Alþýðublaðið - 07.10.1967, Page 11

Alþýðublaðið - 07.10.1967, Page 11
1= Ritstjóri Afmælismót ÍR tókst ágætlega: FH sigraði Víking í úrslitaleik 6:4 FYHSTA handknattleikskeppni vetrarins fór fram á fimmtudags- kvöldið og var iþað hraðkeppni, sem handknattleiksdeild ÍR gekkst fyrir í tilefni 60 ára af- mælis félagsins. Mörgum lék for- vitni á að vita hvernig handknatt- leiksmenn okkar væru undir vet- urinn búnir, því að mikið verður um að vera á handknattleikssvið- inu í vetur. — Þá var einnig í fyrsta skipti thérlendis gerð til- raun með tvo dómara í leik og virtist sú tilraun domarfélagsins takast vel. Fjórir dómarar dæmdu leiki þetta kvöldið og unnu alltaf tveir þeir sömu saman, en þeir voru Valur Benediktsson og Ósk- ar Einarsson og Óli Ólsen og Reynir Ólafsson hins vegra. Tókst þeim <misjafnlega upp, en þeir síðarnefndu stóðu sig betur. Um þetta nýja kerfi er það að segja, að án efa á það eftir að bæta handknattleikinn, þannig að hin tíðu varnarbrot hverfa að mestu og allt línuspil ætti að verða auð- veldara. Leikirnir um kvöldið lofa all- góðu um veturinn, liðin léku flest skemmtilega og virðast leikmenn í dágóðri æfingu, þó ekki sé hægt að fullyrða nokkuð um slíkt, þar sem leildrnir voru svo stuttir eða 2x10 mín. — Mestum vonbrigðum olli lið íslandsmeistaranna inn- anhúss, Fram, en þeir áttu í mikl um erfiðleikum með H. deildar lið ÍR og voru síðan slegnir út af Víking. Þá sýndu bæði Valur og KR lélega leiki, sérstaklega þó Valur. ★ Fnam-ÍR (5:6) (4:2) 9:8 Þessi leikur varð mjög spenn- andi og allvel leikinn og kom geta ÍR mjög á óvart. Fram tók for- ystu 2:0 er Gylfarnir skoruðu, en Vilhjálmur jafnar metin fyrir ÍR með fallegum mörkum og Þórar- inn Eymundsson nær forystu, en hún stendur ekki lengi, því að Sigurður Einarsson jafnar úr víti. Skiptast liðin á forystu út hálf- leikinn. ÍR-ingar halda forystu í seinni hálfleik þar til 3 mín. eru eftir, en þá varði Þorsteinn víta- kast frá Vilhjálmi og upp úr þrí jafnar Amar Guðlaugsson, en Gylfi Hjálmarsson skorar svo sig- urmarkið á siðustu mínútunni. Lið ÍR var óheppið að sigra ekki þennan leik og hefði það orðið ánægjuleg afmælisgjöf. Li5 ið er skipað ungum piltum sem mikils má af vænta í framtíðinni. Beztu menn voru þeir Ásgeir El- íasson og Halldór markvörður, sem varði oft mjög vel. Mörk Fram skoruðu: Gylfi H. 3, Gylfi Jó„ Pétur, Gunnlaugur, Amar, Sig. E. og Ingólfur 1 ihver. — Mörk ÍR skoruðu: Vilhj'álmur 3, Þórarinn E., Ásgeir, Ólafur, Gunn ar og J.úlíus Hafstein 1 hver. ★ Haúkar-Valur (5:1) (5:1) 10:2 Haukarnir léku þennan leik mjög vel gegn bitlausu Valslið- inu, þeir léku af miklum hraða og skotmennirnir voru í essinu sínu. Aldrei var um neina spennu að ræða, til þess voru yfirburðirn ir of miklir. í lið Vals vantaði þá Hermann Gunnarsson og Sigurð Dagsson, en enginn þeirra sem léku þennan leik voru svipur hjá sjóri. Mörk Hauka skoruðu Þórður og Þórarinn 3 heor, Stefán 2, Sturla og Viðar 1 hver. Mörk Vals skor- uðu Bergur og Stefán Sandholt. ★ FH-KR (31) (5:0) 8:1 í þessum leik var um sömu yf- irburði að ræða og í leik Vals og Hauka. Sigur FH aldrei í hættu, en liðið lék þó aldrei sannfærandi í þessum leik. Hjá KR vantaði flestar stórstjörnurnar og mega þeir sín lítils án þeirra. Mörk FH skoruðu Örn 4, Rún- ar 2, Einar og Árni 1 hver. Mark KR skoraði Gunnar Hjaltalín. ★ Fram-Víkingur (1:2) (2:1) (0:2) (2:2) 6:8 Nú hófst skemmtilegasti leikur Framhald á bls. 10. Leikmaður úr Víking er frír á lína og skorar glæsilega. Gunnar Sigurðsson, formaður ÍR afhendir Einari Sigurffssyni, fyrir. liða FH Ísarn/Landleiða bikarinn til eignar. Bikarkeppni KKf hefst um helgina Segja má að vetrarstarf körfu- knattleiksmanna byrji að þessu sinni með bikarkeppni KKÍ, en aðeins er leikin ein umferð, sem fram fer um þessa helgi. Keppt er með úrsláttarfyrir- komulagi, þ. e„ það lið sem tapar leik, er fallið úr keppninni. Alls höfðu 9 lið tilkynnt þátt- töku. Vestmannaeyingar hafa hætt við þátttöku, þar sem að leik. mennirnir fá hvergi sal til æfinga í Reykjavík, en allflestir úr liði þeirra verða við nám í Reykjavík í vetur. Er leitt til þess að vita, að lið- ið skuli ekki geta keppt, í komandi íslandsmeistaramóti, en piltamir hafa rætt um. að æfa í vetur með íþróttafélögunum í Reykjaík. Niðurröðun leikja í bikarkeppn inni er sem hér segir: 1. riffill: UMF Snæfell — Körfuknatt- leiksfélag ísafjarðar. 2. riffill: ' UMF Tindastóll — Knattspyrnu félag Akureyrar. 3. riffill: UMF Selfoss — UMF Laugdæla. 7. ol 4. riðill: KR — Ármann. Liðin sem vinna sína riðla munu keppa til úrslita á Akureyri, helg- ina 14.—15. október. Leikirnir sem fram fara núna um þessa helgi (7.—8. október), fara fram á ísafirði, Akureyri, Laugavatni og í Reykjavík, en fé- lögin sjá sjálf um framkvæmd leikjanna sem flestir fara fram t æfingatímum félaganna, þar sem að körfuknattleiksmenn hafa ekki fjármagn til að taka á leigu dýra íþróttasali fyrir þessa leiki. Leik urinn KR — Ármann mun fara fram í æfingatíma KR-inga í KR- húsinu. Keppt er um glæsilegan verð- launagrip sem gefinn er af Sam- vinnutryggingum. Ofnkranar. Tengikranai Slöngukranar Blöndunartæki Burstafeíi ftygglnga vömi verrin* Héttarholtsvegl 1. Siml S 83 «0 iber 1967 - ALÞÝÐUBLAÖIÐ \\

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.