Alþýðublaðið - 24.08.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.08.1967, Blaðsíða 7
iðar tvíburasystur börn, en !hin börnin fæddust í Reykjavík. Við eignuðumst 13 'börn, 9 stúlkur og 4 drengi. Yngsta barnið fæddist haustið eftir að ég missti manninn minn en hann lézt af slysförum 7. júlí 1929- Hann var alltaf á sjónum, var á Skallagrími. Hann varð fyrir því, að síldarmál féll ofan á bakið á honum og lézt hann af afleiðingum þess. Ólöf Jóna, ^ámskeið í Höfn jm verzlun íanþróaðra landa Danir gera nú í haust í sam- vinnu við Sameinuðu þjóðirnar sérstakt átak til að ýta undir þá viðleitni vanþróaðra landa að auka útflutning sinn. Hinn 21. ágúst hefst í Kaupmannahöfn 10 vikna námskeið fyrir sérfræð- Framhald á 11. síðu. I ir dngum. Og ekki verð- Eskeland sakaður um ein- ni. Hann mun nokkuð jafn- r á bæði málin, sem töluS og rituð í Noregi, þó að ný :kan sé honum sýnu skap- lari. lendingum ætti að vera ið fagnaðarefni, að jafn gur maður og mikilhæfur 'var Eslceland velst til þess vinna norrænni samvinnu riu nýja embætti, sem svo lar og góðar vonir eru bundnar. dóttir mín fæddist í október 1929. Ég hef alla tíð verið með henni og líka eftir að hún gift ist. Nú á ég 9 börn á lífi, hef misst fjórar dætur uppkomnar. Börnin mín hafa öll komið sér vel áfram í lífinu, þau hafa það gott og mér líður vel og er á- nægð. Bamabörnin eru orðin meira en 60 og barnabarnabörn- in 20- — En hvað varð til bjargar, er þú stóðst ein uppi með 13 börn? — Þegar ég missti manninn minn, kom formaður Sjómanna- félagsins og sagðl mér, að ég yrði að leita til hins opinbera. Útgerðarfélagið Kveldúlfur, sem maðurinn minn hafði unnið hjá veitti mér fjárstyrk mánaðar- lega í 6 ár, það kom sér vel, ég gat alltaf treyst á þá peninga- 300 kr. fékk ég svo í tryggingu og tók út af því smám saman 10 og 10 kr. eftir því, sem ég þurfti að nota, þegar sem erfið ast var um nauðsynjar. Svo var Ekknasjóður, sem hann séra Friðrik Hallgrímsson var með, og þrisvar fékk ég úr honum. Séra Friðrik kom fyrstu þrjú ár in eftir að ég missti Ólaf sáluga, fyrir jólin og færði mér nokkrar krónur í hvert sinn. En svo vann ég náttúrlega sjálf úti eins og ég gat. Élztu dætur mínar hugsuðu um barna hópinn, meðan ég fór út í fisk- vinnu- Það var nú helzta vinnan, sem hægt var að fá. Seinna vann ég svo í níu iár á Land- spítalanum og líkaði þar vel. Það var bara svo lágt kaup borg að á þessum tíma, en mér lagð- ist alltaf eitthvað til. Ég man t. d. þegar ég vann í sænska frysti húsinu, að eina vikuna var mik 11 eftirvinna, unnið tvo daga frá átta á morgnana til 12 á mið- nætti. En kaupið, sem ég fékk fyrir vikuna var 35 kr. og ég man, að mér þótti það lítið- Svo þegar að drengirnir stálp uðust og ég fór að fá vinnu fyr ir þá bjargaðist þetta allt sam- an, en það var oft erfitt um vinnu fyrir þá, fyrr en á striðs- árunum, þá var meiri vinna. — Og þú vinnur enn, Ólína? — Já, ég hef unnið núna í 14 ár, á fimmtánda, á sama stað, í Framkvæmdabankanum, hreinsa heila hæð, ég er 3 tíma að vinna það og auk þess þvæ ég upp kaffiílátin, svo að ég er svona frá 5-9 á hverjum degi við að vinna þetta. En ég veit nú ekki, hversu lengi ég held því áfram- Annars líður mér vel og amar ekkert að mér, annað en að sjónin hefur daprazt og það er orðið með naumindum, að ég get lesið blöðin. Annars er dásamlegt að geta unnið, ég held að ég myndi varla kunna við mig án þess. — En vinnurðu ekki eitthvað við heimilisstörfin? —Jú, dóttir mín og maðurinn hennar vinna bæði úti og ég sæki í matinn og elda matinn, en það er nú ekki neitt, segir þessi áttræða dugnaðarkona, og sagðist að síðustu vilja taka fram, að hún þakkaði Guði og sinni guðstrú, sem hún fékk í barnæsku, að hún hefði komizt í gegnum alla erfiðleika í líf- inu, og hún væri sátt við alla og hefði eignazt marga ákaflega góða vini á lífsleiðinni. Frú Kristín Pétursdóttir, tví- burasystir frú Ólínu, hefur alla tíð búið í sveit, bjó allan sinn búskap á Berserkjahrauni í Helgafellssveit ásamt manni sínum, Guðmundi Sigurðssyni. Þau eignuðust 11 börn og þau eru öll á lífi. Stuttu eftir lát manns síns fluttist Kristín að Hömrum í Grundarfirði með Guðlaugu dóttur sína, sem býr þar ásamt manni sínum, og börn um. Tvíburasystumar Ólína og Kristín taka á móti ættingjum og vinum í safnaðarheimili Langholtssóknar á afmælisdag- inn eftir klukkan fimm síðdegis. wm KVKMYNDIRNAR FYRIR ALMENNING MARGFALT ÓDÝRARI! Við notum SIJPER 8 kvikmynclatökuvélar og filmur. — BETRI LITFILMUR — SKARPARI MYNDIR — FULLKOMNARI VÉLAR. Kvikmyndirnar, sem eru gerðar fyrir yður og sem svo lengi hefur verið beðið eftir. Vinsamlegast pantið með 7-10 daga fyrirvara. Frá 1. sept. Kvikmyndaver: Skólabraut 2, sími 52556. Box 146 Hafnarfirði Kvöld- og helgarsímar: 52556 — 41433. Linsan sf. Sími 41433 Box 146 Hafnarfirði. Húsmæður! Vörukynning er á úrvals norskum heimilistækjum frá KPS og ADAX. Stendur yfir í Málaraglugganum þessa viku. Hagkvæmt verð og greiðsluskil- málar. Gjörið svo vel og skoðið. Aðalumboð Einar Farestveit og Co. Vesturgötu 2. Amerískir kjólar nýkomnir í miklu úrvali. ATHUGIÐ ódýru kjólan-a. Stærðir: 38-50 Verð kr. 350.- — 495.- Klapparstíg 44. Kópavogur! Snyrtistofa Kópavogs er tekin til starfa að Þingholtsbraut 19. Sími 4-24-14. ÁSLAUG B. HAFSTEIN. Aglýsingasími Alþýðublaðsins er 14906 24. ágúst 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.