Alþýðublaðið - 13.08.1967, Síða 9

Alþýðublaðið - 13.08.1967, Síða 9
* Sunnudags Alþýðublaðið — 13. ágúst 1967 n bæta við kæliskipum og einnig að tvöfalda árlega framleiðslu 5r 90 millj. dósum í 180 millj. dósir. Fyrirlækið vinnur alls konar sjavarafurðir, en aðal- framleiðslan er brisling sard- ínur og árið 1966 varð einnig metár í útflutningi þeirra — 60 millj. dósir. Sjálfvirkar vél- ar hafa nú verið teknar í notk- un við framleiðsluna og vonir standa til að framleiðslan auk- ist um 20 millj. dósir á ári. •k 15% af heildarút- flutningi Fiskur og fiskafurðir er þriðji stærsti útflutningsliður í Nor- egi, 15% af árlegum útflutn- ingi. Mest af fiskinum er veitt Framhald á 14. síðu. i '•/ •' • Í0ÉÍ ★ Hlutir í Volvo Noregur er nú þriðji mesti álframleiðandi í heimi, en að- eins Bandaríkin og Kanada standa þar framar. Þetta er að nokkru leyti afleiðing þess, að áliðnaðurinn (hefur aukizt svo mjög síðan í heimsstyrjöldinni síðari vegna mikilla uppbygg- inga. Árið 1968 mun framleitt álmagn verða 490 þús. tonn. Ár- ið 1963 var ársframleiðslan 240 þús. itonn. Með öðrum orðum vex framleiðslan um helming á' fimm iára tímabili. Þegar álverksmiðja suður- Noregs á Húsnesi í HörSalandi^* var tekin í notkun árið 1966, jókst álframleiðsla Noregs í 330 þús. tonn á ári og nú í ár verður Alnor álverksmiðjan á Karmey við Haugasund tekin í notkun. í Alnor-verksmiðjunni, sem er í eign Norsk Hydro A/S og bandþríska félagsins Har- veý Aluminium, verður árleg framleiðslugeta 80 þús. tonn ihráál. Norska áífélagið í Höy- anger hefur aukið 'árlega fram- leiðslugetu síha í 28 þús. tonn, og var það gert árið 1965. Syst urfélag þess í Holmestrand hef- ur einnig 'á sama hátt aukið framleiðslugetu sína. falken, 1800 m. hæff yfir sjó. Til vinstri: Séff yfir Ósló, stór bygg rautin upp á Fioyen í Bergen. í Holmestrand eru nú full- unnar ýmsar álvörur. Þar eru vélar, sem hvergi eiga sinn líka t.d. vélin, sem lakkar ál. Hlut- ar í kælivélar eru mikill hluti framleiðslunnar þar og einnig eru framleiddir hlutir til Volvo verksmiðjanna í Svíþjóð. Á árunum 1970 — 1971 verður enn tekin í notkun ný álverk- smiðja og reka hana Elektro- kemisk Aluminium og The Alu- minium Company of America, en þau hafa í sameiningu rek- ið í mörg ár álverksmiðju í Mosjöen í Norður-Noregi. Á þessari nýju verksmiðju verða árlega framleidd 20—30 þús. Framhald á 14. síðu. Iðnskólinn í Reykjavík Innritun fyrir skólaárið 1967—1968, og nám- skeið í september, fer fram í skrifstofu skól- ans dagana’ 16.—25. ágúst kl. 10—12 og 14—17, nema laugardaginn 19. ágúst. Námskeið til undirbúnings inntökuprófum og öðrum haustprófum hefjast föstudaginn 1. september. Við innritun skulu allir nemendur skólans Ieggja fram nafnskírteini og námssamning. Skólagjald kr. 400.— og námskeiðsgjöld fyrir september - námskeið kr. 200.- fyrir hverja námsgrein skal greiða á sama tíma. Nýir umsækjendur um skólavist skulu leggja fram prófvottorð frá fyrri skóla, náms- samning og nafnskírteini. Til að stytta biðtíma nemenda innritunar- dagana, verða afhent afgreiðslunúmer frá skrifstofu umsjónarmanns, og hefst afhending þeirra kl. 8 f.h. alla dagana. SKÓLASTJÓRI. Tilkynning um útboð Útboðslýsing á ýmsum rafbúnaði fyrir Búr- fellsvirkjun verður afhent væntanlegum bjóð- endum að kostnaðarlausu í skrifstofu Lands virkjunar, Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, eftir 14. ágúst ,;k. Tilboða mun óskað í hönnun, smíði og af hendingu á hafnarbakka í Reykjavík á eftir töldum búnaði: 1. atriði — 13 stjórntöflur fyrir hreyfla og tvær dreifitöflur. 2. atriði — 4 járnvarðar greinitöflur. 3. atriði — 5 spennar, þar af 4 stauraspennar. Tekin verða til greina tilboð í eitt eða fleiri ofantaldra þriggja atriða, en ekki tilboð í hluta einstakra atriða. Gert mun verða að skilyrði, að hver bjóðandi sendi með tilboði sínu fullnægjandi upplýs ingar um fjárhagslega getu og tæknilega hæfni sína til að standa til fullnustu við samninga. Tekið verður við innsigluðum tilboðum í skrifstofu Landsvirkjunar fram til kl. 14:00 þann 3. október, 1967. Auglýsingasími Alþýðublaðsins er 14906

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.