Alþýðublaðið - 13.08.1967, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 13.08.1967, Qupperneq 8
Sunnudags Alþýðublaðið — 13. ágúst 1967 8 Framleiðsla og efnahagur Árið 1966 varð mikil fram- leiðsluaukning í Noregi, 4,4% miðað við 4% í heild í Vestur- Evrópu. Þrjú undanfarin ár varð framleiðsluaukningin í Noregi enn hærri — þá varð aukning á framleiðslu næstum 5,5%. Samkvæmt skýrsium frá norsku hagstofunni, varð aukningin svo mikil vegna þess að sótzt er eft- ir novskum framleiðsluvörum á erlendum mörkuðum. Stöðugt vaxandi útflutningur síðustu fjögur ár nemur um 40% af allri framleiðsluaukningunni. Það hefur mikið verið vegna EFTA, að útflutningur Noregs hefur aukizt svo mjög. Afnám verzlunarhafta hafa ekki aðeins aukið viðskipti á milli landa inn an EFTA, heldur einnig hvatt norska framleiðendur — sem margir hverjir höfðu ekki verið í útflutningi áður — til að reyna erlenda markaði jafnt sem inn- lenda. Þetta á sérstaklega við um framleiðendur fullunninna iðnaðarvara ýmissa. ★ Útflutningur fjórfaldast á 15 árum Síðustu 15 ár hefur útflutn- ingur Noregs næstum fjórfald- azt. Síðan árið 1960 hefur ver- ið árleg aukning um 9% að með altali. Árði 1966 fór heildarverð mæti útflutnings Norðmanna yf ir 10 billjóna markið, þ.e.a.s. í norskum krónum. Nýja metið er 10.3 biiljón norskar krónur og það er 9,6% meira en árið 1965. Þó jókst innflutningur um 11,8% í um 14,8 billjón norsk- ar krónur. Greiðsluhalli á viðskiptajöfn- Frh. á 14. síðu. Metfiskveiði var í Noregi síðasta ár og á hvern íbúa veidd ust að meðaltali 1.500 pund af fiski. Allt að 90% af því var flutt út. Noregur flytur því mest allra þjóða út fisk og fisk afurðir. Árlega veiðist þar 2-2,5 milljón tonn af fiski og 80-90% af því að meðaltali er til út- flutnings. Fjórar aðrar fisk- veiðiþjóðir geta hrósað sér af iþví að veiða meira, en mestur hluti aflans er fyrir heimamark að. Að aflinn var svo góður síð- asta ár, má að miklu leyiti þakka mjög fullkomnum veiði- og veiðleitartækjum, m.a. eru iþar al mennt notuð fiskileitartæki, hringnætur, kraftblakkir og sog- dælur til að soga fiskinn um borð — þó var á árinu 1966 tveggja mánaða bann við veið- um iá síld og makríl. Alls veidd ust 2,64 millj. tonn að verðmæti 65 millj. sterlingspunda. Þetta er 27% aukning frá síðasta ári og 18% hækkun á verði frá því 1965, en það ár hafði einnig verið metveiði. Einnig varð árið 1966 metár í útflutningi á fiski og unnum fiskafurðum og verðmæti varð alls 79 millj. sterlingspund, en það var. 7,5 millj. sterlingspund um meira en á árinu 1965. ★ 7.700 liektólítrar í einu kasti Hringnótabáturinn „Ordinat“ ■setti nýtt met í fiskveiðunum við vesturströnd Noregs árið 1966 með því að fá 7.700 hektó- lítra í einu kasti Fyrstu þrjá ársfjórðunga 1966 framleiddu norskar verksmiðjur 440.000 tonn af síldarmjöli og 220.000 tonn af síldarlýsi; meira heldur en nokkru sinni áður á heilu ári. Norskir vísindamenn vinna stöðugt að rannsóknum t’l að auka gæði síldarmjöls. Og takmarkið er að gera það mögulegt að framleiða fiskimjöl itil manneldis. í maí n.k. verður í Vestur- Noregi byrjað að framleiða fitu laust síldarmjöl og verður það fyrsta framleiðsla sinnar teg. undar í Evrópu. M.iölið mun innihalda minna en eitt % fitu, og 80-83% af eggjahvítuefnum, en eggjahvítuinnihald í venju- legu síldarmjöli er 70-75%. Og virðist því ekki langt í land með takmarkið að framleiða síldarmjöl til manneldis. Nú er mest af þeim fiski, sem ætlaður er til manneldis og framleiddur er í Noregi, fryst- ur — aðallega í flökum. Og Nor- egur framleiðir mest allra landa í heimi af frosnum fiskfram- leiðsluvörum. Frionor Norsk Frosenfisk A/L, sem er sölusamband rúm- lega 100 frystistöðva á strönd Noregs, hafði lieildarframleiðslu fyrir árið sem nam 61.900 tonn um, en það er 28% meira en árið áður. Á sama tíma jókst útflu.tningur um 36,4%. ★ Aðalmarkaður fyrir skreið er Vestur-Afríka Á árinu 1966 voru flutt út um 25 000 t.oun af norskri skreið og aðallega til Vestur-Afríku og Í.talíu. Fyrirtækið Chr. Bjelland & Co. A/S. í Stavanger, en það er stærsta niðursuðufyrirtæki í Noregi. hefnr undanfarið lagt 1.2 millj. sterlingspunda í að stækka fvrirtæki sitt og gera það nýt.ízkulesra. Fyrirtækið rekur nú 11. mðursuðuverksmiðj ur á vesturströnd Noregs. Þar er hægt að sióða niður brisiing allt árið. bar sem fyrirtækið rekur t.vö kæliskip og í verk- smiðjunum eru sérstakar kæli- geymslur. Bjelland hefur í hyggju að Álver Árdal og Sunndal h.f. séð frá I ingin er ráðhúsið. Til hægri: Hengib

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.