Alþýðublaðið - 12.07.1967, Page 5
fer''
Volkswaaen
ÞANN 22. júní, aflienti sölu-
stjóri Heklu, Sæberg Þórðarson,
fimmþúsundustu Volkswagen
bií'reiðina sem framleidd hefur
verið til íslands.
Á efri myndinni sést bifreiðin
koma á færibandi úr verksmiðj-
unni, — og á þeirri neðri, sést
þegar Sæberg afhendir kaup-
anda bifreiðina, Frú Láru Har-
aldsdóttur, Þórsmörk, Mosfells-
sveit.
Volkswagen bifreiðar, af hin-
um ýmsu gerðum, — þ. e. hin
velþekkta fólksbifreið, stærri
gerðirnar af fólksbifreiðum og
station-bifreiðum, sendiferða- og
pallbifreiðar, svo og fólksflutn-
ingsbifreiðar fyrir 9 farþega, —
eru nú næst flesta bifreiðateg-
undin á íslandi, en innflutning-
ur V.W. bifreiða hófst 1953- 19
54.
Hin mikla og stöðuga eftir-
spurn V.W. bifreiða hér á landi,
ihefur sánnað svo ekki verður um
villzt, ágæti þeirra við íslenzkar
aðstæður.
Umobðið hefur frá upphafi
lagt allt kapp á að h'afa ávallt
nægar varahlutabirgðir fyrir-
liggjandi og leitazt við að veita
V.W. eigendum eins góða þjón-
ustu og hægt er.
LEYNDARDOMUR
GRÁU MÓNI-
TOREÐLUNNAR
SVO ER SAGT, að einn góð-
an veðurdag hafi tilviljunin hag-
að því svo til, að veiðimaður
nokkur varð vitni að einvígi í
eyðimörkinni, milli Monitoreðlu
ístórvaxið afbrigði af þessum
flokki skriðdýra) og gleraugna-
slöngu. Slangan vó hvað eftir
annað að eðlunni með eiturtönn-
um sínum, en í hvert skipti
smaug eðlan inn á grasbala, —
nuggaði sér þar við og sneri sér
atfur til orrustunnar. Að lokum
nagaði hún slönguna til dauðs
og skreið í burtu. Þetta er eng-
in lygasaga. Grái monitorinn,
stærsta eðla sem til er um gjör-
vallt Sovétsamveldið, hvað þá í
Turkmenistan (Sovétlýðveldi í
Asíu. Liggur að Persíu og Af-
ghanistan í suðiú), býr svo sann-
arlega yfir leyndarmáli. Hún er
ónæm fyrir biti gleraugnaslöng-
unnar.
Yelizaveta Shcherbina, dýra-
fræðingur við turkmensku vís-
indaakademíuna kom eitt sinn
slíkri eðlu i opna skjöldu í
námunda við Koshká. í skelfing-
unni ældi eðlan upp úr sér 70
séntimetra langri gyurza slöngu.
Þar er ekki matvendninni fyrir
að fara. Matseðill monitorsins
er mjög fjölbreyttur og á honum
er jafnvel að finna banvænt eit-
ur, sem af einhverri ástæðu sem
enn er ekki kunn, gerir honum
ekki hið minnsta mein.
Nú ætla ég að reyna að koma
á framfæri skýringu, sem varp-
ar a.m.k. daufu ljósi á leyndar-
dóminn.
Að því er mér skilst, hefur
Iiffræðingurinn A. Ryumin nú
alveg nýverið gefið út' lygilegar
,en rökréttar niðurstöður sínar.
Hann hefur hvað eftir annað
lagt leið sína um Kara Kum
eyðimörkina til að handsama
monitora. Hann hefur jafnvel
rekizt á risavaxna einstaklinga,
eða 1,3 metra að lengd og stað-
festi þannig það sem Semyonov-
Tyanshansky heldur fram í bók
sinni, ,Rússland‘, að til séu mon
itorar allt upp að hálfum öðr-
um metra að lengd.
Ryumin gerði einnig fróðlegar
athuganir á verkunum monitor-
bits á manneskjur. Einn af kunn
ingjum hans var bitinn og fann
strax til vanlíðan og liafði ekki
matarlyst það sem eftir var dags-
ins. Þá varð lítil telpa bitin í
höndina, þegar hún vildi leika
sér við fanginn monitor. Hálía
klukkustund tók að þvinga sund-
ur samanbitna skolta eðlunnar.
Tveimur klukkustundum síðar
leið yfir telpuna og varð að
leggja hana inn á sjúkrahús.
Þar batnaði henni eftir nokkurn
tíma.
Og að lokum varð Ryumin
sjálfur fyrir biti. Þegar hann var
að vigta eina eðluna, læsti hún
sagtenntum skoltunum um úln-
liðinn á lionum inn að beini.
Hann var u.þ.b. stundarfjórðung
að þvinga upp skoltinn á dýrinu.
Síðan batt hann um úlnliðinn
og ætlaði að halda áfram, þar
sem frá var horfið, en fann þá
til hita og sóttar. Hann fór úr
skyrtunni, en því var líkast að
allur líkami hans brynni. Hann
riðaði við og varð að leggjast
fyrir. Hjartað sló óreglulega og
hann fékk velgju, það var eins
og eyrun hefðu stíflazt og hann
missti heyrnina. Umhverfið
Framhald á bls. 14.
ER SYSTRUNUM MISMUNAD?
MORGUNBLAÐIÐ ræðir lands-
föðurlega skúgrækt og sand-
græðslu í Reykjavíkurbréfi á
sunnudag. Gætir þar mikillar
hófsemi og sanngirni, enda mun
nauturinn að Reykjavíkurhréf-
um enginn annar en sá einstaki
skapstillingarmaður, Bjarni
Benediktsson jorsætisváðherra.
Honum mælist þannig:
Svo kvað Bjarni. . .
„Sumir tala um að meiri á-
herzlu beri að leggja á að
græða upp sandana og hindra
örfok lavds en gróðursetningu
trjáa. En kjarni málsins er sá,
að sandgræðsla, landgræðsla
og skógrækt eru greinar á sama
stofni. Allt miðar þetta að því
að bæta og fegra landið. Þess
vegna er metingur milli skóg-
ræktar og sandgræðslu óhyggi-
legur og óviðeigandi. Hvort
tveggja verður að haldast i
hendur. Hvort tveggja er gert
í þágu framtíðarinnar. Upp-
blástur landsins rýrir kosti
þess: Þess vegna verða allir
framsýnir ræktunarmenn að
sameinast um hvers konar við-
lcitni, sem verða má til þess
að hindra örfok en auka gróð-
urlendi íslands. Það er að
stækka landið, það er að gera
það arðgæfara og byggilegra."
Tvær spurningar
Þetta er indæll málflutning-
ur, kristilega mannrænn. Áður
hefur þó svipað heyrzt. Guð-
inundur rithöfundu,r Daníels-
son líkti einhverju sinni skóg-
ræktinni og sandgræðslunni við
tvíbura og inldi leggja þær að
líku. Það er gott og blessað.
Segjum, að þær séu systur, en
er þá eins að þeim búið eða
lcannski svipað og að Ásu og
Signýju í þjóðsögunni annars
vegar og Helgu hins vegar?
Af þessu tilcfni skal þess
farið á leit við hinn góðlynda
og víðsýna höfund Reykja-
víkurbréfa, að hann svari tveim-
ur spurningum. Þær eru þess-
ar:
Hvaða fjárhæðum er varið til
skógræktar annars vegar og
sandgræðslu hins vegar, ef allt
er talið?
Hver myndi tekjumunurínn
á nytjaskógi Hákonar Bjarna-
sonar og grassprettu sand-
græðslunnar, ef hvort tveggja
væri metið til peninga?
Þessa er spurt til að sannfær-
ast um, að systrunum sé ekki
mismunað. Ingólfur Jónsson
landbúnaðarráðherra gæti ef
til vill svarað fyrir Bjarna, ef
forsætisráðherra væri. vant við
látinn um næstu helgi.
12. júlí 1967
ALÞÝÐUBLAÐIÐ $