Alþýðublaðið - 24.09.1967, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.09.1967, Blaðsíða 6
24. september 1967 - Sunnudags Alþýðublaðið VINSÆLASTILEIKARINNI Hí „Ég or fæddur í Shaker Heig- hts, Ohio, og foreldrar <mínir voru Indíánar. Ég sá aldrei föður minn. Mamma var ekkja og mjög heilsutæp, og ég stytti henni stundirnar með því að lesa fyrir hana blöðin og þylja yfir henni forn ljóð og vísur. Þrettán ára var ég eina fyrirvinna fjölskyld- unnar og gekk um og seldi bursta og kústa. Seytján ápa flýði ég að heiman til að gerast sjómað- ur. Eftir það vann ég við skógar högg, síðan varð ég vörubíl- stjóri. Ef Walt Disney hefði ekki komið á vettvang og boðið mér að tala fyrir einn af dvergunum í Mjallhvít og dvergarnir sjö væri ég sennilega ennþá að flækjast um atvinnulaus og pen ingalaus megnið af tímanum“. Þetta er ein af mörgum ævisög um sem Paul Newman segir aðdá endum sínum. Hann þolir ekki forvilni og nærgöngular spurn- ingar, og helzta vörn hans er að segja grafalvarlegur einhverja ,,ævisögu“ sína sem hann býr til um leið. í Bandaríkjunum þykir það sjálfsagt, að frægir menn hafi unnið sig upp úr örbirgð og basli og haft með höndum liin kynlegustu störf áður en vel- gengnin féll þeim í skaut. Þess vegna heldur Newman sér við fasta hefð, og ævisögur Holly- wodd-stjarna eru hvort eð er oftast búnar til í skrifstofu um boðsmanna og auglýsenda. Paul hefur bara nægilegt ímyndunar- afl til að skálda sínar upp sjálf ur. Eitt er þó satt í þessari frá- sögn: hann fæddist í Ohio. Að vísu ekki í Shaker Heights, held ur Cleveland þar sem faðir hans Arthur S. Newman, rak sport- vöruverzlun. Örbirgðin og Indí ánablóðið er hvort tveggja að- eins til að krydda söguna. í skoðanakönnun sem nýlega fór fram meðal amerískra kvenna var ein spurningin svo- hljóðandi: Á hvaða kvikmynda- leikara hafið þér mestar mæt- ur? Og hvers vegna? Sjö af hverjum tíu konum svöruðu: Paul Newman. Svo vin- sæll hefur rnginn kvikmynda- leikari orðið um langan aldur. Og hvers vegna? Þær voru yf ir sig hrifnar af bláu augunum hans, sérkennilega ófríðu andlit inu, drengjalegu brosi, persónu- leikanum, segulmagninu. Fáar minntust á leikhæfileika. Paul Newman er fjörutíu og eins árs, fæddur 26. janúar 19 26, 1,75 m. á hæð. Hann er ein af aðalstjörnunum í Hollywood núna, ekki aðeins stjarna, held- ur ,súper-stjarna“ eins og nú er í tízku að kalla vinsælustu kvikmyndaleikarana. En hann hefur aldrei unnið Oscarinn eins og eiginkona hans hin ágæta leikkona Joanne Woodward sem hlaut verðlaunin fyrir snilldar- túlkun sína í myndinni „Three Faces og Eve“ sem mörgum er minnisstæð. Paul var sendur í úrvalsskóla í bernsku. Ekki bar mikið á námshæfileikum hjá honum, en hann skaraði fram úr í öllum greinum íþrótta og lék stórt hlutverk í leikriti við góðan orðstír þegar hann vai\ tólf ára. Hann var nýbyrjaður í háskóla þegar stríðið skall á, og hann fór í sjóherinn og var þar í þrjú ár. Eftir stríð hugðist hann halda áfram námi sínu, en þá varð leiklistaráhuginn yfir- sterkari, og hann innritaðist í leiklistarskóla þar sem hann vakti fljótt á sér athygli. Áð- ur en varði fékk hann hlutverk- i sjónvarpinu og síðan á Broad way. Það varð upphaf frægðar hans. Næst var það Hollywood sem kallaði, og þar hefur hann verið að mestu leyti frá þeim tíma, nema hvað hann brá sér aftur til New York og stund- aði nám í hinum fræga Actor‘s Studio undir leiðsögn Lees Strasberg. Newman er tvíkvæntur og á sex börn, þrjú með hvorri konu. Fyrra hjónabandið var ekki hamingjusamt, en það seinna með afbrigðum farsælt. Joanne og Paul hafa leikið sam an í fímm myndum, en annars hefur hún Jremur dregið sig í hlé til að geta verið manni sínum góð kona og börnum þeirra góð móðir. Ekkert hefur borið á afbrýðisemi vegna Osc- arsins sem Joanne vann, en hún er heitasti aðdáandi eigin- manns síns og telur það arg- asta ranglæti, að' hann skuli ekki löngu vera búinn að fá litlu gullstyttuna til að setja upp á hillu við hliðina 'á henn- ar. Enda þótt Newman hati blaða viðtöl eins og pestina lét hann tilleiðast fyrir skömmu að rabba dálítið við ítalskan blaðamann, og fer samtal þeirra hér á eft- ir. í þetta sinn skulum við ckki tala neitt um leiklistarferil yð- ar, hr. Newman, velgengni, frægð og vinsældir. Nú væri gaman að ræða við eiginmann- inn og föðurinn Paul New- nran.ekki hinn fræga , leikara. Fjölskyldan er allstór ef mér skjátlast ekki.......... Við skulum nú sjá — jú, það má segja, að ættflokkurinn sé orðinn jtöluvert álitlegur. Átta krakkar á heimiiinu, tveir hund ar, tveir kettir, einn gullfisk- ur og ein eiginkona. Mér veitir ekki af heilum járnbrautfar- vagni til að flytja það allt milli 'heimila okkar í Los Ang- eles og Connecticut. Ég vissi, að börnin voru nokk uð mörg, en átta hélt ég ekkl, að talan væri komin upp í. Hann er einnig ham

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.