Alþýðublaðið - 07.07.1967, Blaðsíða 16
£1!!MI0GI!£$MÖ)
DELIRÍUM LUNARIS
Z2
FORÐUM þótti tunglið merki-
legt aðallega fyrir það að það
skein á jörðina og lýsti hæfilega
þeim, sem kærðu sig ekki um að
of vel væri tekið eftir þeim. Nú
c-r það orði-ð merkilegt fyrir það
að jörðin skín á það.
Eins hélt maður áður að ef
eitthvert kykvendi fyrirfyndist á
cðrum plánetum mundi verða tek
(ið á móti þeim hér á jörðinni
jueð nokkru tilhaldi, annað hvort
aueð eldi og brennisteini ellegar
með súkkulaði og kaffi og rjóma-
pönnukökum eins og tíðkaðist á
myndarheimilum í íslenzkum sveit
um í mínu ungdæmi En hér hef-
ur farið á aðra lund, a. m. k. á
voru landi. Þeim, sem ætla til
tunglsins er miklu betur fagnað
cn til mála kemur að gert verði
rokkurn tíma við hina, sem ef
til vill eiga eftir að koma þaðan.
Hingað er nú kominn hópur
inanna, sem ef til vill verða send-
ir til tunglsins, eða líkur eru
fyrir að einn eða tveir þeirra
lendi á tunglinu. ef þeir reynast
færir um að fara í slíka svaðil-
för og ef þeir svo hitta tungliðv
<sem virðist héðan neðan frá Fróni
ekki svo afskaplega greinilegt
skotmark. Hefur góðum skot-
luönnum geigað á skemmra færi,
eumir jafnvel hitt útlimina á
‘sjálfum sér, þegar þeir vildu
bana tófu eða æðarkollu (en svo-
leiðis skytterí hefur ekki verið í
tízku um skeið). En meiri líkur
eru þó á að þetta takist, því að
Sigurður hefur lýst því yfir, að
geimgæjarnir séu bara vel gefnir.
Við komu þessara garpa til ís-
Jands umturnaðist vort friðsama
þjóðfélag. —■ Fyrirmönnum þótti
sýnilega heiður að ísland væri
talinn slíkur útkjálki byggðra
bóla, að helzt mætti líkja því við
tunglið af öllum skrýtnum af-
Irimum þessarar plánetu. Forset-
inn skrifaði þeim með eigin hendi
Og forsætisráðherrann gekk á
iund þeirra hinn gleiðasti.
En einhvern veginn hefur ó-
uppiýstur almúginn ekki skilið
alla þessa dýrð og vængjablak
englanna í skýjunum yfir komu
geimgæjanna til þessa vors lítil-
mótlega lands, og hefur hann því
verið með ýmsar getgátur um
það í hverju mikilvægi þeirra
liggi.
Sumum hefur dottið í hug að
þetta séu súpermenn og afkom-
endur venjulegra manna verði
svona eftir svo sem milljón ár,
þegar kompúter er kominn í stað
inn fyrir heila, grjótkvörn í stað
inn fyrir maga, hjarta ér búið
til úr hrágúmmíi og taugarnar
úr veiðarfæranæloni.
Öðrum dettur i liug að stjórn-
málamenn telji geimgæja merki-
lega fyrrr það, að þeir eru van-
ir að hanga í lausu lofti, en það
er þjálfun, sem kemur sér vel
fyrir pólitíkusa, einkum rétt eft
ir kosningar, þegar enginn veit
hvað á að leggja verk upp á að
efna af kosningaloforðum, elleg-
ar þegar þeir eru nýlega komnir
úr stjórn og hættir að geta beitt
fyrir kjósendur með fyrirgreiðsl-
um og bitlingum.
Þá geti það líka verið lærdóms-
ríkt fyrir pólitíkusa að kynnast
mönni'm. sem ekki aðeins eru
langþjálfaðir i að hafa endaskipti
á hlutunum heldur líka á sjálfum
sér (eins og oft kemur fyrir úti
í geimnum) en sú kunnátta getur
komið sér afar vel þegar ógerlegt
reynist að snúa hlutunum við, en
svoleiðis lagað hendir líka í póli-
tík.
Enn fremur hefur því verið
fleygt að sendimaðurinn til tungls
ins eigi að leysa karlinn í tungL-
inu af meðan hann fer í orlof til
Mallorca eins og ailir alminlegir
menn gera, en íiann eigi að hafa
viðkomu á íslandi því að auðvitað
ætli hann ,að feröast með Loi't-
leiðum eins og geimgæjarnir vin-
ir hans. Það gerir hann náttúr-
lega SAS til bölvunar
En hver sem ástæðan er, þykir
mönnum einsýnt að við verðum
að útvega okkur hið bráðasta nýj-
an þjóðsöng og auðvitað verður
það „Tunglið, tunglið taktu mig“,
því að hvaða söngur annar gæti
komið til greina?
Ég held að það sé vilji örlaffanna að við hittumst.
mc.
n
/TSf"1
s rs
Frú Jensen er okkar bezti við skiptavinur.
TÍMIWW
Tilboð óskast i
í sitrautlegan sveitabæ með
þremur burstum. Upplýs*
ingar að Meistaravöll*
um 29, II. hæð. j
Ef olían hefði ekki hækkað
eftir Sínaí-stríðið hefði ég
haldið að menn værn hætt.
ir að vera glöggir á tæki-
færi til að komast fram lijá
verðstöðvunarlögunum.
Nú ætla þessir geimgæjar til
Fiskivatna, eins og þeir hafi
ekki alltaf verið' að veiða
síðan þeir komu.
Þá batnar kannski siðferðið
úr því pilsin eiga að síkka.