Alþýðublaðið - 30.07.1967, Side 10
10
Sunnudags AlþýSublaðið — 30. júlí 1967
VILTU SEX DAGA SJON VARP?
Viltu láta loka Keflarvíkursjónvarpinu?
ÚTSENDINGAR íslenzka sjón
varpsins hafa nú sem kunnugt
er legiö niðri um mánaðar-
skeið. Munu þær hefjast á ný
eftir helgina, og verða fjögur
kvöld í viku eins og áður var.
Það var hins vegar frá upp-
hafi markmið forvígismanna
sjónvarpsins að smáauka starf
semina unz sex daga útsend-
ingu væri náð, Hefur nú um
nokkurt skeið verið miðað við,
að full útsending hæfist 1. sept'.
ember næstkomandi. Alþýðu-
blaðið ákvað að forvitnast um
hug nokkurra sjónvarpseigenda
til þessarar aukningar sem og
til Keflavíkursjónvarpsins. Fara
hér á eftir skoðanir þessa
fólks.
VIGDÍS Finnbogadóttir, kenn
ari, vildi fjölga útsendingar-
dögum sjónvarpsins tafarlaust
í ljósi þess, að þá yrði banda-
rískt sjónvarp lagt niður. Hún
var ánægð með efni hins ís-
lenzka sjónvarps og kvaðst
hafa orðið vör við að það hefði
dregið mjög úr glápi á Kefla-
víkursjónvarpið, sem væri
þjóðarhneisa.
o
SIGURJÓN Björnsson sál-
fræðingur, lýsti sig andvígan
auknum útsendingum íslenzka
sjónvarpsins. Hann taldi meira
um vert að bæta þá dagskrá,
sem nú er send út. Sigurjón
var ekki ánægður með íslenzka
sjónvarpið til þessa. Hann kvað
skorta á íslenzkt efni og of
mikið væri um efni óhollt börn
um. Sem dæmi um efni miður
heppilegt börnum nefndi hann
„Dýrlinginn”. Einnig taldi
hann æskilegt, að íslenzkt tal
yrði sett við erlendar kvikmynd
ir til að stemma stigu við erl.
tungumálaáhrifum. — Fréttir
sjónvarpsins var hann hins veg.
ar mjög ánægður með.
Sigurjón kvaðst horfa lítið
sem ekkert á Keflavikursjón-
varpið, enda væri hann algjör-
Iega mótfallinn því, og fylgj-
andi tafarlausri lokun.
o
FRÚ Lára Sigurbjörnsdóttir
taldi fjögurra daga útsendingu
nægilega. Höfuðtakmarkið hlyti
að_yera að bæta núverandi dag,
skrá. Fréttir væru að vísu góð-
ar og einstaka þættir einnig en
yfir heildina væri dagskráin
í núverandi mynd enginn menn
ingarauki. Lára nefndi sérstak-
lega pólsku kvikmyndirnar, sem
sjónvarpið hefði sýnt og sagð-
ist engan hafa hitt er lagt hefði
þeim góð orð í munn. Ríkari
áherzlu þyrfti að leggja á efni
frá, er sýndi það bezta með
til nefna hina þjóðlegu þætti
Kristjáns Eldjárns, sem væru
til fyrirmyndar. íslenzka sjón-
varpið ætti einnig að taka til
sýningar þjóðlegt efni erlendis
frá. er sýndi það bezta með
hverri þjóð. Frú Lára kvaðst
ekki horfa á bandarískt sjón-
varp, enda andvíg því með öllu.
Hún sagðist þekkja til þess,
að börn og unglingar horfðu
enn mikið á Keflavíkursjón-
varpið og vildi láta loka því
tafarlaust.
o
REYNIR Karlsson, fram-
kvæmdastjóri Æskulýðsráðs
Reykjavíkur vildi ekki, að út-
sendingardögum yrði fjölgað.
Frekar bæri að auka íslenzkt
efni. Hann var þó ánægður
með starfsemi sjónvarpsins til
þessa. Að vísu taldi hann æsk-
una hafa verið vanrækta, að
nokkru, því þörf væri fleiri
þátta ætluðu ungu fólki. Einn-
ig taldi hann að sjónvarpið
mætti sækja meira efni til
íþrótta- og æskulýðshreyfingar
innar. Ekki taldi Reynir ástæðu
til að loka Keflavikursjónvarp-
inu, það skapaði enga hættu,
að því er séð yrði, og auk þess
væri skammt í alheimssjón-
varp.
o
Bessí Jóhannesdóttir, nýstúd-
ent, vildi fjölga útsendingar-
dögum, og kvað efni íslenzka
sjónvarpsins hafa verið mun
betra en hún nokkru sinni
hefði þorað að vona. Því taldi
hún mundu reynast unnt að
korna í kring þessari aukningu
án þess að því fylgdi lakara
efni. Bessí sagði, að sjónvarpið
mætti gera meira af því að
sýna þætti úr daglega lífinu,
ferðaþætti o.fl. Einnig fannst
henni tilfinnanlega vanta einn
virkilega vandaðan innlendan
skemmtiþátt. Ekki taldí Bessí
ástæðu til að loka Keflavíkur-
sjónvarpinu.
o
VIGNIR Guðmundsson, blaða
maður, lagði áherzlu á, að
fjölga bæri útsendingardögum
íslenzka sjónvarpsins í sex, svo
framarlega sem það kæmi ekki
fram í efnisgæðum. Hann taldi
góðar vonir um að þetta reynd-
ist unnt, t.d. mætti nýta ís-
lenzkt listafólk mun meira en
gert. hefði verið til þessa. Hann
kvað það skoðun sína, að Kefla.
víkursjónvarpið hefði engin
skaðvæn áhrif og væri það
skerðing á persónufrelsi að
láta loka því, enda muni það
hverfa af sjónvarpsskermum
íslendinga á sama hátt og Kefla-
víkurútvarpið hvarf með auk-
inni dagskrá íslenzka útvarps-
ins.
o
ZENITH
sjónvarp
HEIMSÞEKKT
VÖRUMERKI
RADÍÓFÓNAR
STEREO
TEPPAZ
SPILARl
í
FERÐALAGIÐ
h.ff.
laugavcg 85, Reykjovik - Sfmi 16525