Alþýðublaðið - 24.08.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.08.1967, Blaðsíða 5
 Árbæjarkirkja ekki endurvígð Árbæjarkirkja verður ekki endurvígð. Það kemur fram í greinar- gerð sem Herra Sigur- björn Einarsson, biskup, hefur sent blaðinu og birt er hér að neðan: Vegna umtals um Árbæjar- kirkju vil ég taka þetta fram: Þegar- kirkja er vígð, er hún helguð með orði Guðs og bæn og þar með aðgreind frá öðr- um húsum að því leyti, að þar má ekkert fram fara nema það, sem lýtur að kristinni guðs- dýrkun og miðar, beint og ó- beint að uppbyggingu krist- ins trúarlífs. Samkvæmt Helgi: siðabók vorri er vígð kirkja „heilagt Guðs hús og allt ó- hreint og vanheilagt sé fjarri henni”. Að vígslu lokinni af- hendir biskup presti og söfn- uði liúsið „til allrar kristilégrar notkunar". Notkun 'hussins er því endanlega á ábyrgð bisk- ups, þótt aðrir fari með þá á- byrgð í umboði hans. Endurvígsla þyrfti að fara fram, ef eitthvað það gerðist í kirkju, sem væri þess eðlis, að vígslan yrði að teljast úr gildi fallin. Um slíkt eru engar regl ur til, það er matsatriði í hverju tilviki. En vígslan er í augum kirkju vorrar það mikilvæg at höfn, að gildi hennar verður ekki hnekkt með mannlegri gleymsku eða vangæzlu. Vígsl- an byggist á Guðs orði og Guðs fyrirheitum og trúfrelsi, og þetta stendur óhaggað, þótt vér menn bregðumst á margan hátt. Sú slysni sem fyrir ,kom í Árbæjarkirkju, er að mínu á- liti ekki þess eðlis, að það komi til mála að endurvígja kirkj- una. Þó að ég telji miður að þetta skyldi koma fyrir og hefði ekki samþykkt það, ef undir mig hefði verið borið, tel ég ekki, að húsið sé óhelgað orðið af þeim sökum. Hér var um vangát að ræða og athugunar- leysi en ekki syndsamlegt at- hæfi, er varpi varanlegum skugga vanhelgunar á' þetta liús. Atliöfnin, sem þar fór fram, 16. águst s.l. átti þar ekki heima en gerðist þar af því, að hlut- aðeigendur vissu ekki, hvað þeir voru að gera. Ég var ekki á landinu dag- ana 7.-12/ ágúst. Ritari minn var utan bæjar þrjá daga í sömu viku í brýnum erindum fyrir embættið og skrifstofu- stúlkan var í sumarleyfi. Var því ekki um marga daga að ræða, sem ekki var unnt að komast í samband við fáliðaða skrifstofu mína. Ég hef og ver ið vís og finnanlegur í síma í allt sumar, þótt ég hafi verið á miklum ferðalögum. Tel ég rétt að taka þetta fram að gefnu tilefni. En ég vil vona, að frek ari skrif og umræður um þetta mál séu óþarfar og að þessi atburður verði til þess, að ekki sé hætta á, að hliðstæðir at- burðir gerist síðar. Ég vil einn ig láta í ljós þá von mína, að allt þetta umtal varpi ekki skugga á hamingju hinna ungu hjóna, sem hlut eiga að máli, én þeim ann ég alls góðs, þótt þau játi aðra trú en kristin kirkja. Sigurbjörn Einarsson. l hópferðin FYRIR skömmu lagði fjölmenn- asti ferðahópur íslendinga til út- landa af stað með skemmtiferða- skipinu Völkerfreundschaft. Ferða skrifstofan Sunna hefur skipið á leigru. Um 500 manns fer með skipinu til Bergen, Oslo, Kaup- mannahafnar, Amsterdam ogr London. Komið verður aftur til Reykjavíkur 31. ágúst. Fréttamönnum gafst kostur á að skoða skipið, rétt áður en það lét úr höfn. Það er í eigu austur- þýzku alþýðusamtakanna, en þau keyptu það af sænsku Ameríku- línunni, það hét áður Stockhoím. Skipið er um 12.500 smálestir að stærð, heimahöfn þess er Rostock, skipverjar eru um 250, þar af FJOLSKYLÐU OG FRAMIÍD Stjórn Húsmæðrasambands Norðurlanda sat á fundi í Reykja vík dagana 21. og 22. 4gúst. Til fundarins komu þrír fulltrúar frá Finnlandi, þ.á.m. núverandi for- maður Húsmæðrasambands Norð- urlanda, frú Anita Olin, þrír full- trúar frá Noregi, tveir frá Sví- þjóð, einn frá Danmörku og tveir aðStalfultrúar frá íslandi, vara- stjórn hins íslenzka kvenfélaga- sambands. Verkefni fundarins var að ræða húsmæðraþing Norður- landa, sem haldið verður í Helsing fors að ári. Aðálmál þess þings verður Fjölskyldan í dag, — þjóð félag morjgundagsins. Frú Anita Olin sagði við blaða menn í gær, að konurnar litu svo á að fjölskyldan væri mikilvæg i þjóðfélaginu og á.því riði að halda henni saman. Hinu mætti ekki gleyma, að framtíðin mundi hafa í för með sér miklar breytingar á högum manna. Þáð væri ærið verkefni að ræða, hvernig bregð- ast skyldi við breyttum aðstæðum, hvernig fjölskyldulífið gæti þró- azt við þær. Hvað getum við kennt börnum okkar fýrir framtíðina og hvernig verður samstarf heimilis og skóla, þegar tímar líða? Búizt er við, að um 500 þátttakendur mæti til þessa Helsingfors þings, Ennfremur hefur verið ákveðið að Húsmæðrasamband Norðurland a gefi út sögu sambandsins, og hefur verið ákveðið, að hún komi út árið 1969, en þá' á sambandið 50 ára afmæli. Juliane Solbraa- Bay, fyrrverandi ritstjóri hús- mæðrablaðsins nörska, ætlar að r.ita söguna, en fengizt tiefur fjár styrkur til þessa úr norræna menningarmálasjóðnum. Talið er, Framhald á 11. síðu. annast 102 eingöngu þjónustu við farþega. — Ganghraði þess er á skemmtisiglingu 18 sjóm. en há- markshraði 21 Vá sjóm. Skipið hélt héðan sem leið ligg ur til Bergen, en þaðan innan- skerja fil Oslo, en á þeirri leið mun Andrés Björnsson, háskóla- kennari flytja fyrirlestur um iieimabyggðir íslenzku landnáms- mannanna í útvarp, sem, starf- rækt er um borð. Farið verður í ferð um nágrenni Oslo. Þá er far ið til Kaupmannahafnar og legið við Löngulínu, farið yfir til Sví- þjóðar, síðan um Kílarskurð til Hollands, aðsetur haft í Amster- dam og lagzt við bryggju langt inni í borg, skammt frá aðaltorg- inu. — Þaðan er svo haldið til London og síðan heimleiðis. Far- ið verður í ökuferðir um nágrenni þeirra borga, sem heimsóttar verða og í London njóta farþegar m. a. leiðsagnar fararstjóranna í Oxford Street, aðalverzlunargötu borgarinnar. Margt verður gert farþcgum til skemmtunar um borð, landskunn- ir skemmtikraftar eru meðal far- arstjóra, svo sem Gunnar Eyjólfs- son, sem er aðalfararstjóri, Bessi Bjarnason, Emiiía Jónasdóttir, Alli Rúts, Jón Gunnlaugsson, Karl Einarsson. — Mun þetta fólk sjá um skemmtisyrpu um borð. Þá verður gefið út blað, ritstjórar,, verða Þorbjörn Guðmundsson og Tómas Karlsson. Útvarpsstöð verð Framhald á 11. síðu, Sovézkur námsstyrkur : ■ SOVÉZK stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til háskóla náms i Sovétríkjunum námsárið' 1967—68. Nemur styrkurinn 90; rúblum á mánuði til styrkþega, sem ekki hefur lokið háskólaprófi, en 150 rúblum á mánuði, ef um er að ræða framhaldsnám áð loknu háskólaprófi. Auk þess mup styrkþegi fá ókeypis húsnæði á stúdentagarði. Umsóknum um styrk þennan skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Sjórnarráðsþúsinu við Lækjartorg, fyrir 25. ágúst n. k.1 og fylgi staðfest afrit prófskír- teina ásamt meðmælum. Umsókn- areyðublöð fást í menntamálaráðu neytinu. Menntamálaráðuneytið, 8. ágúst 1967. (slenzk sýningar deild í Leipzig HAUSTSÝNING Kaupstefnunnar í Leipzig verður dagana 3, —10. sept. n. k. — Eins og venjulega er haustsýningin aðallega fyrir neyzluvörur og verða sýningar- deildir frá meira en 50 löndum í öllunt heimsálfum. Matvörur verða sýndar þarna frá 40 þjóðlöndum, þar á meðal sýnir Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna afurðir sínar í aðalsýningar- byggingu fyrir matvörur. Að þessu sinni sýna yfir 6000 framleiðend- ur frá meira en 50 löndum. Sýn- ingin nær yfir meira en 130 þýs. fermetra svæði. Gert er ráð fyf- ir að um 20.000 kaupsýslumenn fná 75 löndum sæki sýnipguna .4 haust. Þarna verða til sýnis matvörur Framhald á 11. sfðu. 24. ágúst 1967. - ALÞÝÐU6LAÐIÐ §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.