Alþýðublaðið - 24.08.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.08.1967, Blaðsíða 4
 Kitstjórl: Benedikt Grðndal. Slmar 14900—14903. — Auglýslngasíml: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hveríisgötu, Rvlk. — Prentsmlðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Askriftargjald kr. 105.00. — t lausa* sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurlnn. Hringlandi > TÍMINN birti nýlega nokkur línurit, sem áttu að sanna, að verðlag á íslenzkum lafurðum á heimsmark aði hefði ekki lækkað að marki síðan 1962. Væri því allt í himna lagi, ef hin vonda ríkisstjórn hefði ekki buið til verðbólgu og aukið framleiðskostnað afurð- anna. Þessi framsóknarboðskapur er næsta furðulegur, ef jhann er athugaður ofan í kjölinn. Verður hann ekki skilinn öðm vísi en svo, að útgerð og fiskiðnaður hafi átt að fá hinar miklu hækkanir á fiskverði undanfar- In ár, en kaup fólksins hefði þurft að vera óbreytt frá 1962! ; Tíminn er með öðrum orðum að mótmæla því, að vinnandi i’ólk í landinu skuli hafa fengið sinn hlut af hækkurt afurðanna undanfarin ár. Þessi kenning er auðvitað fjarstæða, enda stangast hún á við þá stefnu, sem framsóknarmenn hafa fylgt í raun. Þeir hafa verið allra aðila háværastir í kröf »m um ha;rra kaup og meiri hlunnindi, eins og þeir venjulega eru, þegar flokkur þeirra er utan stjómar. Tónninn breytist fljótt, ef þeir komast í stjóm. ' Umræður Tímans um verðlag afurðanna em því ömerkar með öllu. Blaðið heldur nú fram fáránlegri íhaldskenningu, sem er þveröfug við stefnu þess sjálfs imdanfarin ár. Eðlilegar óskir ; LOFTLEIÐAMÁLIÐ svonefnda hefur enn verið til umræðu á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna, sem haldinn var í Helsinki. Emil Jónsson fylgdi mál- inu úr hlaði og dró ekki dul á, að íslendingum þætti dragast niðurstaða. Var ákveðinn nýr og sérstakur ráðherrafundur, og ber að vona, að þá verði höggvið á þennan hnút. íslendingar þurfa raunar ekki að láta sér koma á óvart, þóít þeir fái ekki fyrirhafnarlaust öll þau lendingarleyfi fyrir Atlantshafsflug, sem þeir óska éftir. Gagnkvæm flugréttindi og flugleið milli heims álfa eru stórfelld hlunnindi, sem aðrir mundu gefa inikið fyrir. Eru allar þjóðir yiðkvæmar í þessum efnum og vernda eigin hagsmuni til hins ítrasta. Hinu má þó ekki gleyma, að íslendingar hafa notað tækifæri sín á sviði flugsins vel og gert úr þeim Veigámikinn atvinnuveg. Hér er um meira en þjóð- arsóma að ræða, og ættu ‘hin Norðurlöndin að leyfa bkkur að nota skrúfuþotur Loftleiða á flugvöllum isínum. Þær eru, þrátt fyrir allt, ekki sambærilegar við stórþotur SAS, og flugleið þeirra er allmiklu lengri. Um óeðlilega samkeppni við SAS er því varla að ræða. Norrænt samstarf fjarlægir ekki hagsmunaárekstra óg þýðir ekki, að fslendingar hljóti að fá allt, sem þeir vilja, á kostnað hinna norrænu þjóðanna. En í þessu máli eru óskir íslands hógværar og eðlilegar. 4 24. ágúst 1967 - ALÞÝÐUBLAÐiÐ Lm 4 AmniSRÉTTiR á virkum dögum oghátiðum Á malseðli vikunnar: STEIKT LIFUR BÆJARABJÚGU KINDAKJÖT NAUTASMÁSTEIK IiIFRARKIEFA Á hverri dós er tillaga um framreiðslu ♦ , KJÖTIÐNAÐARSTÖO/ SERVÍETTU- PRENTUN BÍMI S2-10L Vélritun Stúlka óskast til ritarastarfa. Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknarfrestur er til 1. september. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. Alþýðublaðið Blaðburðarbörn vantar í Nýbýlavegshverfi. Upplýsingar hjá afgreiðslu blaðsins í Kópa- vogi, sími 40753. Alþýðublaðið. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að byggja dælustöðvarhús í Fossvogi fyrir Hitaveitu Reykjavikur. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri gegn 8.000.. kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 12. sept n.k, kl. 11.00 f, h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR YONARSTRÆTl 8 —SÍMI 18 300 krossgötum ★ ÓÁNÆGJAMEÐ . * FLUTNJNGUR MÝVATNSSIL- • SILUNGINN í ÞINGVALLAVATNI UNGS í VATNIÐ. Márgir veiðimenn eru óánægðir með silunginn í Þingvallavatni, þykir fiskurinn smár og rýr og l|tð púður í að fást við hann, er þá eflaust átt við murtuna, sem er bleikjuafbrigði og verður varla mikið yfir 20 sm að lengd. Ég er ekki veiðifróður maður, en frá leikmannssjónarmiði virðist Þlngvallavatn ekki gegna (því hlutverki á þessu sviði, sem eðlilegt væri að ætlast til. Þingvallavatn er sem kunnugt er stærsta stöðuvatn landsins eða um 80 ferkíló- metrar að flatarmáli. Það er alldjúpt, víða um eða yfir. 50 m, en mesta dýpt þess 114 m. Lífsskilyrði fyrir silung eru talin góð í vatninu og veiðist þar bæði bleikja og urriði, þótt í litl um mæli sé, a. m. k. við landið. Mest ber hins vegar á murtunni, eins og áður segir. Eigendur og umráðendur ráðstafa veiðinni hver fyrir sínu landi, þar á meðal þjóðgarðsvörður, sem selur veiðileyfi fyrir landi þjóðgarðsins, sem er að vísu lítill hluti alls vatnsins. Mörgum fnnst, að veiðin í þessu víðáttu mikla vatni sé ekki í samræmi við stærð þess og möguleika, þaðan af sður séu gæði fisksins við- unándi. Aðalveiði þeirra, sem renna í vatnið eru hálfóæt murtukvikindi, sem flestir hafa lítið gam an af að eltast við. í þessu' sambandi vaknar sú spurning, hvort ekki geti þrifizt annar fiskur í vatninu, t. d. Veiðivatnasilungur eða Mývatnssil- ungur, sem hvort tveggja eru prýðilegar tegundir. Mér er ekki kunnugt um, hvort þetta hefur verið rannsakað eða nokkuð gert til að bæta fiskistofn inn í Þingvallavatni. Sjálfsagt getur veiðimála. Stjóri leyst úr þeirri spurningu og er henni bér með komið á framfæri. Almenningur lætur sig þetta mál allt nokkru skipta. Margir hafa gaman af að renna fyrir fisk í frístundum sínum, enda útiveran holl og hressandi. En auk (þess er Þing. vallavatn að nokkru opinber eign og því æskilegt, að sem flestir geti notfært sér veiðiaðstöðuna og haft af því ánægju í tómstundum sínum. Þess vegna er nauðsynlegt, að athugað sé, hvað unnt er að gera fyrir veiðina x vatninu, m. a. hvort ekki mætti takast að bæta fiskistofninn. Steinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.