Alþýðublaðið - 24.08.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 24.08.1967, Blaðsíða 10
fcjlitstióri tr knattspyrnu Danir unnu 14 Danir sýndu frábæran leik og höfðu algera yfirburbi EB Kaupmannahöfn. ÍSLAND lék 47. landsleikinn í knattspyrnu í gærkvöldi við Dani. Jafnframt var þetta 300. lands- leikur Dana. Var þessa merka á- fanga minnzt á mjög sérstæðan fhátt. 299 blöðrum var sleppt laus- um áður en leikurinn hófst. 137 þeirra voru rauðar og! merktu sigra. 47 voru bláar og táknuðu jafntefli og 115 gular, þ. 'e. ósigr. ar. Sú náttúra fylgir belgjum þess um, að þeir, sem þá finna, fá ókeypis miða á landsleik Dana og Hollendinga 4. október n. k. Mikið befur verið ritað um leik inn í dönsk blöð. Hefur danska liðið verið eggjað lögeggjan. — Minnzt var rækilega á jafnteflis- leikinn 1959. Mikið befur verið ritað um innherja danska liðsins, !þó sérstaklega um vinstri innherj ann, Wernergaard, sem hefur leik ið flesta landsleiki liðsmanna. Hann hefur fengið það óþvegið hjá pressunni fyrir hve erfiður hann er félagslega. Nefnt er sem dæmi að hann ku bafa sofið yfir sig eitt sinn, er bann átti að leika með félagi sínu, B-93. Lá við að hann yrði útilokaður frá landslið- inu vegna kæruleysis síns. Lands liðsnefnd sá sér þó ekki fært að gera það, iþví Wérnergaard er maður reynslumikill og snjall. Leikurinn bófst kl. 7 að íslenzk um tíma. Veður var bið bezta, iheiðskírt og 30 stiga biti. Bæði liðin voru skipuð ungum. leik- mönn, þó sérstaklega hið íslenzka. Uppistaða þess var unglingalið- ið, sem náði frábærum árangri gegn Norðmönnum á dögunum. Liðið var þannig skipað: Guð- mundur Pétursson, KR; Jöhann. es Atlason, Fram; Guðni Kjart- ansson, ÍBK; Guðni Jónsson, ÍBA; Anton Bjarnason, Fram; Björn Lárusson, ÍA; Helgi Númason, Fram; Hermann Gunnarsson, Val; Eyleifur Hafsteinsson, KR (fyrir- liði) og Kári Árnason, ÍBA. Jón Stefánsson var aldursforseti liðs- ins með 10 landsleiki að baki. Síðari hálfleikur var leikinn undir flóðljósum og háði það ís- lendingum mjög, þar eð þeir leika aldrei við slíkar aðstæður beiima. Það hefur verið langþráður draumur íslenzka landsliðsins að geta borið sigurorð af Dönum í keppni og það leikur ekki á tveim ur tungum að slíkt verður að bíða enn um sinn, en væntanlega kem ur einhvern tíma að því. í leikn- um í gærkvöldi var sannarlega eins langt frá því og er á milli heimskautanna. — í leikhléi var staðan 6:0 Dönum í vil. Leikurinn hófst ekki ólaglega af hálfu íslendinga, sem byrjuðu með boltann og fyrsta skotið á marlk kom friá Kára Amasyni, sem lék í stað Elmars á vinstra kanti, sem meiddist rétt fyrir leikinn, en skotið var laust. Síð- an má segja að um nær látlausa danska sókn væri að ræða með smá íslenzkum stungum inn í danska varnarvegginn, sem gaf þó enga raun. Er um 3 mín. voru liðnar skor ar h. útherji fyrsta danska mark- ið. Skömmu síðar eiga Danir skot rétt framhjá. Og enn dynur danska sóknin á vörninni og v. útherji- skorar með góðu skoti. Þá á Wer nergaard gott stangarskot. Rétt á eftir bjargar Guðmundur vel með góðu úthlaupi, eftir að miðherj- inn hafði leikið á varnarmenn. Þá var vítaspyrna dæBjd á ís,- land fyrir bragð, strangur dómur, og úr henni skorar h. útherjinn. Á 15. mín. er hörkusókn Dana, sem endar með marki frá inn- herja. Beztu tækifæri íslands voru á er Helgi Númasan skall rétt yfir slá úr hornspymu. Auk þess átti Hermann allgott rétt á eftir, en skaut fram. hjá. Enn bæ.ta Danir 2 mörkum við. Komu þessi mörk eftir góðan samleik og yfirleitt snörp skot. í liléi eru ekki sérlega uppörv andi. Hvorki fyrir leikmenn né hliðholla áhorfendur, sem þama voru þó allmargir af þeim rúm. lega 19.000, sem horfðu á leik- inn. Framanaf heyrðist talsvert í þeim, en síðan dró jafnt og þétt ,niður í þeim. En það verður að |Segja að þrátt fyrir ofureflið gáf iust landarnir aldrei upp, en börð ust eins og þeir gátu. Hins vegar I voru Danimir þeim svo miklu , leiknari eins og reyndar útkoman gefur til kynna. Það var þó nokk ur raunabót eftir hinn mikla ó- sigur í fyrri hálfleik, að er stutt var liðið á þann síðari skoraði Helgi Númason fallegt mark. Áð- ur hafði Guðmundur bjargað vel snöggum skallabolta. En Adam var ekki lengi í Paradís því mið- herjinn jafnaði stuttu síðar með glæsilegu skáskoti. Rétt á eftir skoraði hann aftur. Og síðan komu mörkin hvert af öðru þar til þau voru orðin 8 samtals. Eitt þessara marka var gert úr víta- spyrnu fyrir bragð. Hver gerði það skiptir litlu máli. Staðreynd in er sú að úrslitin urðu 14-2. Seinna mark íslendinga skoraði Hermann Gunnarsson eftir að hafa leikið fallega á vgrnina. Hér er um yfirþyrmandi ósigur að ræða, og til að koma í veg fyrir slíkt framvegis verður ekkert gert nema að æfa betur og ná þannig tökum á möguleikum til að jafna metin. í síðari hálfleik kom Sig- urður Albertsson inn á fyrir Jó- hannes Atlason, sem meiddist smá vegis. í liði Dana var h. útherji, John Sten Olsen áberandi leikn astur, annars var þar traus.tur mað ur í hverju rúmi og liðið í heild lék ljómandi skemmtilega knatt- spyrnu. Hratt og leikandi með ör- uggum sendingum og góðum skalla ásamt skothörku. Dómari var sænskur, Nistrand að nafni, og dæmdi yfirleitt rögg samlega. Línuverðir voru dansk- ir. HAUKAR UTAN ÞANN 19. SEPT. Handknattleiksd. knattspyrnu- félagsins Hauka í Hafnarfirði, hef ur um nokkurt skeið kannað mögu leika iá utanför fyrir 1. deildarlið félagsins. Leitað var eftir samvinnu við þýzka og pólska aðila um skipti- heimsókn. Nú hefur þessi leit bor ið þann árangur, að fyrir milli- göngu pólska þjálfarans Bregula og Þorleifs Einarssonar, jarðfræð ings, hafa tekizt samningar milli Hauka og pólska 1. deildarliðsins „Spojnia“ frá Gdansk, á þeini grundvelli, að 13 liðsmenn Hauka ásamt 3 manna fararstjórn komi til Varsjá hinn 19. sept. n. k. og dvelji þar tvo daga og tafci þátt í hraðkeppni, síðan haldið til Gdansk þar sem m. a. verður leikið .við gestgjafana og haldið síðan aftur heim þann 26. sept. Samningar standa nú yfir um að leika í Kaupmannahöfn á leið inni til Póllands og bindur stjórn- in sér vonir um að af því geti orðið. Ákveðið hefur verið, að Hauk- ar eridurgjaldi beimsóknina á næsta ári með því að taka á móti ,,Spojnia“, yrði það vissulega fagnaðarefni fyrir íslenzka band- knattleiksmenn og unnendur í- þróttarinnar, þar sem í liði þessu hafa leikið upp á síðkastið 5 liðs- menn í landslið Póllands. Stjórn handknattleiksdeildarinn ar gerir sér glögga grein fyrir, að slík ferð er fjárhagslega mjög dýr, og til þess að létta undir með liðsmönnum, hefir verið á- kveðið að efna til 4000 miða skyndihappdrættis á kr. 25.00 pr. •stk., þar sem vinningur verður húsgögn frá húsgagnaverzluninni Dúna, fyrir kr. 30.000,oo. Vonar stjórnin að happdrætti þessu verði vel tekið af öllum velunnur um handknattleiksíþróttarinnar, því á þann veg- gera þeir að veru leika að fá hingað til lands eitfc þekktasta handknattleikslið Pól- lands og gera jafnframt liðsmönn um Hauka kleift að auka þekk- ingu sína á sviði handknattleiks með því að etja kapp við liðs- menn frá einni sterkustu hand- knattleiksþjóð heims. Stjórn deildarinnar færir þeim aðilum, sem greitt hafa götu henn ar við undirbúning ferðarinnar innilegustu þakkir. Fréttatilkynning frá Haukum. Notið TÖSKUR frá OKKUR. XO 24. ágúst 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.