Alþýðublaðið - 12.07.1967, Blaðsíða 4
mMEm
Rltstjórl: Benedikt Gröndal. Simar 14900—14903. — Auglýslngaslml:
14806. — Aösetur: AlþýðuhúsIS vlð Hverflsgötu, Rvlk. — Prentsmiðja
Alþýðublaðsins. Siml 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — 1 lausa-
sölu kr. 7.00 elntakið. — Útgefandi: Aiþýöuflokkurlnn.
Byggðasöfn
UM SÍÐUSTU HELGI var stofnað Byggðasafn
Húnavatns- og Strandasýslu, og er það til húsa í nýrri
byggðasafnsnefnd, sem báðar sýslur skipuðu til að
í Hrútafirði. Hefur safnið verið undirbúið af sérstakri
ibyggðasafnsnefnd, sem báðar sýslur skipuðu til að
koma þessari nýju stofnun á fót.
Uppruni þessa merkilega safns mun vera sá. að
árið 1961 'var reist á vegum ríkisins hús yfir hákarla-
skipið Ófeig frá Ófeigsfirði á Ströndum, en hann er
talinn vera síðasta opna hákarlaskipið, sem gert var
út á þessum slóðum. Var skipið gert út til ársins 1915,
eða í 40 ár samtals, og er mikill fengur af að varðveita
það.
Síðar var ákveðið >að reisa byggðasafn fyrir Húnvetn
inga og Strandamenn áfast við Ófeigsskálann, sem
evo er nefndur. Er þetta hið myndarlegasta hús, enda
eru í því bæði baðstofa, stofa ög framhús. Er þetta í
heild hið myndarlegasta safn, og hefur ekki aðeins
áhugi heimamanna komið til við byggingu þess, held-
ur og veglegur stuðningur átthagafélaga hér syðra.
Síðustu áratugina hafa orðið geysilegar breyting-
ar á þjóðlífi íslendinga. Af þeim sökum er mikils virði
að hugsað sé fyrir varðveizlu margvíslegra minja frá
liðnum tímum, minja, sem enn er hægt að komast
yfir, en verða horfnir með öllu eftir fá ár. í þessum
efnum gegna byggðasöfn sem áhugamenn hafa komið
upp víðs vegar um land, mikilsverðu hlutverki. Munu
lcomandi kynslóðir kunna enn betur að meta starf
þeirra en við kunnum í dag.
Byggðasöfnin eru hin merkasta starfsemi, sem rétt
er að efla eftir því sem framast er unnt.
Vesfurför
FORSETI ÍSLANDS, Ásgeir Ásgeirsson, er farinn
í cpinbera heimsókn til Kanada og Bandaríkjanna í
; boði þjóðhöfðingja beggja landa. Mun hann fyrst
jkoma til Kanada og meðal annars skoða heimssýn-
iioguna í Montreal, sem hefur reynzt svo verðugt
jrninnisrnerki um aldarafmæli landsins. Síðan mun
Iforsetirn fara til Washington í boði Bandaríkjaforseta
-qg heimsækja hann.
Þessar opinberu heimsóknir munu styrkja sam-
band íslands við Norður-Ameríkumenn. Það er ekki
: tilviljun, að íslenzkir sæfarar skyldu á tíundu öld
jfinna Vesturálfur og nútíma tækni hefur verulega auk
i ið ýðingu nábýlis okkar við þá álfu. Örlög íslendinga
jog Norður-Ameríkumanna verða að líkindum sam-
tvirmuð um langa framtíð, og góð sambúð mun verða
báðum til blessunar.
4 12. júlí 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
NJÓHÐ UPSINS,
þið eruð á Pepsi aldrínum.
ískalt Pepsi-Cola hefiir hið lífgandi bragð
★ Pepsi-Cola og Miranda eru skrásett vörumerki, eign PEPSICO INC. NY.
ÍBÚÐARHVERFIN EYÐILÖGÐ.
Spakur maður, scm við hittum ný-
lega á götu, sagði við okkur, að hann sæi ekki
betur, en verið væri skipulega að eyðileggja ýms-
ar íallegustu íbúðargöturnar í gamla bænum. Við
hváðum og vissúm varla við hvað hann átti.
— Jú, sjáðu til sagði hann. Þú
kaupir þér hús við fallega og rólega götu, ein-
hvers staðar ekki ýkja langt frá miðbænum. Dag-
inn eftir kemur einhver heildsali eða fyrirtæki,
sem selur vörubíla og kaupir liúsið við hliðina á
þér og breytir því í skrifstofuhús og verzlun Eng-
inn getur bannað það, eins og reglurnar um þessi
•mál eru núna. Þú varst að flytja í fallegt og huggu-
legt íbúðarhverfi. en lendir svo óvænt við hliðina
á stóru í.vrirtæki. Húsið þitt fellur í verði og
það verður erfitt eða illmögulegt að segja það
nema með tapi.
— Líttu á götur eins og Garða-
strætið ög Tjarnargötuna. Þessar fallegu götur
verða áður en langt um líður úr sögunni, sem í-
búðargötur og þær eru ekki þær einu. Borgaryfir-
völdin verða hér að taka í taumana, ef ekki á illa
að fara.
★ REGLUR VANTAR.
Það mun mála sannast, að héc
vantar aílar reglur í þessa átt, og er þeirra þó
Framhald á bls. 14.