Alþýðublaðið - 12.07.1967, Síða 13
KáM^teLGSBÍ.0
íslenzkur texti.
OSS £17 í Bahia
Ný ofsaspennandi OSS 117 mynd
í litum og Cinemascope segir
frá baráttu við harðsvíraða upp-
reisnarmenn í Brasilíu.
FREDERIK STAFFORD.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð innan 16 ára.
Ævintýii IVIoÍI
Flanders
Heimsfræg amerísk stórmynd í
litum.
KIM NOVAK.
RICHARD JOHNSON.
íslenzkur textL
Sýnd kl 9.
ÓTTAR YNGVASON, hdl.
BLÖNDÚHLfÐ 1, SÍMI 2129Ó
VIÐTAUST. KL. 4—6
MALFLUTNINGUR LÖGFRÆÐISTðRF
Trúlofunarhrlngar
Sendmn gegn póstkröfn.
Fljót afgreiðsla.
Guðm. Þorsteinsson
gullsmlður
Bankastræti 1S.
ÖKUMENN!
Látið stilla í tíma.
Hjólastillingar
Mótorstillingar
LjósastiIIingar
Fljót og örugg þjón-
usta. .J f1
BÍLASKOÐUN &
STILLING
Skúlagötu 32
Sími 13-100.
AU6LÝSIÐ
í Alþpublaðínu
hana. Farðu bara, já, snautaðu
burtu.
Hann slökkti í sígarettunni
á' diskinum. Ég leit niður fyrir
mig. Ég ætlaði ekki að gráta.
— Ég ætlaði ekki að skipta
mér af því, sem mér ekki. ..
— Og þess vegna gerirðu allt
mögulegt', sem verður enn leið-
inlegra og meira þreytandi vegna
þess eins að þú ætlaðir aldrei að
blanda þér í það, sem þér kem-
ur ekki við.
— Get ég ekki gert eitthvað?
— Jú, látið mig í friði, sagði
liann, henti peningum á borðið
og gekk á brott.
1
ÁTTUNDI KAFLI.
f
Það var kalt þegar Marcello,
Lúcíana og ég komum til ísóla.
Við tókum leigubíl og Marcello
ók okkur heim. Ég hafði ekki
sagt' þeim, hvað gerðist eg þau
spurðu einskis. Þau voru elsku-
leg og ekkert annað.
— Þú átt að fara beint í há’tt-
inn, sagði Lúcíana; — ég kem
með mat til þín.
Ég kinkaði kolli og hljóp upp
á loft. Mér lá á að hátta og ég
henti fötunum á' gólfið og stökk
upp í rúmið eins og svefninn
gæti læknað öll mein. Lúcíana
kom inn með brauð og mjólk,
virti mig fyrir sér með athygli
og fór út. Hún lét dyrnar svo
varlega aftur að ég heyrði það
ekki.
Ég gat ekki borðað þennan
yndislega mat'. Brauðsneiðarnar
sem Lúcíana skar voru svo
þunnar, að þær voru næstum
gagnsæjar. Ég lá bara þarna og
mér leið illa. Ég hafði svo oft
hugsað um James Alexander eins
og fullorðinn skátadreng. Gott
skap og elskulegheit gela verið
leiðinleg. En var það ekki ein-
mitt þetta sem fór í taugarnar á
Bob Lane hvað mér viðvék. Ég
var svo elskuleg, svo sannfærð
um að góður hugur og fyrir-
ætlanir væru nóg.
í fortíðinni hafði það reynzt
rétt. Vinkonur mínar „urðu” að
breyta um hárgreiðslu, pabbi
minn „varð” að drekka aldin-
safa, Harry „átti” að lilusta á'
það, sem ég áleit að væri rétt
fyrir hann. Midge var mín fyrstu
mistök því hún tók mig að sér
en ég ekki hana. Ég sá mig sem
nokkurs konar Midge særandi
annað fólk og blinda eins og leð-
urblöku á annarra tilfinningar
líkt og James var.
Hann hafði sagt. — Það verð-
iir enn leiðinlegra og meira
þreytandi vegna þess eins að þú
ætlaðir aldrei að blanda þér í
það, sem þér kæmj ekki við.”
Hann liefði eins vel gelað sagt.
„Ef þú gerir eitthvað sem þú
heldur að sé rétt, brcytir það
engu, ef þú gerir rangt hvort
eð er.”
Ég var fífl og afskiptasöm.
Og það var aðeins vegna þess
að mig langaði til að vera góð
og hjálpa öllum.
Vonbrigðatá'r rann niður kinn
ar mér og ég strauk það á brott
Ég var hrifin af Bob og reið
við sjálfa mig fyrir að særa
hann. .. Mig langaði til að vera
vinur hans. Hvílík vitleysa! Ég
vildi meira en það. Hann var
sá karlmaður, sem allar konur
dreymir um að þóknast því hann
var sterkur og sjálfum sér nóg-
ur og þurfti ekkert á þeim að
halda.
Það var rólegt og dimmt og
ég lá og hugsaði lengri tíma.
Um Trish, sem hugsaði um pen-
inga og ekkert nema peninga og
um James sem var svo ein-
kennilega niðurdreginn þessa
dagana. Um Lúcíönu og stóra
húsið á Kaprí. Um ilminn af
blómunum fyrir utan gluggann
minn.......
Svo var barið að dyrum og
Lúcíana leit inn. Hún var í nátt-
slopp með hvítum og bleikum
röndum og virkaði frekar hlægi-
lega á mig.
— Þú þarft að taka á móti
gesti.
— Vitleysa.
— Ég vaknaði við hringing-
una. Það er hr. Lane.
— Lúcíana!
Ég stökk út úr rúminu fór í
síðbuxurnar og peysu og sagði
taugaóstyrk: — Ég lít hræði-
lega út!
Við gengum hlið við hlið fram
á stigabrúnina og hún hvíslaði:
Mundu eftir því að það heyrist
í bílnum. II ú n fer að koma.
Það var næstum dimmt í dag-
stofunni. Aðeins kveikt á einum
litlum lampa og Bob Lane stóð
við opinn gluggann og horfði út
í garðinn. Hann var klæddur í
sömu föt og þegar við hittumst
fyrst — ljósa peysu, dökkar bux-
ur og með dökkan hálsklút. Hann
virtist hærri og grennri en áð-
ur.
— Ég kom til að biðjast afsök-
unar.
— Ég biðst líka afsökunar.
— Stattu ekki svona eins og
þú værir fjórtán ára!
Ég gekk yfir að sófanum, sem
Trish lá venjulega á og settist.
Hann settist líka, í hæfilegri
fjarlægð frá mér. Við horfðum
hvort á annað.
— Ég særði þig víst. Ég geri
það stundum; ég ætla mér það
ekki; ég er einstaklega leiðin-
legur.
— Þú hafðir á réttu að
standa.
- Ég? - Hvað?
— Ég er asni. Afskiptasamur
asni. Svo lirifin af sjálfri sér
og alltaf að reyna að leysa ann-
arra manna vandamál og enda
alltaf eins og fífl. Litli hvolp-
urinn með inniskóinn milli tann-'
anna, er það ekki? Já', ég er svei
mér sniðug!
— Þú ert bitur. Já, þú hendir
þér út i allt, en það er gott.
Það er alltaf gott að mæta fólki
á miðri leið og jafnvel ganga til
móts við það. Það gera afar fá-
ir.
— Það er niðurlægjandi.
— Það er ekkert niðurlægj-
andi við að vera ungur.
Hann var breyttur aftur. Hann
var viðkvæmur, jafnvel blíðleg-
ur. En ég var enn reið sjálfri
mér og þar með honum.
— Þú ert' víst ekki reiður
lengur, sagði ég. — Ég geri ráð
fyrir að þú hafir hitt þessa
Útsvör
Framhald af 1. síðu.
að nokkru eða öllu leyti.
9) Sjúkrakostnað, ef hann má
telja verulegan.
10) Kostnað vegna slysa, dauðs
falla eða annarra ó'happa, sem
orsaka verulega skerðingu á gjald
getu, þ. m. t. miki'l tekjurýrnun.
11) Uppeldis- og menningarkostn
að barna, sem eldri eru en 16
ára og gjaldandi annast greiðslu
á.
12) Ellilífeyri.
13) Örorkulífeyri.
14) Ekkjulífeyri og ekkjubætur.
15) Útsvör s. 1. árs, ef þau hafa
verið greidd að fullu fyrir s. 1.
áramót.
Framtalsnefnd leyfir nú til frá
dráttar helming taps frá fyrra
ári og hálft varasjóðstillag
Eftir að tekjuútsvarsstofn hef-
ur verið ákveðinn samkv. fram-
anrituðu, er veittur persónufrá-
dráttur svo sem hér segir:
1. Fyrir einstakl. kr. 45.200.00.
afgangi. — Álagsstuðlarnir eru ó-
breyttir frá f lá.
02 Eignarútsvör:
Eignarútsvarsstofn er eins og
áður segir hrein eign samkv. skatt
skrá, fasteignir þó taldar á þre-
földu gildandi fasteignamati.
Eignarútsvörin ákveðast samkv.
stiga, sem er óbreyttur frá f. ári.
03 Lækkun útsvara:
Af útsvörum, sem jafnað er nið
ur eftir framangreindum reglum,
er veittur 6% afslátur.
Útsvör sem nema 1500 kr. eða
lægri upphæð eru felld niður.
í fjárhagsáætlun borgarinnar
fyrir árið 1967 eru útsvör áætluð
kr. 658.300.000,00, auk 5—10%
vanhalda'álags. Hámarksútsvars-
upphæð getur því orðið 724.130.-
000,00.
2 Aústöðugjöld:
Framtalsnefndin annast ekki á-
lagningu aðstöðugjalda, en sam-
kvæmt skattskrá nema álögð að-
stöðugj. í Rvík 1967 kr. 178.188.-
000,00.
Á álagningarseðli, sem borinn
verður til gjaldenda næstu daga,
geta verið 12 tegundir gjalda, auk
gjalda til borgarinnar, sem lýst
hefur verið !hér að framan. Sum
gjöldin eru fastákveðin á ein-
staklinga, eins og almatinatrygg-
ingagjald, sem er kr. 3.500,00 á
einhleypa karlmenn, kr. 2.625,00
ó einhleypa konu og kr. 3.850,00
á hjón, kirkjugjald 250 kr. á
hvern einstaklii^g. Önnur gjöld
eru ákveðin eftir vissum gjaldstig
um, eins og tekjuskattur og eign-
arskattur. — Samtals nema gjöld
þessi til ríkis og ýmissa stofnana
nálægt því sömu upphæð og gjöld
þau, sem borgarbúar greiða í sinn
sameiginl. sjóð, borgarsjóðinn”.
2. Fyrir hjón kr. 64.500,00
3. Fyrir hvert barn, innan 16
ára aldurs á framfæri gjaldanda
kr. 12.900,00.
Tekjuittsvör verða þá sem hér
segir:
1. Einstaklingar og hjón.
Af fyrstu 25.800,00 kr. 10%.
Af 25.800,00 kr. — 77.400,00
greiðast 2.580,00 kr. af 25.800,00
og 20% af afgangi
Af 77.400,00 kr. og þar yfir
greiðast 12.900,00 kr. af 77.400,00
•og 30% af afgangi.
2. Félög.
Af fyrstu 75 þús. kr. 20%.
Af 75 þús. kr. og þar yfir 15
þús. kr. af 75 þús. og 30% af
12. júlí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ |,3