Alþýðublaðið - 24.08.1967, Blaðsíða 12
Glæpurinn við grösin
Dómarinn var þungbúinn á svip,
í>egar ég var leiddur inn í rétt
arsalinn. Enda liafði ég gerzt
eekur um mikinn glæp, að vísu
óvart, en glæp engu að síður. Ég
hafði verið í fjallgöngu og var
kominn hátt upp í bratta lilíð.
iná, þegar mér skrikaði fótur.
Þetta var í aurskriðu, eins og
víða er í fjallshlíðum, og gróður
enginn, nema stöku þúfur, sem
■einhvern veginn höfðu lafað kyrr
ar, þegar landið umhverfis rann
niður á jafnsléttu endur fyrir
löngu.
Mér skrikaði þarna sem sé fót
ttr og rann til fáeina metra. Og
það vildi ekki betur til en svo
tað ég rann beint á eina þúfuna,
sem var vaxin grasi og fáeinum
biómum, sem ég kunni engin skil
á. Þetta var örlítil þúfa og sjálf
eagt alveg komin að því að blása
upp, nema að það skipti engum
togum, að hún flattist alveg út
þegar fóturinn á mér rakst á
hana og gróðurinn, sem þar var,
kramdist. Þetta varð mér að því
teyti til happs, að ég stöðvaðist,
en annars hefði ég vel getað runn
■ ið tugi metra, því að aurinn var
"liarður sem gler. En á hinn bóg
inn varð þetta ógæfa mín, því
að með þessu gerðist ég sekur um
hrot á ákvæðum um friðun sjald
gæfra jurta, því að auðvitað hafði
ein slík vaxi, á þúfunni og kram
izt undir hæl mínum.
Nú er ekki um glæp að ræða,
nerna hann komizt upp, en auð
vitað var ég ekki svo heppinn að
rera einn á ferð í þessari fjall
■göngu. Með mér var hópur manna,
og þar á meðal einn, sem kann
í'lóru íslands utanbókar. Þessi
maður sá undir eins að ég hafði
framið ódæði með því að hrasa
svona égætilega þarna í hlíðinni
•og af því að hann er bæði lög-
lilýðinn og mikill plöntuunnandi,
lét hann það fljótlega berast til
réttra aðila eftir heimkomuna,
1tvað mér hafði orðið á. Og af-
lelðingin var sú, að nú stóð ég
fiarna frammi fyrir þungbúnum
dómara og bjóst við hinu versta.
Málið var tekið fyrir. Ég játaði
eekt mína strax, en færði mér það
til málsbóta, að ég hefði ekki vit-
að að um friðaða jurt væri að
ræða, Iþví að ég hefði aldrei kunn
■afi meira í grasafræði en að
Þekkja sundur fífil og sóley, og í
öðru lagi sagðist ég hafa skemmt
jurtina óvart og af slysni, en ekki
ásetningi. Hið fyrra kom mér að
engu haldi, því að fáfræði er ekki
gild afsökun fyrir lögbrotum, en
eitthvað mun hafa verið tekið til-
lit til hins 'síðara- að minnsta
kosti slapp ég á endanum með
sekt, og hana ekki mjög háa,
Ég var að hugsa um að áfrýja
dómnum, en hætti þó við það fyr
ir áeggjan lögfræðings míns. En
mér þótti dómurinn dálítið harð-
ur, vegna þess að ég vissi um
dæmi mjög svipað mínu, þar sem
maður hafði rifið upp friðaða
jurt í ógáti og sloppið með áminn
ingu. En lögfræðingurinn benti
mér á, að sá héfði líka verið svo
óheppinn að snúa sig um öklann,
er hann hrasaði á jurtinni, og þar
að auki hefði ekki verið um alveg
eins sjaldgæfa jurt að ræða og þá
sem ég skemmdi,
Þegar á allt væri litið, sagði
hann, mátti ég þakka fyrir að
sleppa svona vel. Ég hefði orðið
miklu verr úti, ef ég hefði verið
svo óheppinn að rekast á fjögurra
blaðasmára og gert það sem
öllum þykir sjálfsagt að gera, sem
finna þá jurt, tína af smáranum
blöðin og óskað mér um leið. Það
hefði verið höfuðglæpur og raun
ar sérstakt tillitsleysi gagnvart lög
unum, allt að því ögrun við lög
in, og fyrir slíkt hefði ég tvimæla
laust fengið fangelsisdóm. Það
eina hefði ef til vill getað bjarg
að mér úr þeirri klípu, að ég
hefði haft forsjálni til að óska
þess að glæpurinn kæmist ekki
upp.
-3
— Hvað skyldi hann pabbi vera að gera svona lengi þarna niðri?
ÆS
,v) j
—Ef þú skyldir nú ðrukkna
pabbi, hvaða strætó á éff þá að
taka heim...?
— Gerðu það, hættu nú þessu glápi fröken, ég á víst i nógum
vandræðum með hann ...
Allir ísl. þegnar eru vegfar-
endur og virðist þvi félagið
ekki hafa önnur sjónarmifS
en Þau sem að réttu fara
leiðir með þjóðfélagsmálunt
öðrum. J
Tíminn.
Ég skil vel að gríska stjórnin
viliji ekki lóta útlendinga vera
að skipta sér af því sem ger-
ist í Grikklandi, fyrst að
Grikkir fá ekki einu sinni að
gera Það sjálfir.
Það er orðið svo mikið um
þessar sjóliðaheimsóknir, að
ekvísurnar eru alveg farnar
að ruglast í bví hvort þær
eigi að segja Jes eða Oui eða
Ja. -jM
Fólk segir að það sé auðvcld
ara að vera ung stúlka nú
en áðnr fyrr. Ekki hefur mér
reynzt það.