Alþýðublaðið - 13.08.1967, Page 1
<SuH/uieítufr
Q3MHÍD
Sunnudagur 13. ágúst 1967 — 48. árg. 178. tbl. Verð kr. 7
ÍBÚAR HVERFIS-
INS ERU MILLI
TVEGGJA ELDA
Myndir úr heimsókn norska ríkisarfans
I gærmorgun fór Haraldur ríkisarfi Noregs með varðskipinu Oðni upp í Hvalfjörð og skoðaöi hval«
Mikillar óánægju gætir og hef-
ur raunar lengi gætt meðal ibúa
á Hvaleyrarholti í sunnanverðum
Haínarfirffi út af fýlu og reyk,
sem jafnan leggur frá fiskimjöls-
verksmiffjunni Lýsi og Mjöl, þegar
þannig viðrar. Hefur oft verið
kvartaff út af þessu en óskipulega,
enda ekkert gert til að reyna
að finna úrbætur á vandanum. Nú
hefur Hafnarfjarffarbær tekið í
notkun nýja öskuhauga skammt
frá Krýsuvíkurvegi, og leggur tals
verðan daun frá þeim til syðstu-
hverfa Hafnarfjarðar, þegar vind-
átt hagar þannig til. íbúar á Hval
eyrarholti eru því nú eins og orðn-
ir milli tveggja elda: í vesturátt
og logni liggur óþefurinn frá verk
smiðjunni yfir hverfið, en i aust
anátt fýlan af öskuhaugunum.
Húsmæður í liverfinu una þessu
mjög illa og að því er Alþýðublað
ið hefur fregnað mun nú í gangi
meðal þeirra undirskriftasöfnun
til að mótmæla þessu ástandi.
Telja Ikonurnar að fýlunni fylgi
Framhald á 4. síðu.
stöðina. Þaðan var ekið til Reykholts og staðurinn skoðaður. Á fjórða tímanum var lagt af stað til
Haffjarðarár, þar sem ríkisarfinn renndi fyrir la -. Hann gisti í nótt í veiðihúsi við ána og dvelst
við veiðar áfram í dag fram eftir degi, en kl. 13.00 heídur hann flugleiðis úr Borgarfirði til Akur-
eyrar og situr þar veizlu í boði bæjarstjórnar Ak ireyrar. — Á myndinni er Haraldur ríkLarfi aff
stíga um borð í Óðinn í gær og lieilsar skipherranum, Jóni Jónssyni.
Hvað er náttúruvernd?
Nú eru 11 ár liðin frá því að
sett voru á alþingi lög um nátt-
úruvernd, en samkvæmt þeim er
heimilt að friðlýsa: a) Sérstæðar
náttúrumyndir svo sem fossa, gígi,
liella, dranga, svo og fundarstaði
steingervinga, og sjaldgæfa stein- j svæði, sem mikilvægt er að verð-
tegunda. b) Jurtir eða dýr, sem iveita sakir sérstæðs gróðurfars-
frá náttúrulegu eða öðrum menn
ingarlegum sjónarmiðum skiptir
miklu máli að ekki sé raskað,
fækkað eða útrýmt, c) Land-
eða dýralífs. d) Heimilt er og
að friðlýsa landsvæði, sem eru
ríkiseign og sérstæð eru um lands
lag, gróðurfar eða dýralíf í því
skyni að varðveita þau með nátt-
úrufari sínu og leyfa almenningi
aðgang að þeim. Ennfremur er
heimilt að taka land manna eign-
arnámi í þessu skyni.
Á Ferðamálaráðstefnunni í vor
hélt dr. Sigurður Þórarinsson
erindi um vernd íslenzkrar nátt-
úru og kom þar m.a. í ljós að
Sigurður telur að á þessum 11
árum liafi verið unnin meiri nátt
úruspjöll hér á landi en á nokkr-
um undangengnum áratug. Þetta
væri aðallega vegna þess, að
tækniþróun og verklegar fram-
kvæmdir aukast hér miklu hrað-
ar en skilningur á. verndun nátt-
úrunnar.
Hugtakið náttúruvernd er nokk
uð teygjanlegt og í víðustu merk-
ingu spannar það yfir vernd gegn
hvers konar breytingum á nátt-
úrunni, kvikri sem dauðri. Falla
þar undir mikil viðfangsefni, sem
varða gjörvalla heimsbyggðina,
svo sem verndun gr()ðurmoldar
gegn eyðingu vinda og \'atns, en
ísland er sem kunnugt er í tölu
þeirra landa, sem vers ; eru farin
af völdum uppblástur; og alltof
víða er hann í algleymingi, næg-
ir í þvi efni að nefna svæðið í
nágrenni Gullfoss.
Framhald á 4. síðu.
íbúar Reykja-
mótmæla
íbúar Reykjahlíðarhverfis í Mý-
vatnssveit hafa sent menntamála-
ráðuneytinu skeyti, þar sem þeir
biðja ráðherra að hafa að engu
síðustu tillögu náttúruverndar-
ráðs um vegarstæðið við Mývatn.
Skeytið er svohljóðandi:
„Menntamálaráðuneytið, Reykja-
vík.
Undirritaðir heimilismenn og
alþingiskjósendur í Reykjahlíðar-
hverfi skora á menntamálaráðu-
Framhald á 4. síðu.