Alþýðublaðið - 12.07.1967, Qupperneq 10
VINIR MÍNIR ...
Frh. úr opnu.
hún naumlega undan einhverju
villidýrinu, en hugrekki hennar
var óbugandi. Auk þess hafði hún
sérstakt lag á dýrum og vann
fljdtt traust þeirra.
Loftslagið og veðurfarið var
allt annað en þægilegt. Regntím-
' inn stóð yfir frá október fram í
maí, og þá rigndi í bunum á hverj
um einasta degi, stundum tólf
klukkutíma samfleytt. Það var
stöðug barátta að bjarga farangri
og tækjum frá eyðileggingu, papp-
’ ir gegnblotnaði, væta komst að
„ linsum í myndavélum og kíkjum,
þykkt myglulag settist á alla
| hluti, og auðvitað var erfitt að
' komast leiðar sinnar þegar grasið
óx í fjögurra metra hæð, lækirn-
ir urðu að stórfljótum, og jarðveg
urinn varð eitt myglufen. Jane fór
að ferðast meira og meira í trján
um eins og aparnir eftir því sem
i leið 'á regntímann. Og það var þó
: kostur við vætuna, að þá heyrðist
• ekki skrjáf í laufum eða grasi þeg
i ar hún læddist um meðal villidýr-
!: anna.
Það var stór dagur þegar 'hún
: kynntist Davíð gráskegg. Hún
i hafði að vísu séð hann nokkrum
“ sinnum úti í skóginum, og hann
í var ekki eins hræddur við 'hana
og hinir aparnir. En einn góðan
veðurdag kom hann labbandi að 1
• tjaldbúðunum til að fá sér pálma
hnetur sem voru orðnar þroskað-
ar á tré fyrir ofan aðaltjaldið.
Jane sat kyrr og horfði á hann,
> gætti þess að hræða hann ekki.
, Hann fékk sér hnetur og gaf
henni hornauga meðan hann var
( að borða þær. Svo hljóp harin aft
ur út í skóginn. Eftir það varð
< hann daglegur gestur meðan 'hnet
' urnar entust. Hann sat á hækjum
sér hinn rólegasti þótt Jane gengi
C um, en hún kom aidrei of nærri
honum.
Hún komast að því, að hann
var líka hrifinn af banönum svo
að -hún birgði sig upp af stórum
'klösum úr næsta bananapálma.
■’ Og dag einn kom Davíð labbandi
til hennar þar sem hún sat undir
sóltjaldinu með nokkra banana á
borði við hlið sér.
Þegar hann var kominn alveg
að henni nam hann allt í einu
• staðar og starði á hana. Hárið
fór að rísa iá honum þangað til
i hann virtist a.m.k. helmingi
stærri en venjulega. Þetta tákn-
aði ákafa geðshræringu — ótta
eða reiði. Jane hreyfði sig ekki
og horfði rólega á hann, þótt
henni væri ekki farið að verða
um sel. Hvað myndi hann gera?
Hún hugsaði til negrans sem hafði
misst annað augað og kinnina. En
hún stillti sig.
i- Þá teygði Davíð fram aðra
- krumluna og hrifsaði banana af
i borðinu. Með hann hljóp hann
: burtu eins og eldibrandur. En dag
- inn eftir kom hann aftur.
Þriðja daginn rétti Jane hon-
rt
um -banana. Það vakti hjá honum
sterka geðshræringu. Hann fór að
titra frá 'hvirfli til ilja, svo barði
hann hvað eftir annað í trjábol
með hnefanum og riðaði á fótun-
um. En á endanum rétti hann
fram lófann og tók við bananan-
um.
Þetta varð upphaf vináttu
þeirra. Jane fór að taka með sér
banana út í skóg og upp í fjöll,
og þegar hún hitti Davið kom
hann og settist við hlið hennar og
þáði banana af mikilli náð. Hinir
aparnir góndu steinhissa á og
vissu ekki hvað þeir áttu að halda
um þessa, undarlegu framkomu
Davíðs, en hann var svo stór og
sterkur, að þeir þorðu ekkert að
malda í móinn.
Brátt fór Davíð að koma jafn.
vel þegar Jane hafði enga banana
meðferðis. Hann sagði “Húh!“ lágt
og blíðlega, settist hjá henni og
strauk laust og varlega handleggi
hennar og herðar. Hún fékk að
snyrta hann, þ.e.a.s. tína rusl og
kvisti úr feldi hans, skordýr og
grasfræ - lýs og flær voru sim-
pansarnir lausir við. Þeir eyða
oft mörgum klukkustundum á dag
í að snyrta hvern annan og sýna
þannig samfélagslega hegðun á
byrjunarstigi.
Og nú fór Davíð að koma í
1 heimsókn hvort sem hann fékk
banana og hnetur eða ekki. Hann
var býsna þjófgefinn, stal bæði
fatnaði og teppum, handklæðum
og uppþvottarstykkjum sem hon
um fannst gaman að naga Fljót-
lega var hann orðin of fínn með
sig til að borða banana með
berki og öllu saman. Hann fór að
fletta berkinum af á sama hátt og
hann sá Jane gera, borðaði sjálfan
bananann, en geymdi börkinn. Og
vei þeim sem ætlaði að stela
honum!
Eftir nokkrar vikur kom
Davíð með tvo vini sína og kynnti
þá hátíðlega fyrir Jane sem skírði
þá Golíat og William. Golíat var
stærstur allra simpansanna, risa-
vaxið dýr sem minnti á górillu,
villtur, uppstökkur og stundum
ofsafenginn í skapi William var
dauðfeiminn og hlédrægur. Fyrst
þorði hann ekki að koma og fá
sér banana með hinum, heldur sat
uppi í tré kjökrandi af sjálfsmeð
aumkun. En sm'ám saman fékk
hann kjarkinn, og loks urðu þeir
allir þrír alúðarvinir Jane.
Úr þessu átti Jane ekki erfitt
með að vinna traust og vináttu
hinna simpansanna Hún fylgdist
með mæðrunum og börnum þeirra
hvernig þau voru alin upp og
hverjum framförum þau tóku. Það
var gleðistund þegar Flo kom til
hennar með nýfædda ungann sinn
í faðminum, rétti hann fram og
lét Jane strjúka varlega litla höf-
uðið. Hún fékk að fylgjast með
ástarlífi þeirra, fölskyldulífi, leikj
um og alvöru, gleði og sorg. Hún
fylgdist með aumingja Merlin
litla sem missti móður sína barn-
ungur og var óhuggandi. Hann
hafði áður verið kátur og hrekkj-
óttur krakki, en eftir að mamma
hans dó varð hann þunglyndur og
taugaveiklaður. Það er sennilegt,
að hann nái aldrei eðlilegum
þroska og verði jafnvel vangefinn.
Þetta og margt annað getur varp-
að ljósi á ýmisleg sálfræðileg
vandamál mannanna, t.d. þeirra
sem fara á mis við móðurást og
umhyggju í bernsku. Hvort sem
mennirnir eru komnir af öpum
eða menn og apar af einhverjum
sameiginlegum forföður, gefst
þarna tækifæri til að rannsaka við
brögð og vaknandi þroska hjá
dýrum sem eru samt ekki svo
fjarlæg frumstæðustu mönnum.
Jane er ekki lengur ein við
rannsóknir sínar. Fyrir nokkrum
árum fékk dr. Leakey ágætan ljós
myndara, Huga van Lawick barón,
til að taka myndir af Jane og sim-
pönsunum fyrir The Nat'onal Geo-
graphic Society. Hugo var þaul-
vanur að taka ljósmyndir og kvik-
myndir af dýrum, bæði tömdum
og villtum, og hafði meðal annars
unnið töluvert fyrir sjónvarpið.
Hann hafði mikinn áhuga á dýra-
lífi, og það leið ekki á löngu áður
en Jane og honum varð ljóst, að
þau voru skyldar sálir Þau giftu
sig í London, og það er einkenn.
andi fyrir þau bæði, að brúðkaups
dagarnir gátu ekki orðið nema
þrír, vegna þess að afríski kokkur-
inn þeirra sendi boð um, að ein
apynjan væri búin að eignast
unga. Þau flýttu sér aftur til Af-
ríku, því að þetta var gullvægt
tækifæri til að fylgjast með upp-
vexti og þroska villts simpansa
alveg frá fæðingu.
Og nú er dr. Jane Goodall,
barónessa van Lawick, stjórnandi
tíu manna rannsóknaflokks í
myrkviðum Afríku, án efa lærð-
asti sérfræðingur veraldar á sínu
sviði. Náttúruvísindin standa í ó-
bætanlegri þakkarskuld við hana,
og hún hefur áunnið sér aðdáun
og virðingu vísindamanna í öllum
löndum. Starfi hennar er ekki lok
ið, heldur verður það æ umfangs
meira, og hún heldur áfram að
auka þekkingarforða mannkyns
ins í mörgum greinum með rann
sóknum sínum á lífi vina sinna,
villtu simpansanna.
X-
Það þarf hugrekki til að láta full-
vaxinn villtan simpansa koma
svona nærri. Figan kitlar Jane á
hálsinn í vináttuskyni.
10 12- júlí 1967
ALÞÝÐUBLAÐIÐ