Alþýðublaðið - 07.10.1967, Síða 10
Hafnarfjörður
Framhald af J. síðu
réðst í því sambandi harkalega
að ýmsum forustumönnum íþrótta
hreyfingarinnar í Hafnarfirði,
sagði að fundurinn væri ekki hald
4nn vegna íþróttamanna í bænum,
heldur væri um að ræða pólitísk
an áróðursfund Alþýðuflokks-
manna, sem með því misnotuðu
herfilega aðstöðu sína innan í-
þróttarhreyfingarinnar.
Hið rétta er, að fundurinn í
fvrradag var haldinn samkvæmt
samþykkt á síðasta þingi ÍBH og
samþykkt íþróttafélaganna síðar í
sumar. Á þingi ÍBH í apríl var sam
þykkt tillaga um að kalla saman
horgarafund í Hafnarfirði, ef í-
þróttahúsið yrði ekki fokhelt á
þessu hausti, eins og gert hafði
verið ráð fyrir. í júlímánuði sam
þykkti bæjarráð að fresta öllum
fram.kvæmdum við húsið en 5 mill
jónum króna hafði verið veitt til
þess af fjárhagsáætlun. Þegar
í bænum saman til fundar og
þetta lá fyrir, komu íþróttafélögin
samþykktu þar að efna ekki til
Iborgarafundar eins og kom fram í
þeirri ályktun, sem samþykkt var
á bandálagsþinginu, heldur skyldi
ÍBH koma saman lá aukaþing til
að ræða málið.
Miklar umræður urðu á fund
inum í fyrrakvöld og stóð hann
langt fram á nótt. í fundarlok var
samþykkt svo hljóðandi tillaga,
þrátt fyrir andmæli bæjarstjóra
og bæjarfulltrúa meirihlutans,
sem mættu á fundinn:
„2. aukaþing ÍBH, haldið 5. októ-
ber 1967 harmar, að byggingar-
framkvæmdir við íþróttahúsið hafa
Iegið niðri á þessu ári, þrátt fyrir
að ákveðið hafi verð að verja 5
millj. króna til verksins. Skor-
ar þingið á bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar að sjá svo um að þetta fé
verði sett á biðreikning og verið
handbært, þegar ráðgert er að
hefja framkvæmdir í marzmán-
uði n.k.
Þingið skorar eindregið á bæjar
stjórn að veita eigi minna fé til
byggingar íþróttahússins á fjár-
hagsáætlun fyrir árið 1968 og að
séð verði um að unnið verði fyrir
verði sett á biðreikning og verði
5>að fé sem áætlað hafi verið fyr-
ir 1967 og 1968“.
Bygging íþróttahúss í Hafnar-
firði er búin að vera mjög lengi
á döfinni en eina íþróttahúgið
þar er 45 ára gamall leikfimisalur
við barnaskólann. Mikið vantar
á, að unnt sé að fullnægja laga-
kröfum um íþróttakennslu í skól-
um bæjarins, og íþróttafélögin tvö
FH og Haukar, standa nú að heita
má alveg á götunni með æfingar.
Félög þessi hafa um skeið æft í
Valsheimilinu, en fá ekki húsrúm
þar áfram, og er eini æfingatími
þeirra eins og er 45 mínútna stund
í Laugardalshöllinni einu sinni í
viku. Undanfarin ár hefur alls
verði veitt á fjárhagsáætl. bæjar-
ins 20.4 millj. kr. til hússins en
ekki hefur enn verið unnið fyrir
meira en 11.1 millj. Af því hef-
ur ríkissjóður lagt fram 4.1 mill-
jón, en Hafnarfjarðarbær 7 mill-
jónir. Er þetta því ekki í fyrsta
skipti, sem fjárhagsáætlun bæjar-
ins hefur verið sniðgengin í sam-
Ibandi við þetta verk enda sagði
annar aðalforingi núverandi bæjar
stjórnarmeirihluta í umræðum á
sínum tíma, er fjárhagsáætlun-
in var til afgreiðslu, að þða væri
hægt að samþykkja hvað sem væri
fjárhagsáætlanir væru ekki til að
fara eftir þeim!
Eruin vlð svona?
Framhald af bls. 1.
Bráðabirgðaniðurstöður þær,
sem settar eru fram í greininni,
eru þó um margt athyglisverðar.
Þar segir t.d. að Reykvíkingar
hafi fremur tilhneigingu til að
umgangast móðurfrændur sína en
föðurfrændur, þótt það sé ekki
bein regla. Einnig segir, að ógift.
ir Reykvíkingar eigi yfirleitt syst
kini, sem einnig séu ógift, elztu
og yngstu systkini séu oftar ógift-
en miðsystkini og að fólk, sem
ekki giftist hafi yfirleitt verið
lengi á brjósti sem ungböm.
Þá segir, að karlmenn ráði yf-
irleitt fjármálum heimilisins og
hafi frumkvæðið að ástaratlotum.
Konur hugsi hins vegar meira um
börnin og fylgist betur með mennt
un þeirra og séu að jafnaði trú-
hneigðari, Ennfremur segir, að
Reykvíkingum þyki vænt um börn
og vilji veita þeim allt, nema brot
af tíma sínum.
Iþróttir
Fra'mhald 11. síðu,
kvöldsins. Víkingar höfðu setið
hjá og voru nú líklegir til alls.
Fram skoraði fyrsta markið en
Einar Magnússon skorar tvö stór-
falleg mörk og þannig var stað-
an í hálfleik. í seinni hálfleik skor
uðu svo Framarar 3 mörk gegn
2 og lauk þannig leiknum, svo
framlengja varð í 2x3Vþ mín. —
Jón Hjaltalín skorar snemma fal-
legt mark og Fram fær tækifæri
til að jafna, en Gunnlaugur ó-
gildir vítakast sitt og áður en
fyrri framlengingu lýkur skorar
Jón annað mark sitt með stór-
glæsilegu skoti. í seinni hlutan-
anum minnkar Gylfi Hjálmarson
muninn, en Páll Bjarnason eyk-
ur forskot Víkinga með lúmsku
skoti og síðar innsiglar Jón sig-
urinn með fallegu marki, en síð-
asta markið kom svo úr víta-
kasti frá Gylfa Jóhannssyni.
Lið Fram sýndi eins og í leikn
um gegn ÍR, að þeir eru æfingar-
litlir og þungir og allt spil geng-
ur hægt. Bezti maðurinn var eins
og svo oft áður Sigurður Einars-
son, þá voru Þorsteinn í mark-
inu og Gylfi Hjálmarsson allgóð-
ir.
Mörk Víkinga skoruðu Einar 4,
Jón 3, Páll 1. Mörk Fram skoruðu
Gylfi Jó. og Gylfi H. 2 hver og
Sig. E. og Pétur Böðvars 1 hver.
★ FH-Haukar (3:2) (5:1) 8:3
Þessa leiks var beðið með dá-
lítilli eflirvæntingu því að bæði
liðin höfðu sigrað andstæðinga
sína með miklum yfirburðum. —
Fyrri hálfleikur var jafn og byrj
uðu Haukar að skora og gerði
Stefán það með fallegu skoti. Auð
unn jafnar, en aftur skorar Stef-
án fallega. En næstu tvö mörk
skorar svo Örn Hallsteinsson. I
seinni hálíleik lék FH mjög vel,
spilaði vel og sleppti helzt ekki
boltanum fyrr en í netinu, auk
þess varði Hjalti vel í markiuu.
Geir skorar fyrsta markið, síðan
Auðunn af línu og Örn bætir einu
við og -loks Geir með skoti af
mjög löngu færi, sem hafnaði
efst í markhorninu. — Þórarinn
Ragnarsson skofar yrir Hauka, en
síðasta markið skorar nýliði hj'á
FH, Þorvaldur Karlsson, eftir
stórglæsilega sendingu frá Geir.
Lið Hauka sýndi í leikjum sín-
um að þeir eru til alls líklegir í
vetur. Logi er mjög snjall mark-
vörður og Þórður er að ná sér
á strik sem stórskytta. Stefán er
alltaf hættulegur.
Mörk FH skoruðu Örn 3, Geir
og Auðunn 2 hver og Þorvaldur 1.
Mörk Hauka skoruðu Stefán 2 og
Þórarinn 1.
★ FH-Víkingur (2:2) (4:2) 6:4
Jón Hjaltalín skorar fyrsta
markið, en skömmu síðar einleik
ur Örn í gegnum Víkingsvörnina
og skorar fallega. Geir kemst tnn
í sendingu og skorar auðveldlegn,
en Jón Hjaltalín jafnar með
þrumuskoti. — í seinni hálfleik
byrjaði Einar Magnússon með því
að skora og bjuggust nú allir
við að Víkingur ætlaði að endur-
taka leikinn á móti Fram, en Ein
■>r Sigurðsson jafnar með því að
vipa yfir markvörðinn og Geir
nær yfirhöndinni úr hröðu upp-
hlaupi. Nú er tveimur FH-ingum
vísað af leikvelli í einu, en samt
sem áður skorar FH og Árni
brýzt í gegn, en Einar M. skorar
fyrir Víking og síðasta mark
kvöldsins skorar svo Auðunn og
innsiglar sigur FH.
Lið Víkings kom á óvart með
getu sinni, en hæpið er að það
endist þeim fullan leiktíma að
beita tveimur stórskyttum og
engu öðru, að vísu stóð markvörð
urinn, Björgvin Jóhannsson, sig
mjög vel og er áreiðanlega mikið
efni. Annars bera þeir Jón og
Einar liðið uppi.
FH sýndi í þessu móti að þeir
eru í góðri æfingu og að þeir
hafa á langmestri breidd leik-
manna að skipa. — Þeir léku
þessa leiki án Birgis, Jóns Gests,
Páls og Kristófers, en það virt-
ist' engin 'áhrif hafa. Markmenn-
rnir Birgir Finnbogaon og Hjalti
stóðu sig vel og vaf gaman að
sjá Hjalta aftur í markinu. Örn
og Geir voru beztir af útispilur-
unum, en Einar Sig. er alltaf
hinn sterki varnarmaður. Árni og
Auðunn voru virkir á línunni.
Mörk FH skoruðu Geir 2, Örn,
Einar, Auðunn og Ámi 1 hver.
Mörk Víkings Einar og Jón 2 hver.
Að lokum afhenti Gunnar Sig-
urðsson formaður ÍR fyrirliða FH,
Einari Sigurðssyni, bikar í sigur
laun.
Rlpley
Framhald af bls. 3.
seld á markaðstorgum og ár:ð
1913 var ekki ein einasta dúfa
eftir.
Dr. Ripley hefur stutt Surtseyj
arrannsóknir dyggilega og haft
mikinn áhuga á þeim og í ræðu,
er hann flutti á fagnaði íslenzk-
ameríska félagsins í gærkvöldi,
sagði hann m.a. ,,Auk hinnar ó-
spilltu náttúru, sem ísland hef-
ur að bjóða náttúrufræðingum til
rannsóknar, hefur eitt alveg
ómótstæðilegt aðdráttarafl fyrir
vísindaheiminn. Það er að Surtsev
er eina óspillta landssvæði í heim
10 7' október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐID
inum, sem hægt er að rannsaka
frá upphafi. Þess vegna er hún
svo mikilvæg fyrir líffræðilegar
rannsóknir, hvernig plöntur og
dýr þróast á nýju landi. Og í
Surtsey væri hægt að finna mik-
ilvægastar staðreyndir um upphaf
lífs á jörðinni. Þess vegna verð
ur að fylgjast vel með þar og
vísindalegt mikilvægi eyjarinnar
er nú í dag, fjórum árum eftiv
sköpun hennar. því að þakka að-
allega að hún hefur verið svo
dyggilega vernduð. Stofnun Surts
eyjarfélagsins hefur því verið
þarft verk. Það verk er félagið
hefur þegar Unnið lofar góðu. En
það em enn fleiri tækifæri til
vísindarannsókna í Surtsey. Auk
líffræðilegu rannsóknanna gefst
þar einstakt tækifæri til eldfjalla
og jarðfræðirannsókna".
í lok ræðu sinnar sagðist Dr.
Ripley vilja koma fram með þá
uppástungu, að á íslandi væri
sett upp alþjóðleg vísindastofnun,
þar sem visindamenn frá mörgum
löndum gætu unnið með íslenz'.c-
um vísindamönnum við umhverfis
rannsóknir. UNESCO gæti ef til
vill að einhverju leyti hvatt til
stofnunar hennar, en UNESCO
hefur stundum veitt aðstoð við
stofnun slíkra vísindamiðstöðva
t.d. Charles Darwin Foundation vís
I indamiðstöðvarinnar á Galapagos
eyjum. Dr. Ripley sagði enn frem
ur, að Smithsonian Institution
myndi vilja aðstoða við þetta og
skapa áhuga á máli þessu í Banda
ríkjunum.
Gefjun — Bðunn
rramhaid af 3. siou.
þyrfti rekstur allra iðnaðarfyrir-
tækja Sambandsins á Akureyri,
en við þau starfa um það bil
550 manns. Sagði Erlendur að
Sambandið mundi gera allt sem
í þess valdi stæði til þess að
bjarga fyrirtækjunum, en við
mjög ramman reip væri að draga,
þar sem iðnaðinum væri ekki
veitt sú hjálp eða aðstoð er har.n
þyrfti, eins og væri um sjávar-
útveg og landbúnað.
Hin nýja verzlun er hin smekk
legasta í útliti og fyrirkomulagi.
Teiknistofa Sambandsins sá um
gerð allra teikninga.
Sigurgeir Sigurjónsson
Málaflutningsskrifstofa.
Óðinsgötu 4 — Sími 11043.
IVAR BRUDEVOLL, prentari
andaðist þann 5. október 1967.
HIÐ ÍSLENZKA PRENTARAFÉLAG.
Eiginmaður minn og faðir
SVEINN KR. VALDIMARSSON,
fiskeftirlitsmaður, Háteigsvegi 20
andaðist 5. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Elín Theódórsdóttir,
Ilalldóra L. Sveinsdóttir.
Alúðarþakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát og jarðarför föður oklcar
JÓNASAR TÓMASSONAR, ísafirði
Sérstakar þakkir færum við Bæjarstjórn ísafjarðar, sem
sá um útförina.
Tómas A. Jónasson,
Ingvar Jónasson,
Gunnl. Fr. Jónasson.
Þölckum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
og útför föður okkar, tengdaföður og afa
SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR,
pípulagningameistara.
Katrín Sigurðardóttir,
Ingigerður Sigurðardóttir, Guðmundur Sigurðsson,
Sigurður Sigurðsson, Guðlaug Bjarnadóttir,
Sæmundur Sigurðsson, Sigríður Þórðardóttir
og barnabörn.