Alþýðublaðið - 20.08.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.08.1967, Blaðsíða 2
Sunnudags Alþýðubiaðið — 20. ágúst 1967 íbúðin á að vera fyrir okkur - en ekki aðra í GÖMLU baðstofunum voru rúmin und- ir súðinni. Það var hilla fyrir ofan hvert rúm, og á hillunni geymdu menn eignir sínar, askinn og kannski einhverja bók. Sumir áttu sitthvað í kistli undir rúmi. í rúminu var sofið, á því var setið, unnið, lesið, spjallað og hvílt sig eftir erfiði dagsins. Tímarnir liðu og fólk fór að búa í kaupstöðum. Sumir eignuðust stór hús með mörgum stofum, einni rauðri, ann- arri blárri, þriðju, sem kölluð var aust- urstofa. Sveitafólkið fór líka að koma sér upp á stássstofnun, sem sjaldan var komið í. Það var því oft kalt og hráslagalegt í kringum Hallgrím Pétursson, sem jafn- an hékk á vegnum fyrir miðju. Núna eru byggð stór, steinsteypt hús með ógurlegum gluggum eins og verið sé að reyna að ná inn sem mestu af birtu, — eins og húsin séu byggð í frumskógar- rjóðri, svo að nota verði hverja glætu, sem höndluð verður í gegnum gler. Því miður sjá hér flestir alltof mikið út um þessa stóru glugga, — hálfan bæinn, himinn og jafnvel haf, — ef húsið er á’ eftirsóknarverðum stað. — Vegfarendur liafá þau not af hinum stóru gluggum ná- ungans, að þeir sjá á hvaða sjónvarp hann er að horfa. Stóru gluggarnir geta .komið illilega upp um strákinn Tuma! Svo hafa menn stofu, sem nær þvert yfir húsið, þar sem börnin mega ekki leika sér. Svo er það eldhúsið, misjafn- lega stórt, • — en þar er alltaf borðað til hvundags, þótt inni i stofu sé stórt borðstofuborð fyrir gesti, sem oftast koma boðnir og sprengsaddir. f eldhúsinu er eldað, borðað, oft á tíðum þveginn þvott- ur, straujað og bakað. í einu eldhúsi í Reykjavík, sem er mjög Iítið, borðar sex manna f jölskylda daglega, og eru þó tvær stofur í því húsi. í einni stofunni er sjónvarp og þar er setið í myrkri á kvöld- í innri stofunni er aldrei neinn, nema þeir gestir, sm teljast svo hátt á strái, að þeim sé bjóðandi til betri stofu. í svefnherberginu sefur öll fjölskyldan. Einhverjum gæti dottið í hug, að það væri rétt fyrir þessa fjölskyldu, að láta sjónvarpið fram í „holið“ þar sem er nóg pláss fyrir sjónvarpsunnendur fjölskyld- unnar að njóta þess, — en þar horfa nú bara fötin á símann sem stendur. Síðan mætti hugsa sér, að það væri skynsamlegt fyrir þessa fjölskyldu að selja spari- mublurnar, sem gera ekkert annað en valda húsráðendum höfuðverki; vegna þess, hvað hrædd þau eru um þær og fá sér í þess stað húsgögn, sem þola það að þau séu notuð — líka af börnum. í ann- arri stofunni mætti borða, lesa, tala sam- an og annað það, sem fjölskyldur gera. Hin gæti orðið svefn- og vinnuherbergi stærri barnanna, sem kúldrast' inni í svefn herbergi lijá pabba og mömmu. Þessi hugsunarháttur að nota íbúðirn- ar til hlítar og hvern þann lófastóra blett,, sem þar er að finna, — er nú eitt höfuð- atriðið í byggingum víða um lönd. Á 36 fermetrum má koma fyrir tveimur her- bergjum, eldhúsi, gangl, salerni, sturtu, og geymslu, ef vel er á málunum haldið. Öðrum endast þessir 36 ferm. ekki i melra en eina stofu eða „hol". Þegar við svo förum að fá okkur liús- gögn í húsið er margt að athuga. í fyrsta lagi þetta; — Hvað ætlum við okkur með heimili okkar. Ætlum við að láta okkur líða þar vel, — eða ætlum við okkur að láta það fyrst og fremst vera glæsilegt í augum gestsins? — Ef að við tökum þann kostinn, sem mörgum finnst skynsamlegri að miða heimilið við þá fjölskyldu, sem þar á' að búa, — en ekki þá, sem koma þangað endrum og eins, er fyrsta skilyrðið talið það að gera sér grein fyrir því, hvað það er, sem við viljum hafa í íbúðinni, Viljum við hafa næði til að lesa, góða starfsað- stöðu, leikstað fyrir börnin o. fl. o. fl. . . . jú, við viljum helzt hafa þetta allt. Þá er bara. að reyna að öðlast það inn- an þess ramma, sem íbúðin sjálf er. — Kannski finnum við ekki lausnina fyrsta daginn, — kannski ekki eftir viku, — en smátt og smátt finnum við betur og betur hvernig bezt er að haga þessu öllu. En mörg almenn sannindi er gott að vita, og þau er handhægast að afla sér með því að lesa hinar ýmsu handbækur, sem gefnar hafa verið út um þessi efni á mörgum tungumálum. Við getum líka haft þetta í huga: ■k Ung hjón, sem eru að stofna heimili, eiga ekki að velja sér liúsgögn eins og þau væru fimmtug. Ungu hjónin eiga von á börnum, sem eru ekki lengi að setja Ijóta bletti á stoppuð húsgögn með viðkvæmu áklæði. Það er líka nógur tími fyrir ungu lijónin að verða gömul og eignast gróið heimili með fínum hús- gögnum. Á meðan þau eru ung, eiga þau að eiga ungt heimili, pg bömin eru meira virði en mublurnar. + Það hefur verið prédikað um kosti litaleysisins. Þá verði fólk ekki leitt á lilutunum ,ef þeir séu ekki æpandi á litinn. Því sé hentugast að hafa allt sem hlutlausast á lit og’ í sem mestu „sam- ræmi“. — En ér það kostur við hluti, að þeir séu leiðinlegir þegar- frá upphafi, að rrianni hafi aldrei þótt þeir fallegir? Erlendis hefur komið mikið í tízku að hafa litadýrð í Ibúðum, sú litadýrð er sköpuð með málningu eða ódýrum efn- um. Þegar fólk er orðið leitt á þessu, skiptir það einfaldlega um efni eða mál- ar yfir hlutina. ★ Fínheit eru afstæð, ef svo má að orði komast. — Þótt Jóni í næsta húsL þyki kannski fint að hafa timburhús inni í steinhúsinu sínu, má vera að Bjössa, hinum megin við • götuna, þyki þetta bara hlægilegt og geri grín að Jóni. Það ér því engin minnsta ástæða tii þess að fara að hlaupa eftir því, sem aðrir gera. Kannski finnst Stínu ekkert gaman að pelagóníum, en ef þér, Sigga, finnst gam- an að þeim, skaltu endilega rækta þæc eins og þú getur, því að henni Gunmi íinnst efnilega fínt að hafa pelagóníuf og hver veit nema Stínu fari að finnast þær fínar á morgun, ef þú hefur þær í glugganum þínum. ; •k Við kaupum kápu eða föt fyrir noklc ur þúsund krónur, og við sættum okkuP við það, að þessar flíkur séu ónýtar ofi úreltar eftir nokkur ár. Hvers vegna skyldum við þá ætlast til þess af hús- gögnunum og þeim hlutum, sem við höf- um í kringum okkur í íbúðinni, að þeir endist endalaust. Það er hollt að líta öðru hvoru gagnrýninn í kringum sig og aðgæta, hvort ekki væri rétt að sklpta um eitthvað eða lireinlega henda ein- liverju, sem ofaukið er. Því að tóma- rúmið hefur líka sínu hlutverki að gegna, þótt það geti líka gengið út í öfgar. ■k Við öfundum kannski stundum ná- ungann fyrir það, hvað hann hefur það unaðslegt. Hann á kannski stórar svalir, — en er nokkurn tíma logn á' svölun- um hjá honum? — Kannski á hann stór an sóffa með silkiáklæði, — en situr hann þar nokkurn tíma? — Kannski á hann margar, fallegar bækur í stórum skáp, — en les hann þær nokkurn tíma? ★ Vitið þið, hvað við ættum að gera? — Við ættum að fara heim og loka á eft- ir okkur hurðinni. Hugsa svo um það, hvað við getum gert við íbúðina okkar, svo að hún nýtist okkur — fjölskyld- uni allri — sem bezt. Við skulum leggja okkur fram um að búa þannig í haginn fyrir okkur, að við nýtum alla íbúðina í daglegu lífi okkar, njótum rýmisins út í vztu æsar, ef hún er stór, nýtum hvern blett, ef hún er lítil. Við skulum hafa þá hluti í ki-ingum okkur, sem okkur finnast fallegir, —■ en bezt er að þeir séu líka hentugir. Fallegir hlutir verða oft Ijótir í augum manns, ef þeir eru óþægilegir. Svo skulum við vinna, borða, sofa, lesa, spjalla, leika okkur og hvíla okkur eftir erfiði dagsins. Lifa lífinu eins ánægjulega og við getum innan veggja heimilsins. Ef við höfum svo hreint út í hvert hom, — finnst öllum fínt hjá okkur, — þá á- nægju uppskerum við líka, — en aðeins eins og súkkulaðimola með kaffinu. Það er gaman, að fólki finnst fínt hjá okkur, — en það er algjört aukaatriði, hvað öðrum finnst.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.