Alþýðublaðið - 13.08.1967, Page 11

Alþýðublaðið - 13.08.1967, Page 11
Sunnudags Alþýðublaðið — 13. ágúst 1967 Ouðmundur Hermannsson, KR í miðið, Arnar sonar hans til hægn og Erlednur Valdimarsson, ÍR til vinstri. Íslendingar og Bretar á morgun Landsleikur íslendinga og Breta í knattspyrnu fer fram annað kvöld á Laugardalsvellinum og hefst kl. 8. Þetta er þriðji a-lands leikurinn ú árinu, áður hafði liðið leikið við Spánverja í undan- keppni Olympíuleikjanna, en þeim leik lauk með jafntefli hér heima 1:1 og sigri Spánverja ytra 5:3. Einn b-landsleikur hefur ' farið fram gegn Færeyingum, en þann leik vann ísland 2:1. Þá hafa ung- lingalandslið háð nokkra leiki, og einn sigur unnizt gegn Norðmönn um 3:0 í afmælismóti KSÍ. Ekki eru allir á eitt' sáttir um val íslenzka landsliðsins eins og venja er. Það sem helzt vekur undrun er það, að Skúli Ágústss. ÍBA markhæsti og einn leiknasti leikmaður I. deildar skuli ekki einu sinni vera varamaður. Það >vekur einnig nokkra furðu hvernig liðið er byggt upp og ýmsir eru á.þeirri skoðun að veljendur liðsins hafi það í huga að leikin verði varnar taktik, en leggja minna u$p úr EÓkninni. Við skulum vona, að allt fari vei, þó að ekki séu allir ánægðir með valið og Íþróttasíðan óskar liðinu góðs gengis. HANDBOLTI Kl. 14.00 í dag heldur íslands- mótið í handknattleik áfram á skólamölinni í Hafnarfirði. Leikn ir verða tveir leikir í kvennaflokki og eigast þar við gömlu keppi- nautarnir Valur og Ármann og má búast við að sá leikur verði úr- slitaleikur í A riðli kvennamóts- ins. Þá leika Vesmannaeyjastúlk- urnar við stöllur sínar úr Fram. Þá fara einnig fram tveir leikir í karlaflokki sá fyrri mOli KR. og Víkings, en hinn síðari milli Hauka og Fram. Verður sá leikur án efa mjög skemmtilegur og .jafn en þarna er um að ræða úrslitaleik í B-riðli karlámótáihs. Er ekki að efast að marga fýsir til að fylgjast með þessari viðureign. Guðmundur H. setti Islandsmet 17,83m. Jón Þ. 2,05m. - Vaibjörn 4,4om. Þorsteinn 49,2 og 1:52,2 mín. 60 ára afmælismót ÍR í frjáls- um iþróttum var háð á Melavell- inum í fyrrakvöld í dásamlegu veðri. Gunnar Sigurðsson, for- maður ÍR flutti stutt ávarp, en síðan hófst keppnin. Eins og á flestum frjálsíþrótta- mótum sumarsins, var það Guð- mundur Hermannsson, KR sem vakti mesta athygli, hann bætti nú íslandsmet í kúluvarpi í 10. sinn á þessu ári, sem er einstakt afrek hjá 42 ára manni, senni- lega einsdæmi í frjálsíþróttum, bó víða væri leitað. Guðmund vantar nú aðeins 17 sm. í hina langþráðu 18 metra og við erum bess fullvissir, að þeir koma. Bar áttan milli Arnars, sonar Guð- mundar og Erlends Valdimars- Týr - Þór 6:1 Vestmannaeyjaliðið Þór og Týr Iéku í Bikarkeppni KSÍ á fimmtud. Týr sigðaði með yfirburðum 6-1 og komu þau úrslit fæstum á ó- vart þar sem venjulega hafa 9 Týsmenn leikið með ÍBV í II. deildinni í sumar. Vestmannaeyingar eru mjög gramir út i mótanefndina útaf þessum leik, enda hefur heyrzt að mótnefndin hafi í upphafi gleymt Eyjaliðunum og því dembt þeim saman í leik, og þá um leið sparað einhverju ,,íslandsliðinu” ferða- kostnað til Eyja. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skiptið sem móta- nefnd setur Eyjamenn afsíðis og ætlar hún seint að starfa af skyn- semi. H. sonar, ÍR er alltaf tvísýn og skemmtileg og þeir sigra á víxl, í þetta sinn vann Arnar með nokkrum yfirburðum og bætti ár- angur sinn, varpaði 15,18. Mörg önnur góð afrek voru unn in á afmælismótinu, sem var mjög skemmtilegt. Jón Þ. Ólafs- son, ÍR stökk vel yfir 2,05 m. og átti sæmilega tilraun við 2,10 tm., sem er sama hæð og íslandsme,t han. Valbjörn Þorláksson, KR fór fallega yfir 4,40 m., sem er bezti árangur hans á sumrinu, en felldi 4,51m. sem er 1 cm hærra en met hans. Valbjörn varð fyrstur í 100 m. á 11,0. Þorsteinn Þorsteinsson, KR var hinn öruggi sigurvegari í 400 og 800 m. hlaupum, náði sínum bezta tíma hérlendis í 800 m. 1:52,2 mín., en tíminn í 400 m. var lak ari en á síðasta móti, enda var Þorsteinn nýbúinn að hlaupa 800 m. Ólafur bróðir Þorsteins bætti sveinametið, hljóp á 2:06,0 mín. og bætti met Rúdolfs Adolfsson- ar, Ármanni um 3/10 úr sek. Gunnar Snorras., UBK og Sigurð ur Jónsson, HSK náðu báðir sín- um bezta árangri. Jón H Magnússon, ÍR sigraði í sleggjukastinu og kastaði 52,70 m. hann hefur aðeins einu sinni kastað lengra. Það er aðeins tímaspursmál, hvenær Jón bætir íslandsmet Þórðar B. Sigurðsson ar, KR, en það er 54,23 m. Bergþóra Jónsdóttir, ÍR sigraði í 100 m. hlaupi og hástökki kvenna eftir harða keppni við Önnu Jóhannsdóttur, ÍR, í 100 m. hlaupinu og Ingunni Vilhjálms dóttur og Fx-íðu PProppé í há- stökkinu. ÍR stúlkurnar höfðu yf- irburði í 4x100 m. boðhlaupi og skiptingar sveitarinnar voru yfir leitt ágætar. Keppt var í nokkrum greinum drengja, sveina og pilta og stúlkna 13 ára og yngri. Þátttaka var góð í þessum greinum, sér- staklega frá ÍR, sem átti sigurveg ara í þeim öllum. Framkvæmd mótsins tóks ágæfc lega. Helztu úrslit: Kúluvarp: 1 Guðmundur Hermannsson, KR 17,33 íslandsmet, Arnar Guðmundss., KR 15,18 m Erlendur Valdimarss., ÍR 14,57 Lárus Lárusson, UBK 13,60 i Valbjörn Þorlákss., KR 13,04 , 100 m. hlaup sveina: Helgi M. Haraldss., ÍR 12,1 Elías Sveinsson, ÍR 12,2 J Friðrik Þ. Óskarsson, ÍR 12,3 , Stefán Bjarkason, ÍR 12,5 , Gunnar Guðmundsson, KR 12,7 , Anton Einarsson, KR 14,1 Sleggjukast: j Jón H. Magnússon, ÍR 52,70 r Þórður B. Sigurðsson, KR 51,05 , Þorsteinn Löve, ÍR 49,90 i Stangarstökk: .] Valbjörn Þorlákss., KR 4,40 * ; Hreiðar Júlíusson, KR 3,85 i Magníis Jakobsson, UBK 3,45 Hástökk: I Jón Þ. Ólafss., ÍR 2,05 Valbjörn Þorláksson, KR 1,80 Hróðmar Helgason, Á 1,60 400 m. hlaup: Þorsteinn Þorsteinss., KR 49,2 Ólafur Guðmundsson, KR 51,0 , Þórarinn Aniórsson, ÍR 52,1 ( Gunnar Snorrason, UBK 53,6 , Þórður Guðmundsson, UBK 54,4 , Rudolf Adolfsson, Á 55,7 Hástökk kvenna: Bergþóra Jónsdótlir, ÍR 1,35 Framhald á 4. síðuu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.