er hér á veg- um þessa aðilja. Umræðuefni að þessu sinni var. Ráðsmenn Guðs- gjafa. Hefur þetta efni verið rannsakað af guðfræðingum og rætt á ráðstefnum presta og .leik. nianna. Um 20 prestar sátu ráðstefn- una auk tveggja guðfræðinga Lút herska heimssambandsins, sem báðir fluttu hér fyrirlestra. Ráð- stefnan stóð í þrjá daga. 7. júlí 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ ® Pepsi, Pepsi-Cola og Miranda eru skrásett vörum., eign PEPSICO INC., N.Y. , \evsW Appelsín. Nýja AppelsíniS á nýrrf flösk“ sem 02. ei'kur anæSjun Enn ein gæ3a- vara frá PEPSIC0 INC., N.Y.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.