Alþýðublaðið - 13.08.1967, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 13.08.1967, Qupperneq 16
ejuétAua&as sunnudagur Verzlunarmanna- helginni iauk í ‘byr jún vikunnar og þótti takast vel að allir standa dol fallnir eftir. Ekki var nóg með að veðrið væri þurrt, (heldúr voru veg. farendur og gestir Ú velflestum s'kemmtistöðum liurrir líka. Undantekningar rounu Iþó hafa orðið á því í J>jó3hátíðlinni 1 Vestmannaeyj- um, en Vestmannaeyjar teljast ckki til meginlandsins og því eiginlega utan við dæmið. En eins og blöðin bafa rétti. flega bent á sést af þessu að enn , lifir manndómur á íslandi og , cnn eru töggur í íslendingum. fyrst þeir gátu stillt sig um að vera viti sínu fjær af drykk þessa einu Ihelgi ársins, þegar ^tekið er til þess, ef fólk fær isér neðan í því. Um miðja vikuna var ákveðið eudanlega hvenær íslenzkir öku menn skyldu flytja sig frá Vinstri kanti yfir á þann hægri. ; Kff S?;EKKI BÉTUR EN \ ver.Vi : að skipa rá’ð til að Í'að verðr að skipa ráö til að , veradarráði. - Tíminn var auðvitað þannig val- inn að harla litlar líkur eru til að nokkrir verði á ferli á veg- um úti, en hins vegar er auðvit að viðbúið að allir verði drifnir á fætur klukkan sex þennan á kvéðna sunnudagsmorgun til þess að færa ibíla sína yfir göt una til þess að fá ekki sekt fyr ir að hafa lagt röngu megin við götu. En breytingin felur það auðvitað í sér að það sem var réttu imegin um kvöldið verður orðið röngu megin eftir klukkan sex um morgnin, og því eina leiðin til að forðast sektarmiða að rjúka út á þessum ókristilega itima til að færa bílinn. Því að varla mun 'hætta á öðru en lög- reglan reynist jafnárvökul í þessum efnum á H-daginn og endranær. Sjálfsagt hefur það kostað mikil heilabrot að ákvarða á thvaða degi skrefið skyldi tekið. Fregnir herma þó að fljótlega hafi tekizt að fækka líklegum dögum niður í tvo, sunnudag- ana 26. maí og 2 júní. Frá síðari deginum var þó fallið, þegar í 'ljós kom að það var hvítasunnu. dagur og hefur hægri nefndin ekki viljað falla í sömu gröfina og Þórður á Sæbóli hér um ár- ið. Hins vegar ætti það að vera andstæðingum breytingarinnar nókkur huggun, að með þessu viðurkennir nefndin á vissan hátt að helgidagaspjöll myndu felast í breytingunni, a.m.k. ef •hún væri framkvæmd á hvífa- • 'sunnudegi. Um venjulegan sunnudag gegnir hins vegar öðr u máli, að vísu nær helgidaga löggjöfin líka til þeirra, en þau lög hafa áður verið brotin, jafn- vel af ríkisvaldsins hálfu, t.d. með 'því að hafa almennar kosn ingar og annan slíkan kaup skap á sunnudögum. Náttúruvernd hefur verið of arlega á baugi í vikunni, eins og raunar líka næstu vikurnar á undan. Deilan milli skipulags stjórnar og náttúruverndarráðs, sem komst á nýtt stig í vikunni með beiðni ráðsins um að vegur stjórnarinnar yrði bannaður, er í rauninni eitt skemmtilegasta dæmið frá síðari árum um tog. streitu holdsins og andans, á rekstur milli nytseminnar og fegurðarinnar. Sé dæmið sett upp á þann veg, þá ætti ekki að vera neinn vafi á því, hver nið urstaðan verður endanlega; auðvitað verður það holdið sem sem sigrar, það gerir það allt af. Því að þaf um má segja eins og stendur í þeirri helgu bók: „Holdið er að sönnu reiðubúið, en andinn er veikur “. Síðari hluta vikunnar hefur fátt annað komizt að en heimsókn ríkisarfans norska. Honuin iief lir verið fagnað mikilíenglega og jafnvel sums staöar svo að ligg ur við að sé um of. Það er t.d. ástæðulaust hjá stærsta blaði landsins að láta vera að þýða til vitnun prinsins úr Hávamálum, þegar ræðan öll var að öðru 'leyíi þýdd í blaðinu En ritstjór ar Morgunblaðsins hafa kannski vitað það af lærdómi sínum að Hávamál er með nokkuð öruggr i vissu norskt kvæði, en ekki íslenzkt, og því álitið að svona ætti þetta að vera. Úff, áh — ég held ég fari nú iað afþakka allar þessar launahækkanir hans. Orðabók háðskólans Munnur: Hjá karlmanni ínngöngudyr til sálarinnar, útgöngudyr hjartans. hjá konu GAGNRÝNANDI: MaSur, sem gortar af því, að erfitt sé að gera sér til hæfis, sem er vegna þess, að enginn gerir minnstu tilraun til þess að gera honum til hæfis. TANNLÆKNIR: Sjónhverfingamaður, sem treður alis konar máim- um inn í munn manns, en dregur beinharða pen* inga upp úr vasa manns, FULLTRÚI: Frændi eða venzlamaður skrifstofustjórans. Fulitrúinn er venjulega snotur ungur maður með fallegt hálsbindi og mikinn köngulóarvef, sem liggur frá nefi hans niður á skrifborðið. DIPLÓMAT: Maður, sem hefur það fyrir atvinnu, að Ijúga fyrir föðurlandið. BANDALAG: Mjög algengt í alþjóðapólitík, - félag tveggja þjófa, sem eru komnir með hendurnar svo djúpt í vasa hvors annars, að þeir geta ekki hvor í sínu lagi stolið frá þeim þriðja. j'Lifi, lifi de Gaulle í Kanadá, Það er alltaf eitthvað þog-ið við menninguna þar sem alltaf er ver- að að tala um menn- ingu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.